Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 13:25 Hér má sjá hvernig aðstæður eru á kjörstöðum í Wisconsin. AP/Scott Trindl Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. Þrátt fyrir að fólki hafi verið skipað að halda sig heima er sömuleiðis verið að biðja kjósendur um að taka þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar seinna á árinu og í kosningu um sæti í Hæstarétti Wisconsin. Það er vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem tekin var í gær um að ríkisstjóri Wisconsin geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að fresta kosningum. Repúblikanar vildu ekki fresta kosningunum Málið á sér þó nokkurn aðdraganda. Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin og Demókrati, hefur verið ragur við að fresta forvalinu, vegna mótstöðu Repúblikana, sem eru í meirihluta í þingi ríksins. Repúblikanar eru sömuleiðis í meirihluta Hæstaréttar Wisconsin. Þegar Evers gaf út tilskipun í gærkvöldi um að fresta ætti kosningunum þvert á mótmæli Repúblikana í þinginu, tók það Hæstarétt Wisconsin einungis fjórar klukkustundir að gefa út úrskurð um að Evers gæti ekki frestað kosningunum án aðkomu þingsins. Ríkisstjórinn sjálfur hafði þó dregið það í efa og þess vegna hafði hann ekki reynt það fyrr. Hæstiréttur Bandaríkjanna fylgdi því svo eftir skömmu seinna og sneri við úrskurði lægri dómstóls sem lengdi tímabilið sem tekið yrði á móti utankjörfundaratkvæðum. Sá úrskurður fylgdi einnig flokkslínum, 5-4. Ruth Bader Ginsburg, sem skipuð var af Demókrata, mótmælti þeirri niðurstöðu og gagnrýndi meirihluta dómara. Hún sagði heimsfaraldurinn hafa þegar leitt til gífurlegrar fjölgunar í utankjörfundaratkvæðum og nú yrði ljóst að atkvæði þúsunda kjósenda myndu ekki skila sér. Frambjóðendurnir Joe Biden og Bernie Sanders voru báðir samþykkir því að kosningunum yrði frestað og segja hættulegt að svo verði ekki. Íbúar Wisconsin mótmæla ákvörðun Hæstaréttar ríkisins.AP/Amber Arnold Repúblikanar vilja minni þátttöku Vegna smithættunnar hafa þúsundir sjálfboðaliða hætt við að hjálpa við framkvæmd þeirra. Til marks um þá miklu manneklu sem hefur myndast hafa yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, fækkað kjörstöðum úr 180 í fimm. Þjóðvarðlið Wisconsin hefur verið kallað út til að hjálpa til við framkvæmd kosninganna. Repúblikanar eru sannfærðir um að lægri þátttaka í kosningunum, og þá sérstaklega í fjölmennum byggðum eins og Milwaukee, muni hagnast þeirra frambjóðanda til Hæstaréttar ríkisins. Strjálbýlli svæði, þar sem kjósendur eru líklegri til að aðhyllast Repúblikanaflokknum, verða fyrir minni truflunum. Mikið deilt í Wisconsin Stjórnmálin í Wisconsin hafa harðnað mikið á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, vann ríkið í kosningunum 2016 með einungis 26 þúsund atkvæðum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, hafði talið sigur sinn þar öruggan og heimsótti ríkið ekki í kosningabaráttunni. Til marks um breytinguna hafa allir stærstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins, auk Barack Obama, fyrrverandi forseta, heimsótt ríkið á undanförnum mánuðum. Margir Repúblikanar telja Wisconsin vera ríkið sem færði Trump lyklana að Hvíta húsinu og í síðustu kosningum hafa báðir flokkar varið gífurlegum fjármunum í kosningabaráttu þar. Þingkosningarnar 2018 þóttu sérstaklega grimmilegar. Trump sjálfur hefur tekið þátt í deilunum um kosningarnar í Wisconsin. Hann sakaði til að mynda Evers um bellibrögð, þegar hann reyndi að fresta kosingunum og hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttuni. Í nótt tísti hann til að mynda stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda Repúblikanaflokksins til Hæstaréttar. Vote today, Tuesday, for highly respected Republican, Justice Daniel Kelly. Tough on Crime, loves your Military, Vets, Farmers, & will save your 2nd Amendment. A BIG VOTE! https://t.co/1FPYjzZCoH— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. Þrátt fyrir að fólki hafi verið skipað að halda sig heima er sömuleiðis verið að biðja kjósendur um að taka þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar seinna á árinu og í kosningu um sæti í Hæstarétti Wisconsin. Það er vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem tekin var í gær um að ríkisstjóri Wisconsin geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að fresta kosningum. Repúblikanar vildu ekki fresta kosningunum Málið á sér þó nokkurn aðdraganda. Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin og Demókrati, hefur verið ragur við að fresta forvalinu, vegna mótstöðu Repúblikana, sem eru í meirihluta í þingi ríksins. Repúblikanar eru sömuleiðis í meirihluta Hæstaréttar Wisconsin. Þegar Evers gaf út tilskipun í gærkvöldi um að fresta ætti kosningunum þvert á mótmæli Repúblikana í þinginu, tók það Hæstarétt Wisconsin einungis fjórar klukkustundir að gefa út úrskurð um að Evers gæti ekki frestað kosningunum án aðkomu þingsins. Ríkisstjórinn sjálfur hafði þó dregið það í efa og þess vegna hafði hann ekki reynt það fyrr. Hæstiréttur Bandaríkjanna fylgdi því svo eftir skömmu seinna og sneri við úrskurði lægri dómstóls sem lengdi tímabilið sem tekið yrði á móti utankjörfundaratkvæðum. Sá úrskurður fylgdi einnig flokkslínum, 5-4. Ruth Bader Ginsburg, sem skipuð var af Demókrata, mótmælti þeirri niðurstöðu og gagnrýndi meirihluta dómara. Hún sagði heimsfaraldurinn hafa þegar leitt til gífurlegrar fjölgunar í utankjörfundaratkvæðum og nú yrði ljóst að atkvæði þúsunda kjósenda myndu ekki skila sér. Frambjóðendurnir Joe Biden og Bernie Sanders voru báðir samþykkir því að kosningunum yrði frestað og segja hættulegt að svo verði ekki. Íbúar Wisconsin mótmæla ákvörðun Hæstaréttar ríkisins.AP/Amber Arnold Repúblikanar vilja minni þátttöku Vegna smithættunnar hafa þúsundir sjálfboðaliða hætt við að hjálpa við framkvæmd þeirra. Til marks um þá miklu manneklu sem hefur myndast hafa yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, fækkað kjörstöðum úr 180 í fimm. Þjóðvarðlið Wisconsin hefur verið kallað út til að hjálpa til við framkvæmd kosninganna. Repúblikanar eru sannfærðir um að lægri þátttaka í kosningunum, og þá sérstaklega í fjölmennum byggðum eins og Milwaukee, muni hagnast þeirra frambjóðanda til Hæstaréttar ríkisins. Strjálbýlli svæði, þar sem kjósendur eru líklegri til að aðhyllast Repúblikanaflokknum, verða fyrir minni truflunum. Mikið deilt í Wisconsin Stjórnmálin í Wisconsin hafa harðnað mikið á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, vann ríkið í kosningunum 2016 með einungis 26 þúsund atkvæðum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, hafði talið sigur sinn þar öruggan og heimsótti ríkið ekki í kosningabaráttunni. Til marks um breytinguna hafa allir stærstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins, auk Barack Obama, fyrrverandi forseta, heimsótt ríkið á undanförnum mánuðum. Margir Repúblikanar telja Wisconsin vera ríkið sem færði Trump lyklana að Hvíta húsinu og í síðustu kosningum hafa báðir flokkar varið gífurlegum fjármunum í kosningabaráttu þar. Þingkosningarnar 2018 þóttu sérstaklega grimmilegar. Trump sjálfur hefur tekið þátt í deilunum um kosningarnar í Wisconsin. Hann sakaði til að mynda Evers um bellibrögð, þegar hann reyndi að fresta kosingunum og hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttuni. Í nótt tísti hann til að mynda stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda Repúblikanaflokksins til Hæstaréttar. Vote today, Tuesday, for highly respected Republican, Justice Daniel Kelly. Tough on Crime, loves your Military, Vets, Farmers, & will save your 2nd Amendment. A BIG VOTE! https://t.co/1FPYjzZCoH— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira