Hver ertu? Sigríður Karlsdóttir skrifar 6. apríl 2020 12:30 Kórónuveiran heimsótti mig í nótt. Að minnsta kosti í myndgervi. Hún var í bláum kjól með sítt svart hár og skærustu augu sem ég hef séð. Kannski er ég búin að vera of lengi heima hjá mér, en ég ætla að deila samtali mínu við hana. Þið sækið þá bara um á viðeigandi stofnun fyrir mig ef ykkur finnst eins og það sé vandamálið. „Hver ertu?“ spyr hún og horfir á mig með stingandi augnaráði. „Ég?“ Ég fékk ekki einu sinni að svara. Ég sá strax að hún var agressíf. „Ertu týpan sem fer út í happy hour með vinkonunum og drepur svo sjötuga konu í úthverfi Reykjavíkur?“ „Vá, ert þú leiði(n)leg eða?“ spyr ég. Finnst hún frekar leiðinleg gella. Hún hélt áfram. „Ert þú konan sem þværð þér ekki, hlærð að hættunum og snertir síðan nokkra kexpakka í Bónus og maðurinn með sykursýkina kaupir svo pakkann og endar í öndunarvél.“ Ég var orðin fokill út í hana. Hvað er að henni? Veit hún ekki að ég hef hangið heima hjá mér í svo marga daga að ég er hætt að klæða mig? „Hver ertu?“ hélt hún áfram. Vá, hún er ógeðslega pirrandi. Ég sagði það við hana. Hún hlustaði ekki. Spurði bara aftur: „Hver ertu?“ „Þegar ég hef tekið í burtu allt sem þú notaðir til að forðast sjálfan þig. Fólk, skemmtanir, utanaðkomandi upplifanir. Hver ertu þá? Hver ertu þegar þú mætir þér? Þarf ég að taka Internetið líka, svo þú getir svarað þessari spurningu?“ Hún var alveg tryllt. Ég svaraði henni að ég hugleiddi nú klukkustund á dag og dansaði og söng meðan ég eldaði. Væri það ekki nóg? Hún horfði á mig eins og ég væri lítill krakki. „Elskan, ef þú getur setið heima hjá þér, án nokkurra skemmtunar og dvalið inn í þér og náð sátt við þig sjálfa í 21 dag - þá fer ég.“ GLÆTAN! Af hverju? Hún horfði enn dýpra inn í augun á mér. „Af því þá sjáið þið ykkar sannleika. Þá hættið þið þessu kjaftæði sem er að tortíma ykkur sjálfum.“ Ok. got the point here! „En af hverju ertu að þröngva þessu upp á mig, mér finnst ég bara ógeðslega góð í þessari tækni þinni.“ „Því þú átt að segja hinum,“ sagði hún og glotti. Fyrsta skiptið sem hún varð aðeins mildari. „Nei ég nenni því ekki. Búin að tala nóg um þetta. Fólk nennir ekki meir. Ég nenni ekki meir.“ Hún tók sig til og ætlaði að fljúga burt. „OOOHHHH, ok þá! Hvað á ég að þá segja við þau???” Sagði ég með pirruðu röddinni minni. Hún var farin á flug og hún ætlaði ekki að svara mér. Ég kallaði enn þá hærra: „Hvað á ég að segja við fólkið?“ Hún sneri höfðinu við - kallaði hátt og skýrt: „Segðu þeim…. ………...að hlýða Víði!“ Svo flaug hún upp í skýin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Kórónuveiran heimsótti mig í nótt. Að minnsta kosti í myndgervi. Hún var í bláum kjól með sítt svart hár og skærustu augu sem ég hef séð. Kannski er ég búin að vera of lengi heima hjá mér, en ég ætla að deila samtali mínu við hana. Þið sækið þá bara um á viðeigandi stofnun fyrir mig ef ykkur finnst eins og það sé vandamálið. „Hver ertu?“ spyr hún og horfir á mig með stingandi augnaráði. „Ég?“ Ég fékk ekki einu sinni að svara. Ég sá strax að hún var agressíf. „Ertu týpan sem fer út í happy hour með vinkonunum og drepur svo sjötuga konu í úthverfi Reykjavíkur?“ „Vá, ert þú leiði(n)leg eða?“ spyr ég. Finnst hún frekar leiðinleg gella. Hún hélt áfram. „Ert þú konan sem þværð þér ekki, hlærð að hættunum og snertir síðan nokkra kexpakka í Bónus og maðurinn með sykursýkina kaupir svo pakkann og endar í öndunarvél.“ Ég var orðin fokill út í hana. Hvað er að henni? Veit hún ekki að ég hef hangið heima hjá mér í svo marga daga að ég er hætt að klæða mig? „Hver ertu?“ hélt hún áfram. Vá, hún er ógeðslega pirrandi. Ég sagði það við hana. Hún hlustaði ekki. Spurði bara aftur: „Hver ertu?“ „Þegar ég hef tekið í burtu allt sem þú notaðir til að forðast sjálfan þig. Fólk, skemmtanir, utanaðkomandi upplifanir. Hver ertu þá? Hver ertu þegar þú mætir þér? Þarf ég að taka Internetið líka, svo þú getir svarað þessari spurningu?“ Hún var alveg tryllt. Ég svaraði henni að ég hugleiddi nú klukkustund á dag og dansaði og söng meðan ég eldaði. Væri það ekki nóg? Hún horfði á mig eins og ég væri lítill krakki. „Elskan, ef þú getur setið heima hjá þér, án nokkurra skemmtunar og dvalið inn í þér og náð sátt við þig sjálfa í 21 dag - þá fer ég.“ GLÆTAN! Af hverju? Hún horfði enn dýpra inn í augun á mér. „Af því þá sjáið þið ykkar sannleika. Þá hættið þið þessu kjaftæði sem er að tortíma ykkur sjálfum.“ Ok. got the point here! „En af hverju ertu að þröngva þessu upp á mig, mér finnst ég bara ógeðslega góð í þessari tækni þinni.“ „Því þú átt að segja hinum,“ sagði hún og glotti. Fyrsta skiptið sem hún varð aðeins mildari. „Nei ég nenni því ekki. Búin að tala nóg um þetta. Fólk nennir ekki meir. Ég nenni ekki meir.“ Hún tók sig til og ætlaði að fljúga burt. „OOOHHHH, ok þá! Hvað á ég að þá segja við þau???” Sagði ég með pirruðu röddinni minni. Hún var farin á flug og hún ætlaði ekki að svara mér. Ég kallaði enn þá hærra: „Hvað á ég að segja við fólkið?“ Hún sneri höfðinu við - kallaði hátt og skýrt: „Segðu þeim…. ………...að hlýða Víði!“ Svo flaug hún upp í skýin.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar