Phil Jackson sagði „sjáumst næsta sumar“ en Shaq og Kobe voru á öðru máli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 16:00 Kobe Bryant og Shaquille O'Neal fagna saman eftir að Los Angeles Lakers vann NBA-deildina í júní 2000. Getty/Andrew D. Bernstein Shaquille O'Neal var fljótur að svara þegar SportsCenter á ESPN spurði hann út í sína bestu minningu frá ferlinum. Shaq sagði líka söguna á bak við endurkomu Lakers-liðsins þennan dag í byrjun júní fyrir að verða tuttugu árum síðan. Vorið 2000 höfðu þeir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant spilað saman í fjögur ár en aldrei orðið NBA-meistarar. Ár eftir ár hafði Los Angeles Lakers liðið ollið vonbrigðum í úrslitakeppninni og tvö ár á undan hafði liðinu verið sópað út úr úrslitakeppninni. Það leit út fyrir enn ein vonbrigðin þegar liðið var komið í slæma stöðu í oddaleik á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Portland Trail Blazers var 71-58 yfir fyrir lokaleikhlutann. Hér fyrir neðan má sjá Shaq rifja upp atvikið sem kórónaði endurkomu Lakers-liðsins í leiknum en liðið vann fjórða leikhlutann 31-13 og leikinn 89-84. Shaq's favorite sports memory? The iconic Game 7 lob from Kobe in the 2000 Western Conference Finals. (via @shaq) pic.twitter.com/AONaBAaM4D— SportsCenter (@SportsCenter) April 7, 2020 Shaquille O'Neal sagði meðal annars frá því hvað Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, sagði við þá fyrir lokaleikhlutann þegar útlitið var ekki bjart. „Þið eigið að vita svarið þessu en það er sjöundi leikurinn í úrslitum Vesturdeildarinnar 2000 og svífandi sendingin frá Kobe. Ég veit nefnilega að ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá hefðum við Kobe líklega ekki unnið þrjá meistaratitla saman. Það breyttist margt með þessum leik,“ sagði Shaquille O'Neal. „Phil Jackson kom til okkar þegar við vorum sautján stigum undir og sagði: Við sjáumst næsta sumar. Þetta var gott ár en þetta mun ekki ganga upp hjá okkur í dag. Ég, Kobe, Rick Fox og B. Shaw horfðum á hverja aðra og komum síðan til baka,“ sagði Shaq. watch on YouTube „Ég var alltaf að segja Kobe ég væri opinn. Hann gaf svo sendinguna og hún var reyndar of há. Ég þurfti vængina mína, þá sömu og ég er með hér, sagði Shaq í léttur og sýndi vængjaða styttu en hélt svo áfram: „Hann henti boltanum extra hátt en ég náði í hann og negldi honum niður. SportsCenter, þetta er mín uppáhaldsminning,“ sagði Shaquille O'Neal. Los Angeles Lakers komst í lokaúrslitin þar sem liðið tryggði sér titilinn með 4-2 sigri á Indiana Pacers. Lakers vann einnig meistaratitlana 2001 og 2002. Shaquille O'Neal var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í öll þrjú skiptin. watch on YouTube NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Shaquille O'Neal var fljótur að svara þegar SportsCenter á ESPN spurði hann út í sína bestu minningu frá ferlinum. Shaq sagði líka söguna á bak við endurkomu Lakers-liðsins þennan dag í byrjun júní fyrir að verða tuttugu árum síðan. Vorið 2000 höfðu þeir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant spilað saman í fjögur ár en aldrei orðið NBA-meistarar. Ár eftir ár hafði Los Angeles Lakers liðið ollið vonbrigðum í úrslitakeppninni og tvö ár á undan hafði liðinu verið sópað út úr úrslitakeppninni. Það leit út fyrir enn ein vonbrigðin þegar liðið var komið í slæma stöðu í oddaleik á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Portland Trail Blazers var 71-58 yfir fyrir lokaleikhlutann. Hér fyrir neðan má sjá Shaq rifja upp atvikið sem kórónaði endurkomu Lakers-liðsins í leiknum en liðið vann fjórða leikhlutann 31-13 og leikinn 89-84. Shaq's favorite sports memory? The iconic Game 7 lob from Kobe in the 2000 Western Conference Finals. (via @shaq) pic.twitter.com/AONaBAaM4D— SportsCenter (@SportsCenter) April 7, 2020 Shaquille O'Neal sagði meðal annars frá því hvað Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, sagði við þá fyrir lokaleikhlutann þegar útlitið var ekki bjart. „Þið eigið að vita svarið þessu en það er sjöundi leikurinn í úrslitum Vesturdeildarinnar 2000 og svífandi sendingin frá Kobe. Ég veit nefnilega að ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá hefðum við Kobe líklega ekki unnið þrjá meistaratitla saman. Það breyttist margt með þessum leik,“ sagði Shaquille O'Neal. „Phil Jackson kom til okkar þegar við vorum sautján stigum undir og sagði: Við sjáumst næsta sumar. Þetta var gott ár en þetta mun ekki ganga upp hjá okkur í dag. Ég, Kobe, Rick Fox og B. Shaw horfðum á hverja aðra og komum síðan til baka,“ sagði Shaq. watch on YouTube „Ég var alltaf að segja Kobe ég væri opinn. Hann gaf svo sendinguna og hún var reyndar of há. Ég þurfti vængina mína, þá sömu og ég er með hér, sagði Shaq í léttur og sýndi vængjaða styttu en hélt svo áfram: „Hann henti boltanum extra hátt en ég náði í hann og negldi honum niður. SportsCenter, þetta er mín uppáhaldsminning,“ sagði Shaquille O'Neal. Los Angeles Lakers komst í lokaúrslitin þar sem liðið tryggði sér titilinn með 4-2 sigri á Indiana Pacers. Lakers vann einnig meistaratitlana 2001 og 2002. Shaquille O'Neal var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í öll þrjú skiptin. watch on YouTube
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum