Vill að Danmörk opni hraðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 22:30 Lars Løkke Rasmussen hefur tvívegis gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur. vísir/epa Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. Hann segir þau ekki leggja næga áherslu á hagkerfið og peningahliðina, nauðsynlegt sé að koma þjónustuiðnaðinum fyrr af stað en núverandi áætlanir geri ráð fyrir. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig forsætisráðherrann [Mette Fredriksen] hélt á málum við upphaf faraldursins, ég hef hrósað henni nokkrum sinnum fyrir það. Hins vegar hef ég nokkrar áhyggjur af því hvernig staðið er að hlutunum í dag og mér finnst sem ég beri siðferðislega skyldu til að benda á það,“ segir Rasmussen í viðtali við TV2 í Danmörku. Ríkisstjórn Mette Fredriksen kynnti í gær hvernig hún hyggst vinda ofan af hinum ýmsu takmörkunum sem hafa verið í gildi í Danmörku vegna veirunnar. Þannig taka hin ýmsu skólastig aftur til starfa eftir páska auk þess sem fólk má aftur mæta í vinnunna ef rétt er staðið að því. Hins vegar verður áframhaldandi bann við fjöldasamkomum og hinum ýmsu stöðum gert að vera lokaðir áfram; eins og veitingastöðum, knæpum, hárgreiðslustofum og svo framvegis. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Epa/Martin Sylvest Rasmussen segist ekki síst vera ósáttur með þessa áframhaldandi lokun. Þjónustugeirinn hafi þegar orðið fyrir miklu áfalli og að hann megi varla við meiru, hvað þá að vera lokaður áfram í mánuð eins og núverandi áætlanir fela í sér. Of lítil áhersla hafi verið lögð á peningahliðina þegar ákveðið var að opna Danmörku aftur að mati Rasmussen sem segir að Danir gætu átt yfir höfði sér „fjármálalegt áfall“ ef ekki verður gripið í taumana. Hann segir að vitaskuld þurfi heilbrigðishluti faraldursins þó að vera í forgrunni. Álagið á heilbrigðiskerfið sé hins vegar undir þolmörkum, sé í raun minna en það hafi verið áður og nefnir Rasmussen svæsna flensu sem hrellti Dani fyrir nokkrum árum. Í því ljósi sé svigrúm til þess að flýta opnun Danmerkur og koma þannig í veg fyrir fyrrnefndan fjármálaskell. Rasmussen segir Dani nógu þroskaða og skynsama til að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig tryggja að opnunin gangi vel fyrir sig. Viðtalið við hann má nálgast í heild sinni með því að smella hér. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. Hann segir þau ekki leggja næga áherslu á hagkerfið og peningahliðina, nauðsynlegt sé að koma þjónustuiðnaðinum fyrr af stað en núverandi áætlanir geri ráð fyrir. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig forsætisráðherrann [Mette Fredriksen] hélt á málum við upphaf faraldursins, ég hef hrósað henni nokkrum sinnum fyrir það. Hins vegar hef ég nokkrar áhyggjur af því hvernig staðið er að hlutunum í dag og mér finnst sem ég beri siðferðislega skyldu til að benda á það,“ segir Rasmussen í viðtali við TV2 í Danmörku. Ríkisstjórn Mette Fredriksen kynnti í gær hvernig hún hyggst vinda ofan af hinum ýmsu takmörkunum sem hafa verið í gildi í Danmörku vegna veirunnar. Þannig taka hin ýmsu skólastig aftur til starfa eftir páska auk þess sem fólk má aftur mæta í vinnunna ef rétt er staðið að því. Hins vegar verður áframhaldandi bann við fjöldasamkomum og hinum ýmsu stöðum gert að vera lokaðir áfram; eins og veitingastöðum, knæpum, hárgreiðslustofum og svo framvegis. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Epa/Martin Sylvest Rasmussen segist ekki síst vera ósáttur með þessa áframhaldandi lokun. Þjónustugeirinn hafi þegar orðið fyrir miklu áfalli og að hann megi varla við meiru, hvað þá að vera lokaður áfram í mánuð eins og núverandi áætlanir fela í sér. Of lítil áhersla hafi verið lögð á peningahliðina þegar ákveðið var að opna Danmörku aftur að mati Rasmussen sem segir að Danir gætu átt yfir höfði sér „fjármálalegt áfall“ ef ekki verður gripið í taumana. Hann segir að vitaskuld þurfi heilbrigðishluti faraldursins þó að vera í forgrunni. Álagið á heilbrigðiskerfið sé hins vegar undir þolmörkum, sé í raun minna en það hafi verið áður og nefnir Rasmussen svæsna flensu sem hrellti Dani fyrir nokkrum árum. Í því ljósi sé svigrúm til þess að flýta opnun Danmerkur og koma þannig í veg fyrir fyrrnefndan fjármálaskell. Rasmussen segir Dani nógu þroskaða og skynsama til að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig tryggja að opnunin gangi vel fyrir sig. Viðtalið við hann má nálgast í heild sinni með því að smella hér.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31
Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48