Bjóst við svona hegðun frá „harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum“ en ekki Borgarleikhúsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 13:47 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Hann heitir því að VR muni sækja mál þeirra starfsmanna leikhússins, sem leitað hafa til VR vegna málsins, á öllum dómstigum ef þarf. VR sendi frá sér ályktun í dag þar sem þess var krafist að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45 prósent starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun, samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. Fullyrt var í ályktuninni að umræddir starfsmenn hefðu ekki fengið greidd laun fyrir aprílmánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu er von á tilkynningu frá stjórnendum vegna málsins í dag. Dapurleg framkoma „Þessi ótrúlega ósvífna framkoma sem stjórnendur Borgarleikhússins sýna þessu fólki, fólkinu á gólfinu, hún er bara viðbjóðsleg í einu orði sagt. Að þú getir leyft þér að henda fólki út eins og rusli og borga því ekki laun. Þannig virkar þetta ekki,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann segir að alls hafi sautján starfsmenn leikhússins í undir 45 prósent starfshlutfalli leitað til VR vegna málsins. Þetta séu starfsmenn sem sinni ýmsum störfum í leikhúsinu; afgreiðslu, miðasölu og annarri þjónustu. „Þetta er dapurleg framkoma. Sérstaklega hjá svona stofnun eins og leikhúsið er, sem hefur sannarlega verið að berjast fyrir listinni og tilveru hennar og kjörum fólks. Hér er um að ræða fólkið á gólfinu, námsmenn, fólk í hlutastörfum, fólk sem er undir 45 prósent hlutastarfi og nær ekki inn í hlutabótaleiðina. Stjórnendur Borgarleikhússins geta ekki leyft sér að koma fram með þessum hætti og fara á skjön við leikreglur vinnumarkaðsins á ofboðslega veikum grunni.“ Ragnar Þór segir að samkvæmt upplýsingum VR hafi Borgarleikhúsið neitað umræddum starfsmönnum um lögbundinn uppsagnarfrest. Með framgöngu sinni fari stjórnendur á skjön við reglur vinnumarkaðarins. „Þetta starfsfólk fær ekki uppsagnarfrest, þarna er sambandið rofið. Þetta fólk á rétt á uppsögn eins og aðrir starfsmenn og á rétt á sínum uppsagnarfresti og greiðslu í uppsagnarfresti. Það á að fá sín laun nema um önnur starfslok sé samið samkvæmt lögum um vinnurétt. En þarna er fólki hent út fyrirvaralaust, fær ekki greidd laun um mánaðamót og því er bara sagt að fara niður í Vinnumálastofnun og skrá sig á atvinnuleysisbætur. Þetta fólk er ekkert að fá útborgað um mánaðamótin.“ Segir engu máli skipta að starfsemin liggi niðri Starfsemi Borgarleikhússins hefur verið í algjöru lágmarki, og að stórum hluta legið alveg niðri, á meðan samkomubanninu stendur. Ekki hafa verið almennar sýningar í húsinu síðan í mars og þær eru ekki á dagskrá aftur fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Ragnar Þór segir það ekki skipta neinu máli að engin starfsemi hafi verið hjá fyrirtækinu í apríl, launatímabilinu sem um ræðir. „Þannig virkar þetta ekki og við munum sækja rétt þessa fólks á öllum dómstigum ef þarf, þar sem stjórnendur Borgarleikhússins hafa ekki svarað okkur um beiðni um fund til að ræða málin og komast að niðurstöðu, og gera þeim grein fyrir raunverulega réttarstöðu. Því það er enginn ágreiningur um túlkun laga um vinnurétt hvað þetta varðar hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. „Ég hefði trúað því að þetta gæti væri fyrirtæki sem væri rekið af harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum. En ekki Borgarleikhúsinu, ég átti ekki von á þessu.“ Vinnumarkaður Kjaramál Leikhús Tengdar fréttir Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Hann heitir því að VR muni sækja mál þeirra starfsmanna leikhússins, sem leitað hafa til VR vegna málsins, á öllum dómstigum ef þarf. VR sendi frá sér ályktun í dag þar sem þess var krafist að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45 prósent starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun, samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. Fullyrt var í ályktuninni að umræddir starfsmenn hefðu ekki fengið greidd laun fyrir aprílmánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu er von á tilkynningu frá stjórnendum vegna málsins í dag. Dapurleg framkoma „Þessi ótrúlega ósvífna framkoma sem stjórnendur Borgarleikhússins sýna þessu fólki, fólkinu á gólfinu, hún er bara viðbjóðsleg í einu orði sagt. Að þú getir leyft þér að henda fólki út eins og rusli og borga því ekki laun. Þannig virkar þetta ekki,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann segir að alls hafi sautján starfsmenn leikhússins í undir 45 prósent starfshlutfalli leitað til VR vegna málsins. Þetta séu starfsmenn sem sinni ýmsum störfum í leikhúsinu; afgreiðslu, miðasölu og annarri þjónustu. „Þetta er dapurleg framkoma. Sérstaklega hjá svona stofnun eins og leikhúsið er, sem hefur sannarlega verið að berjast fyrir listinni og tilveru hennar og kjörum fólks. Hér er um að ræða fólkið á gólfinu, námsmenn, fólk í hlutastörfum, fólk sem er undir 45 prósent hlutastarfi og nær ekki inn í hlutabótaleiðina. Stjórnendur Borgarleikhússins geta ekki leyft sér að koma fram með þessum hætti og fara á skjön við leikreglur vinnumarkaðsins á ofboðslega veikum grunni.“ Ragnar Þór segir að samkvæmt upplýsingum VR hafi Borgarleikhúsið neitað umræddum starfsmönnum um lögbundinn uppsagnarfrest. Með framgöngu sinni fari stjórnendur á skjön við reglur vinnumarkaðarins. „Þetta starfsfólk fær ekki uppsagnarfrest, þarna er sambandið rofið. Þetta fólk á rétt á uppsögn eins og aðrir starfsmenn og á rétt á sínum uppsagnarfresti og greiðslu í uppsagnarfresti. Það á að fá sín laun nema um önnur starfslok sé samið samkvæmt lögum um vinnurétt. En þarna er fólki hent út fyrirvaralaust, fær ekki greidd laun um mánaðamót og því er bara sagt að fara niður í Vinnumálastofnun og skrá sig á atvinnuleysisbætur. Þetta fólk er ekkert að fá útborgað um mánaðamótin.“ Segir engu máli skipta að starfsemin liggi niðri Starfsemi Borgarleikhússins hefur verið í algjöru lágmarki, og að stórum hluta legið alveg niðri, á meðan samkomubanninu stendur. Ekki hafa verið almennar sýningar í húsinu síðan í mars og þær eru ekki á dagskrá aftur fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Ragnar Þór segir það ekki skipta neinu máli að engin starfsemi hafi verið hjá fyrirtækinu í apríl, launatímabilinu sem um ræðir. „Þannig virkar þetta ekki og við munum sækja rétt þessa fólks á öllum dómstigum ef þarf, þar sem stjórnendur Borgarleikhússins hafa ekki svarað okkur um beiðni um fund til að ræða málin og komast að niðurstöðu, og gera þeim grein fyrir raunverulega réttarstöðu. Því það er enginn ágreiningur um túlkun laga um vinnurétt hvað þetta varðar hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. „Ég hefði trúað því að þetta gæti væri fyrirtæki sem væri rekið af harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum. En ekki Borgarleikhúsinu, ég átti ekki von á þessu.“
Vinnumarkaður Kjaramál Leikhús Tengdar fréttir Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent