Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 15:45 Atkinson á Bandaríkjaþingi í október þegar hann svaraði spurningum þingmanna um kvörtun uppljóstrarans. Allt bendir til þess að Trump forseti hafi rekið hann fyrir að uppfylla lagalega skyldu sína um að greina þinginu frá kvörtuninni. AP/J. Scott Applewhite Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. Ákvörðun Trump um að reka Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, spurðist út seint á föstudagskvöld. Trump þurfti þá að tilkynna leyniþjónustunni um brottreksturinn með þrjátíu daga fyrirvara. Atkinson var þá sendur strax í leyfi. Innri endurskoðendur bandarískra alríkisstofnana eru óháðir eftirlitsmenn sem gæta þess að þær fari að lögum. Þeir eru skipaðir af forseta en eiga að njóta sjálfstæðis til að rannsaka ásakanir um misferli og svik án þess að þurfa að óttast hefndarráðstafanir. Innri endurskoðendur halda oft starfi sínu þrátt fyrir stjórnarskipti, ólíkt mörgum öðrum embættismönnum. Trump skipaði Atkinson árið 2018. Sjá einnig: Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Sem innri endurskoðandi leyniþjónustunnar tók Atkinson við kvörtun starfsmanns leyniþjónustunnar vegna símtals Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í ágúst í fyrra. Taldi starfsmaður leyniþjónustunnar að Trump hefði misbeitt valdi sínu þegar hann reyndi að fá Zelenskíj til að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Lögum samkvæmt bar Atkinson að tilkynna Bandaríkjaþingi um kvörtunina ef hann teldi hana trúverðuga og áríðandi. Hvíta húsið var því andsnúið og því greindi Atkinson þinginu aðeins frá tilvist kvörtunarinnar en ekki efni. Þegar fregnir bárust af kvörtuninni neyddist Hvíta húsið til að gefa upp efni hennar undir miklum pólitískum þrýstingi. Trump er sagður hafa kennt Atkinson um að hafa látið þingið vita af kvörtuninni. Fulltrúadeild þingsins hóf í kjölfarið rannsókn á hvort Trump hefði framið embættisbrot í samskipunum við Úkraínu. Hann var kærður fyrir embættisbrot í desember en sýknaður í öldungadeildinni í febrúar. Fór hörðum orðum um Atkinson á blaðamannafundi Atkinson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti vonbrigðum með að Trump hafi rekið hann vegna þess að forsetinn treysti honum ekki lengur. „Það er erfitt að hugsa ekki að það að forsetinn hafi misst traust á mér stafi af því að ég hafi uppfyllt lagalegar skyldur mínar af heilindum sem sjálfstæður og óhlutdrægur innri endurskoðandi,“ sagði Atkinson í yfirlýsingunni en hvatti uppljóstrara til þess láta atburðina ekki fæla sig frá því að stíga fram. Washington Post segir afar óvanalegt að innri endurskoðendur tjái sig þegar þeir eru leystir frá störfum. Kringumstæðurnar nú séu að sama skapi afar óvenjulegar þar sem forsetar reka yfirleitt aðeins slíka eftirlitsaðila hafi þeir gerst sekir um misferli í starfi. Ekkert hefur komið fram um að Trump telji Atkinson hafa brotið af sér í starfi. Í bréfi sínu til Bandaríkjaþings á föstudag sagði Trump aðeins að innri endurskoðendur þyrftu að njóta fyllsta trausts forsetans og að það væri ekki tilfellið hvað Atkinson varðaði. „Mér fannst hann standa sig hræðilega, algerlega hræðilega,“ sagði Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn á laugardag. „Maðurinn er skömm fyrir innri endurskoðendur,“ fullyrti forsetinn. Gaf Trump sterklega í skyn að hann hefði rekið Atkinson í hefndarskyni. Kvartaði forsetinn undan því að Atkinson hefði ekki borið kvörtun uppljóstrarans undir sig jafnvel þó að það sé ekki hlutverk innri endurskoðanda. „Hann tók falska skýrslu og fór með hana til þingsins með neyð, allt í lagi? Ekki mikill aðdáandi Trump, ég get sagt ykkur það,“ sagði forsetinn. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að uppljóstrarinn hafi gefið falska mynd af samskiptum hans við Zelenskíj Úkraínuforseta. Þvert á móti staðfesti minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft meginumkvörtun uppljóstrarans að Trump hafi þrýst á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Sagður hafa unnið af heilindum Brottrekstrinum hefur verið mótmælt, bæði af þingmönnum demókrata, og fyrrverandi leyniþjónustumönnum úr tíð fyrri ríkisstjórna repúblikana. Charles Grassley, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður þingmannahóps um vernd uppljóstrara, segist hafa kallað eftir frekari upplýsingum um brottrekstur Atkinson. Michael Horowitz, innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins og formaður siðanefndar innri endurskoðenda, sagði í yfirlýsingu um helgina að Atkinson væri þekktur fyrir heilindi, fagmennsku og trúmennsku við réttarríkið og óháð eftirlit. Það ætti við í Úkraínumálinu. Benti Horowitz að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) hafi lýst vinnubrögðum Atkinson sem „eftir bókinni og í samræmi við lög“ í framburði fyrir þingnefnd. Hefndir eftir sýknu Trump hefur þegar komið fram hefndum gegn mörgum þeim sem hann kennir um kæruna fyrir embættisbrot vegna Úkraínuhneykslisins. Þannig var Alexander Vindman, sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu, leiddur út úr Hvíta húsinu af öryggisvörðum daginn eftir að Trump var sýknaður. Vindman, sem hlýddi á símtal Trump og Zelenskíj, hafði borið vitni um að honum hafi fundist símtalið óviðeigandi. Tvíburabróðir Vindman sem einnig starfaði í Hvíta húsinu en hafði enga aðkomu að rannsókn þingsins var einnig rekinn á sama tíma. Skömmu síðar rak Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sem hafði að miklu leyti verið milliliður forsetans í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Auk þess hafa Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum ítrekað reynt að afhjúpa einstaklinga sem þeir halda því fram að séu uppljóstrarinn innan leyniþjónustunnar. Bandaríkin Donald Trump Samskipti Trump og Úkraínuforseta Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. Ákvörðun Trump um að reka Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, spurðist út seint á föstudagskvöld. Trump þurfti þá að tilkynna leyniþjónustunni um brottreksturinn með þrjátíu daga fyrirvara. Atkinson var þá sendur strax í leyfi. Innri endurskoðendur bandarískra alríkisstofnana eru óháðir eftirlitsmenn sem gæta þess að þær fari að lögum. Þeir eru skipaðir af forseta en eiga að njóta sjálfstæðis til að rannsaka ásakanir um misferli og svik án þess að þurfa að óttast hefndarráðstafanir. Innri endurskoðendur halda oft starfi sínu þrátt fyrir stjórnarskipti, ólíkt mörgum öðrum embættismönnum. Trump skipaði Atkinson árið 2018. Sjá einnig: Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Sem innri endurskoðandi leyniþjónustunnar tók Atkinson við kvörtun starfsmanns leyniþjónustunnar vegna símtals Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í ágúst í fyrra. Taldi starfsmaður leyniþjónustunnar að Trump hefði misbeitt valdi sínu þegar hann reyndi að fá Zelenskíj til að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Lögum samkvæmt bar Atkinson að tilkynna Bandaríkjaþingi um kvörtunina ef hann teldi hana trúverðuga og áríðandi. Hvíta húsið var því andsnúið og því greindi Atkinson þinginu aðeins frá tilvist kvörtunarinnar en ekki efni. Þegar fregnir bárust af kvörtuninni neyddist Hvíta húsið til að gefa upp efni hennar undir miklum pólitískum þrýstingi. Trump er sagður hafa kennt Atkinson um að hafa látið þingið vita af kvörtuninni. Fulltrúadeild þingsins hóf í kjölfarið rannsókn á hvort Trump hefði framið embættisbrot í samskipunum við Úkraínu. Hann var kærður fyrir embættisbrot í desember en sýknaður í öldungadeildinni í febrúar. Fór hörðum orðum um Atkinson á blaðamannafundi Atkinson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti vonbrigðum með að Trump hafi rekið hann vegna þess að forsetinn treysti honum ekki lengur. „Það er erfitt að hugsa ekki að það að forsetinn hafi misst traust á mér stafi af því að ég hafi uppfyllt lagalegar skyldur mínar af heilindum sem sjálfstæður og óhlutdrægur innri endurskoðandi,“ sagði Atkinson í yfirlýsingunni en hvatti uppljóstrara til þess láta atburðina ekki fæla sig frá því að stíga fram. Washington Post segir afar óvanalegt að innri endurskoðendur tjái sig þegar þeir eru leystir frá störfum. Kringumstæðurnar nú séu að sama skapi afar óvenjulegar þar sem forsetar reka yfirleitt aðeins slíka eftirlitsaðila hafi þeir gerst sekir um misferli í starfi. Ekkert hefur komið fram um að Trump telji Atkinson hafa brotið af sér í starfi. Í bréfi sínu til Bandaríkjaþings á föstudag sagði Trump aðeins að innri endurskoðendur þyrftu að njóta fyllsta trausts forsetans og að það væri ekki tilfellið hvað Atkinson varðaði. „Mér fannst hann standa sig hræðilega, algerlega hræðilega,“ sagði Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn á laugardag. „Maðurinn er skömm fyrir innri endurskoðendur,“ fullyrti forsetinn. Gaf Trump sterklega í skyn að hann hefði rekið Atkinson í hefndarskyni. Kvartaði forsetinn undan því að Atkinson hefði ekki borið kvörtun uppljóstrarans undir sig jafnvel þó að það sé ekki hlutverk innri endurskoðanda. „Hann tók falska skýrslu og fór með hana til þingsins með neyð, allt í lagi? Ekki mikill aðdáandi Trump, ég get sagt ykkur það,“ sagði forsetinn. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að uppljóstrarinn hafi gefið falska mynd af samskiptum hans við Zelenskíj Úkraínuforseta. Þvert á móti staðfesti minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft meginumkvörtun uppljóstrarans að Trump hafi þrýst á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Sagður hafa unnið af heilindum Brottrekstrinum hefur verið mótmælt, bæði af þingmönnum demókrata, og fyrrverandi leyniþjónustumönnum úr tíð fyrri ríkisstjórna repúblikana. Charles Grassley, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður þingmannahóps um vernd uppljóstrara, segist hafa kallað eftir frekari upplýsingum um brottrekstur Atkinson. Michael Horowitz, innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins og formaður siðanefndar innri endurskoðenda, sagði í yfirlýsingu um helgina að Atkinson væri þekktur fyrir heilindi, fagmennsku og trúmennsku við réttarríkið og óháð eftirlit. Það ætti við í Úkraínumálinu. Benti Horowitz að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) hafi lýst vinnubrögðum Atkinson sem „eftir bókinni og í samræmi við lög“ í framburði fyrir þingnefnd. Hefndir eftir sýknu Trump hefur þegar komið fram hefndum gegn mörgum þeim sem hann kennir um kæruna fyrir embættisbrot vegna Úkraínuhneykslisins. Þannig var Alexander Vindman, sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu, leiddur út úr Hvíta húsinu af öryggisvörðum daginn eftir að Trump var sýknaður. Vindman, sem hlýddi á símtal Trump og Zelenskíj, hafði borið vitni um að honum hafi fundist símtalið óviðeigandi. Tvíburabróðir Vindman sem einnig starfaði í Hvíta húsinu en hafði enga aðkomu að rannsókn þingsins var einnig rekinn á sama tíma. Skömmu síðar rak Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sem hafði að miklu leyti verið milliliður forsetans í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Auk þess hafa Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum ítrekað reynt að afhjúpa einstaklinga sem þeir halda því fram að séu uppljóstrarinn innan leyniþjónustunnar.
Bandaríkin Donald Trump Samskipti Trump og Úkraínuforseta Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent