Stórfiskaleikur í Tyrklandi vakti ekki mikla lukku hjá Kára Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 19:00 Kári á leik á HM 2018 en hann hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. vísir/getty Kári Árnason segir að hann hefði ekki getað verið í meira en eitt ár hjá Gençlerbirliği í Tyrklandi. Hann segir að æfingarnar hafi verið oft á tíðum verið furðulegar og viðeran ansi mikil. Kári var gestur í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir víðan völl en hann leikur nú með Víkingi í Pepsi Max-deild karla eftir fjórtán ára feril í atvinnumennsku. Síðasta lið Kára í atvinnumennsku var Gençlerbirliği í Tyrklandi þar sem hann lék þrettán leiki. Kári segir að hann hafi ekki getað annað tímabil. „Ég hefði ekki haldið lengur út í Tyrklandi en eitt ár. Það er svoleiðis. Þeir eru rosalega sérstakir. Æfingarnar eru allt öðruvísi. Þeir eru góðir í fótbolta og það fer ekkert á milli mála en upphitunin var einhverjir leikir sem þeim fannst rosalega skemmtilegir,“ sagði Kári og hélt áfram: „Það var stórfiskaleikur og það var orðið alveg vel þreytt eftir tvær vikur. Svo hélt það bara áfram. Inn og út um gluggann var mikið notað. Þetta hljómar eins og sjötti flokkur.“ Tyrkirnir eru ekki mikið að treysta sínum leikmönnum og því þurftu Kári og félagar að dúsa nær allan daginn á hóteli liðsins, án þess að hafa neitt fyrir stafni. „Svo var viðveran rosaleg. Öll liðin eru með hótel á æfingasvæðinu. Þú þarft að vera þar inn á herbergi tvo tíma fyrir æfingu og svo þrjá til fjóra tíma eftir æfingu. Þú ert kominn heim klukkan sex þegar þú hefðir getað komið heim í hádeginu.“ „Það voru sex frídagar. Frídagarnir voru þannig að þú þurftir að koma á æfingasvæðið og réðst hvað þú gerðir. Þú gast bara hangið upp á herbergi. Þeir treysta ekkert leikmönnunum til að vera ekki í einhverju bulli og vilja hafa þá á æfingasvæðinu allan daginn,“ sgaði varnarjaxlinn. Klippa: Sportið í dag - Kári um Tyrkland Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Tyrkland Sportið í dag Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjá meira
Kári Árnason segir að hann hefði ekki getað verið í meira en eitt ár hjá Gençlerbirliği í Tyrklandi. Hann segir að æfingarnar hafi verið oft á tíðum verið furðulegar og viðeran ansi mikil. Kári var gestur í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir víðan völl en hann leikur nú með Víkingi í Pepsi Max-deild karla eftir fjórtán ára feril í atvinnumennsku. Síðasta lið Kára í atvinnumennsku var Gençlerbirliği í Tyrklandi þar sem hann lék þrettán leiki. Kári segir að hann hafi ekki getað annað tímabil. „Ég hefði ekki haldið lengur út í Tyrklandi en eitt ár. Það er svoleiðis. Þeir eru rosalega sérstakir. Æfingarnar eru allt öðruvísi. Þeir eru góðir í fótbolta og það fer ekkert á milli mála en upphitunin var einhverjir leikir sem þeim fannst rosalega skemmtilegir,“ sagði Kári og hélt áfram: „Það var stórfiskaleikur og það var orðið alveg vel þreytt eftir tvær vikur. Svo hélt það bara áfram. Inn og út um gluggann var mikið notað. Þetta hljómar eins og sjötti flokkur.“ Tyrkirnir eru ekki mikið að treysta sínum leikmönnum og því þurftu Kári og félagar að dúsa nær allan daginn á hóteli liðsins, án þess að hafa neitt fyrir stafni. „Svo var viðveran rosaleg. Öll liðin eru með hótel á æfingasvæðinu. Þú þarft að vera þar inn á herbergi tvo tíma fyrir æfingu og svo þrjá til fjóra tíma eftir æfingu. Þú ert kominn heim klukkan sex þegar þú hefðir getað komið heim í hádeginu.“ „Það voru sex frídagar. Frídagarnir voru þannig að þú þurftir að koma á æfingasvæðið og réðst hvað þú gerðir. Þú gast bara hangið upp á herbergi. Þeir treysta ekkert leikmönnunum til að vera ekki í einhverju bulli og vilja hafa þá á æfingasvæðinu allan daginn,“ sgaði varnarjaxlinn. Klippa: Sportið í dag - Kári um Tyrkland Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Tyrkland Sportið í dag Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjá meira