Við munum komast í gegnum storminn Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 9. apríl 2020 09:00 Nú líður að lokum sjöttu viku COVID-19 faraldursins á Íslandi. Faraldurinn hefur sannarlega tekið á, reynt gríðarlega á sjúklinga, heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Það hefur verið aðdáunarvert að sjá undanfarnar vikur hvernig heilbrigðisstarfsfólk og kerfið allt hefur náð að taka utan um þetta gríðarstóra verkefni af æðruleysi og styrk, með þekkingu og reynslu að leiðarljósi og undir styrkri leiðsögn þríeykisins. Ekkert fum, ekkert fát, fyrst og fremst gengið í verkin og þau unnin. Það má ætla að við séum að nálgast hámark faraldursins í smitum talið, í auga stormsins, og að næstu tvær vikur verði sérlega erfiðar fyrir heilbrigðiskerfið. Nú fara páskar í hönd, og má segja að Dymbilvikan beri nú nafn með rentu sem aldrei fyrr. Verum lausnamiðuð Þá er sérlega gaman að sjá þau ljós sem þó skína. Við sjáum lausnamiðað fólk út um allt, fólk sem „hittir“ fjölskyldu og vini í símum og skjáum. Við sjáum eldra fólk taka í þjónustu sína tækni sem var þeim framandi og yngra fólk taka skref í tæknimálum sem það hafði ekki áður stigið. Á hátíðum og í fríum hefur það verið lenska að menn hitti fjölskyldur sínar og geri sér glaðan dag. Slíkur hittingur verður ekki mögulegur hjá þeim sem dvelja á heilbrigðistofnunum eða búa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Einnig mun margt eldra fólk og fjölskyldur þeirra velja að hittast ekki til að forðast smit. Við þær aðstæður er enn meiri þörf en áður á að við finnum leiðir til að „hittast“ samt. Hringjum, notum myndsíma, tölvur og samskiptaforrit. Komum fólkinu okkar, og okkur sjálfum, á óvart. Við munum komast í gegnum storminn. Förum þá ferð saman og styðjum þá sem þurfa þess með. Gefum hvort öðru fallega kveðju og bros. Gleðilega páska. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum sjöttu viku COVID-19 faraldursins á Íslandi. Faraldurinn hefur sannarlega tekið á, reynt gríðarlega á sjúklinga, heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Það hefur verið aðdáunarvert að sjá undanfarnar vikur hvernig heilbrigðisstarfsfólk og kerfið allt hefur náð að taka utan um þetta gríðarstóra verkefni af æðruleysi og styrk, með þekkingu og reynslu að leiðarljósi og undir styrkri leiðsögn þríeykisins. Ekkert fum, ekkert fát, fyrst og fremst gengið í verkin og þau unnin. Það má ætla að við séum að nálgast hámark faraldursins í smitum talið, í auga stormsins, og að næstu tvær vikur verði sérlega erfiðar fyrir heilbrigðiskerfið. Nú fara páskar í hönd, og má segja að Dymbilvikan beri nú nafn með rentu sem aldrei fyrr. Verum lausnamiðuð Þá er sérlega gaman að sjá þau ljós sem þó skína. Við sjáum lausnamiðað fólk út um allt, fólk sem „hittir“ fjölskyldu og vini í símum og skjáum. Við sjáum eldra fólk taka í þjónustu sína tækni sem var þeim framandi og yngra fólk taka skref í tæknimálum sem það hafði ekki áður stigið. Á hátíðum og í fríum hefur það verið lenska að menn hitti fjölskyldur sínar og geri sér glaðan dag. Slíkur hittingur verður ekki mögulegur hjá þeim sem dvelja á heilbrigðistofnunum eða búa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Einnig mun margt eldra fólk og fjölskyldur þeirra velja að hittast ekki til að forðast smit. Við þær aðstæður er enn meiri þörf en áður á að við finnum leiðir til að „hittast“ samt. Hringjum, notum myndsíma, tölvur og samskiptaforrit. Komum fólkinu okkar, og okkur sjálfum, á óvart. Við munum komast í gegnum storminn. Förum þá ferð saman og styðjum þá sem þurfa þess með. Gefum hvort öðru fallega kveðju og bros. Gleðilega páska. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar