Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 15:45 Atkinson á Bandaríkjaþingi í október þegar hann svaraði spurningum þingmanna um kvörtun uppljóstrarans. Allt bendir til þess að Trump forseti hafi rekið hann fyrir að uppfylla lagalega skyldu sína um að greina þinginu frá kvörtuninni. AP/J. Scott Applewhite Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. Ákvörðun Trump um að reka Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, spurðist út seint á föstudagskvöld. Trump þurfti þá að tilkynna leyniþjónustunni um brottreksturinn með þrjátíu daga fyrirvara. Atkinson var þá sendur strax í leyfi. Innri endurskoðendur bandarískra alríkisstofnana eru óháðir eftirlitsmenn sem gæta þess að þær fari að lögum. Þeir eru skipaðir af forseta en eiga að njóta sjálfstæðis til að rannsaka ásakanir um misferli og svik án þess að þurfa að óttast hefndarráðstafanir. Innri endurskoðendur halda oft starfi sínu þrátt fyrir stjórnarskipti, ólíkt mörgum öðrum embættismönnum. Trump skipaði Atkinson árið 2018. Sjá einnig: Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Sem innri endurskoðandi leyniþjónustunnar tók Atkinson við kvörtun starfsmanns leyniþjónustunnar vegna símtals Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í ágúst í fyrra. Taldi starfsmaður leyniþjónustunnar að Trump hefði misbeitt valdi sínu þegar hann reyndi að fá Zelenskíj til að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Lögum samkvæmt bar Atkinson að tilkynna Bandaríkjaþingi um kvörtunina ef hann teldi hana trúverðuga og áríðandi. Hvíta húsið var því andsnúið og því greindi Atkinson þinginu aðeins frá tilvist kvörtunarinnar en ekki efni. Þegar fregnir bárust af kvörtuninni neyddist Hvíta húsið til að gefa upp efni hennar undir miklum pólitískum þrýstingi. Trump er sagður hafa kennt Atkinson um að hafa látið þingið vita af kvörtuninni. Fulltrúadeild þingsins hóf í kjölfarið rannsókn á hvort Trump hefði framið embættisbrot í samskipunum við Úkraínu. Hann var kærður fyrir embættisbrot í desember en sýknaður í öldungadeildinni í febrúar. Fór hörðum orðum um Atkinson á blaðamannafundi Atkinson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti vonbrigðum með að Trump hafi rekið hann vegna þess að forsetinn treysti honum ekki lengur. „Það er erfitt að hugsa ekki að það að forsetinn hafi misst traust á mér stafi af því að ég hafi uppfyllt lagalegar skyldur mínar af heilindum sem sjálfstæður og óhlutdrægur innri endurskoðandi,“ sagði Atkinson í yfirlýsingunni en hvatti uppljóstrara til þess láta atburðina ekki fæla sig frá því að stíga fram. Washington Post segir afar óvanalegt að innri endurskoðendur tjái sig þegar þeir eru leystir frá störfum. Kringumstæðurnar nú séu að sama skapi afar óvenjulegar þar sem forsetar reka yfirleitt aðeins slíka eftirlitsaðila hafi þeir gerst sekir um misferli í starfi. Ekkert hefur komið fram um að Trump telji Atkinson hafa brotið af sér í starfi. Í bréfi sínu til Bandaríkjaþings á föstudag sagði Trump aðeins að innri endurskoðendur þyrftu að njóta fyllsta trausts forsetans og að það væri ekki tilfellið hvað Atkinson varðaði. „Mér fannst hann standa sig hræðilega, algerlega hræðilega,“ sagði Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn á laugardag. „Maðurinn er skömm fyrir innri endurskoðendur,“ fullyrti forsetinn. Gaf Trump sterklega í skyn að hann hefði rekið Atkinson í hefndarskyni. Kvartaði forsetinn undan því að Atkinson hefði ekki borið kvörtun uppljóstrarans undir sig jafnvel þó að það sé ekki hlutverk innri endurskoðanda. „Hann tók falska skýrslu og fór með hana til þingsins með neyð, allt í lagi? Ekki mikill aðdáandi Trump, ég get sagt ykkur það,“ sagði forsetinn. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að uppljóstrarinn hafi gefið falska mynd af samskiptum hans við Zelenskíj Úkraínuforseta. Þvert á móti staðfesti minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft meginumkvörtun uppljóstrarans að Trump hafi þrýst á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Sagður hafa unnið af heilindum Brottrekstrinum hefur verið mótmælt, bæði af þingmönnum demókrata, og fyrrverandi leyniþjónustumönnum úr tíð fyrri ríkisstjórna repúblikana. Charles Grassley, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður þingmannahóps um vernd uppljóstrara, segist hafa kallað eftir frekari upplýsingum um brottrekstur Atkinson. Michael Horowitz, innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins og formaður siðanefndar innri endurskoðenda, sagði í yfirlýsingu um helgina að Atkinson væri þekktur fyrir heilindi, fagmennsku og trúmennsku við réttarríkið og óháð eftirlit. Það ætti við í Úkraínumálinu. Benti Horowitz að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) hafi lýst vinnubrögðum Atkinson sem „eftir bókinni og í samræmi við lög“ í framburði fyrir þingnefnd. Hefndir eftir sýknu Trump hefur þegar komið fram hefndum gegn mörgum þeim sem hann kennir um kæruna fyrir embættisbrot vegna Úkraínuhneykslisins. Þannig var Alexander Vindman, sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu, leiddur út úr Hvíta húsinu af öryggisvörðum daginn eftir að Trump var sýknaður. Vindman, sem hlýddi á símtal Trump og Zelenskíj, hafði borið vitni um að honum hafi fundist símtalið óviðeigandi. Tvíburabróðir Vindman sem einnig starfaði í Hvíta húsinu en hafði enga aðkomu að rannsókn þingsins var einnig rekinn á sama tíma. Skömmu síðar rak Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sem hafði að miklu leyti verið milliliður forsetans í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Auk þess hafa Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum ítrekað reynt að afhjúpa einstaklinga sem þeir halda því fram að séu uppljóstrarinn innan leyniþjónustunnar. Bandaríkin Donald Trump Samskipti Trump og Úkraínuforseta Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. Ákvörðun Trump um að reka Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, spurðist út seint á föstudagskvöld. Trump þurfti þá að tilkynna leyniþjónustunni um brottreksturinn með þrjátíu daga fyrirvara. Atkinson var þá sendur strax í leyfi. Innri endurskoðendur bandarískra alríkisstofnana eru óháðir eftirlitsmenn sem gæta þess að þær fari að lögum. Þeir eru skipaðir af forseta en eiga að njóta sjálfstæðis til að rannsaka ásakanir um misferli og svik án þess að þurfa að óttast hefndarráðstafanir. Innri endurskoðendur halda oft starfi sínu þrátt fyrir stjórnarskipti, ólíkt mörgum öðrum embættismönnum. Trump skipaði Atkinson árið 2018. Sjá einnig: Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Sem innri endurskoðandi leyniþjónustunnar tók Atkinson við kvörtun starfsmanns leyniþjónustunnar vegna símtals Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í ágúst í fyrra. Taldi starfsmaður leyniþjónustunnar að Trump hefði misbeitt valdi sínu þegar hann reyndi að fá Zelenskíj til að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Lögum samkvæmt bar Atkinson að tilkynna Bandaríkjaþingi um kvörtunina ef hann teldi hana trúverðuga og áríðandi. Hvíta húsið var því andsnúið og því greindi Atkinson þinginu aðeins frá tilvist kvörtunarinnar en ekki efni. Þegar fregnir bárust af kvörtuninni neyddist Hvíta húsið til að gefa upp efni hennar undir miklum pólitískum þrýstingi. Trump er sagður hafa kennt Atkinson um að hafa látið þingið vita af kvörtuninni. Fulltrúadeild þingsins hóf í kjölfarið rannsókn á hvort Trump hefði framið embættisbrot í samskipunum við Úkraínu. Hann var kærður fyrir embættisbrot í desember en sýknaður í öldungadeildinni í febrúar. Fór hörðum orðum um Atkinson á blaðamannafundi Atkinson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti vonbrigðum með að Trump hafi rekið hann vegna þess að forsetinn treysti honum ekki lengur. „Það er erfitt að hugsa ekki að það að forsetinn hafi misst traust á mér stafi af því að ég hafi uppfyllt lagalegar skyldur mínar af heilindum sem sjálfstæður og óhlutdrægur innri endurskoðandi,“ sagði Atkinson í yfirlýsingunni en hvatti uppljóstrara til þess láta atburðina ekki fæla sig frá því að stíga fram. Washington Post segir afar óvanalegt að innri endurskoðendur tjái sig þegar þeir eru leystir frá störfum. Kringumstæðurnar nú séu að sama skapi afar óvenjulegar þar sem forsetar reka yfirleitt aðeins slíka eftirlitsaðila hafi þeir gerst sekir um misferli í starfi. Ekkert hefur komið fram um að Trump telji Atkinson hafa brotið af sér í starfi. Í bréfi sínu til Bandaríkjaþings á föstudag sagði Trump aðeins að innri endurskoðendur þyrftu að njóta fyllsta trausts forsetans og að það væri ekki tilfellið hvað Atkinson varðaði. „Mér fannst hann standa sig hræðilega, algerlega hræðilega,“ sagði Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn á laugardag. „Maðurinn er skömm fyrir innri endurskoðendur,“ fullyrti forsetinn. Gaf Trump sterklega í skyn að hann hefði rekið Atkinson í hefndarskyni. Kvartaði forsetinn undan því að Atkinson hefði ekki borið kvörtun uppljóstrarans undir sig jafnvel þó að það sé ekki hlutverk innri endurskoðanda. „Hann tók falska skýrslu og fór með hana til þingsins með neyð, allt í lagi? Ekki mikill aðdáandi Trump, ég get sagt ykkur það,“ sagði forsetinn. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að uppljóstrarinn hafi gefið falska mynd af samskiptum hans við Zelenskíj Úkraínuforseta. Þvert á móti staðfesti minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft meginumkvörtun uppljóstrarans að Trump hafi þrýst á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Sagður hafa unnið af heilindum Brottrekstrinum hefur verið mótmælt, bæði af þingmönnum demókrata, og fyrrverandi leyniþjónustumönnum úr tíð fyrri ríkisstjórna repúblikana. Charles Grassley, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður þingmannahóps um vernd uppljóstrara, segist hafa kallað eftir frekari upplýsingum um brottrekstur Atkinson. Michael Horowitz, innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins og formaður siðanefndar innri endurskoðenda, sagði í yfirlýsingu um helgina að Atkinson væri þekktur fyrir heilindi, fagmennsku og trúmennsku við réttarríkið og óháð eftirlit. Það ætti við í Úkraínumálinu. Benti Horowitz að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) hafi lýst vinnubrögðum Atkinson sem „eftir bókinni og í samræmi við lög“ í framburði fyrir þingnefnd. Hefndir eftir sýknu Trump hefur þegar komið fram hefndum gegn mörgum þeim sem hann kennir um kæruna fyrir embættisbrot vegna Úkraínuhneykslisins. Þannig var Alexander Vindman, sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu, leiddur út úr Hvíta húsinu af öryggisvörðum daginn eftir að Trump var sýknaður. Vindman, sem hlýddi á símtal Trump og Zelenskíj, hafði borið vitni um að honum hafi fundist símtalið óviðeigandi. Tvíburabróðir Vindman sem einnig starfaði í Hvíta húsinu en hafði enga aðkomu að rannsókn þingsins var einnig rekinn á sama tíma. Skömmu síðar rak Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sem hafði að miklu leyti verið milliliður forsetans í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Auk þess hafa Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum ítrekað reynt að afhjúpa einstaklinga sem þeir halda því fram að séu uppljóstrarinn innan leyniþjónustunnar.
Bandaríkin Donald Trump Samskipti Trump og Úkraínuforseta Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44