Efaðist og hélt krísufundi í upphafi móts en er stoltur af sér og strákunum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 20:00 Snorri Steinn var á sínu þriðja tímabili með Val. vísir/daníel Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals segir að það sé svekkjandi fyrir liðið að tímabilið hafi verið blásið af enda var liðið komið á góðan stað í deildinni eftir vægast sagt brösulega byrjun. Valsmenn byrjuðu tímabilið skelfilega og voru við fallsætin þegar fimm umferðir voru búnar af mótinu. Síðan fór liðið á svakalegt flug og var komið á toppinn er deildin var blásin af á dögunum. Fyrrum landsliðsmaðurinn fór yfir tímabilið í Sportinu í dag. „Við getum ekkert verið að spá og spökulera í því hvað hefði gerst en það er alveg rétt að það var talað mikið um þessa blessuðu byrjun okkar og hún var erfið. Hún var léleg og við vorum ekki að vinna leiki. Það var þungt yfir þessu,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurftum að halda krísufundi og það fór gríðarlega vinna og kraftur í að snúa þessu við. Ég er mjög stoltur af því; strákunum og mér sjálfum að hafa tekist það á þennan hátt. Við vorum komnir á frábæran stað og þetta leit vel út. Þess vegna er þetta svekkelsi fyrir okkur að þetta hafi verið blásið af, bæði deild og svo úrslitakeppnin sem og Evrópukeppnin.“ Þjálfarinn segir að hann hafi eðlilega spurt sig spurninga í upphafi móts þar sem gengið var skelfilegt. Þó að sigrarnir hafi byrjað að koma hafi líðan ekkert verið mikið betri heldur. „Ég held að það sé eðlilegt sem íþróttamaður og sem þjálfari líka að þú efast alveg. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp nokkra leiki í röð þá fer maður klárlega að spyrja sjálfan sig hvort að maður sé ekki að gera eitthvað rangt. Ég svaf ekkert alltaf eins og engill á þessum tíma.“ „Þegar við fórum að vinna þá vorum við bara komnir í það slæm mál að einn eða tveir sigurleikir gerðu ekkert rosalega mikið fyrir okkur í töflunni. Þegar þetta fór að mjatla og þeir bættust ofan á hvorn annan sigurleikirnir þá fann maður á strákunum að þetta fór að rúlla,“ sagði Snorri. Klippa: Sportið í kvöld - Snorri Steinn efaðist Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals segir að það sé svekkjandi fyrir liðið að tímabilið hafi verið blásið af enda var liðið komið á góðan stað í deildinni eftir vægast sagt brösulega byrjun. Valsmenn byrjuðu tímabilið skelfilega og voru við fallsætin þegar fimm umferðir voru búnar af mótinu. Síðan fór liðið á svakalegt flug og var komið á toppinn er deildin var blásin af á dögunum. Fyrrum landsliðsmaðurinn fór yfir tímabilið í Sportinu í dag. „Við getum ekkert verið að spá og spökulera í því hvað hefði gerst en það er alveg rétt að það var talað mikið um þessa blessuðu byrjun okkar og hún var erfið. Hún var léleg og við vorum ekki að vinna leiki. Það var þungt yfir þessu,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurftum að halda krísufundi og það fór gríðarlega vinna og kraftur í að snúa þessu við. Ég er mjög stoltur af því; strákunum og mér sjálfum að hafa tekist það á þennan hátt. Við vorum komnir á frábæran stað og þetta leit vel út. Þess vegna er þetta svekkelsi fyrir okkur að þetta hafi verið blásið af, bæði deild og svo úrslitakeppnin sem og Evrópukeppnin.“ Þjálfarinn segir að hann hafi eðlilega spurt sig spurninga í upphafi móts þar sem gengið var skelfilegt. Þó að sigrarnir hafi byrjað að koma hafi líðan ekkert verið mikið betri heldur. „Ég held að það sé eðlilegt sem íþróttamaður og sem þjálfari líka að þú efast alveg. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp nokkra leiki í röð þá fer maður klárlega að spyrja sjálfan sig hvort að maður sé ekki að gera eitthvað rangt. Ég svaf ekkert alltaf eins og engill á þessum tíma.“ „Þegar við fórum að vinna þá vorum við bara komnir í það slæm mál að einn eða tveir sigurleikir gerðu ekkert rosalega mikið fyrir okkur í töflunni. Þegar þetta fór að mjatla og þeir bættust ofan á hvorn annan sigurleikirnir þá fann maður á strákunum að þetta fór að rúlla,“ sagði Snorri. Klippa: Sportið í kvöld - Snorri Steinn efaðist Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sjá meira