Handbolti

Aron tilbúinn að vera fyrirliði landsliðsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron var fyrirliði Íslands á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi.
Aron var fyrirliði Íslands á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi. vísir/getty

Aron Pálmarsson segist vera klár í að taka við fyrirliðastöðunni hjá íslenska handboltalandsliðinu af Guðjóni Val Sigurðssyni sem er hættur.

Undanfarin misseri hefur Aron verið fyrirliði landsliðsins þegar Guðjón Valur hefur verið fjarri góðu gamni, m.a. á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi.

„Já, algjörlega. Loksins fæ ég bandið,“ sagði Aron léttur í Sportinu í dag. „Að sjálfsögðu er ég til í það. Þetta eru ekki lítil spor sem maður þarf að fylla. Fyrst var Dagur [Sigurðsson] fyrirliði, svo Óli Stef og Guðjón Valur.“

Aron kveðst tilbúinn að leiða íslenska landsliðið inn í nýja og vonandi bjarta tíma.

„Ég er alveg klár í það og mér finnst það vera mitt hlutverk. Ég hef tekið við bandið þegar Guðjón Valur hefur ekki verið,“ sagði Aron.

„Ég hef líka tekið hlutverki mínu sem varafyrirliði alvarlega. Það er gaman að vera í þessu hlutverki, af því að þessir strákar eru góðir. Það þarf ekki að segja þeim hlutina oft. Það er ákveðinn gæðastimpill.“

Klippa: Sportið í dag - Aron vill vera fyrirliði

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×