Ferðamálaráðherra segir engar alvöru viðræður í gangi um flugvöll í Hvassahrauni Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2020 12:03 Hér má sjá grafíska mynd sem Icelandair lét gera fyrir mögulegan Hvassahraunsflugvöll. Grafík/Icelandair Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir engar alvöru viðræður eiga sér stað um byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Hún skilji því ekki að Skipulagsstofnun taki mið af flugvelli þar í tillögum sínum um lagningu Suðurlínu tvö á Reykjanesi. Borgarstjóri segir málið hins vegar skoðað í fullri alvöru. Þórdís Kolbrún segir enga alvöru komna í viðræður um flugvöll í Hvassahrauni. Í Fréttablaðinu í dag undrast Þórdís Kolbrún að Skipulagsstofnun telji jarðstreng æskilegasta kostinn fyrir Suðurnesjalínu 2 þrátt fyrir að sú framkvæmd yrði ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Haft er eftir ráðherra að hugmyndum um hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni sé gefið mikið vægi í matinu. Í fréttinni kemur einnig fram að Reykjanesbær og Vogar vilji að Suðurlína 2 verði lögð í jörð. En tekist hefur verið á um málið í tæpan áratug. Þórdís Kolbrún segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki komnar á skrið, engar slíkar hugmyndir séu komnar í skipulag eða byrjað að ræða slíkt af alvöru og óvíst að það verði gert á næstu árum og áratugum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifa undir samkomulag um Hvassahraun.Vísir Hinn 28. nóvember, eða fyrir sex mánuðum, skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undir samkomulag „um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug," eins og segir orðrétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Ríkisstjórnin staðfesti samkomulagið síðan á fundi hinn 7. febrúar. En samgönguráðherra og borgarstjóri höfðu samþykkt að hvor aðili um sig setti hundrað milljónir til rannsókna vegna Hvassahrauns á næstu tveimur árum með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og borgarráðs. Borgarráð samþykkti málið fljótlega eftir undirritun samkomulagsins. Borgarstjóri segir skynsamlegt hjá Skipulagsstofnun að gera ráð fyrir að flugvöllur verði byggður í Hvassahrauni.Vísir/Vilhelm „Jú það er alvara og viðræðum lauk í haust með þeirri niðurstöðu að fara í sameiginlegt verkefni. Að fullkanna þennan kost sem lítur mjög vel út miðað við allar þær veðurathuganir og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið hingað til," segir Dagur. Það væri því skynsamleg langtímahugsun hjá Skipulagsstofnun þegar ráðast eigi í svo mikla fjárfestingu að gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni. Það sé líka í samræmi við vilja sveitarfélaga þar sem raflínan eigi að liggja í gegn. Hann ætli þó ekki að túlka orð iðanaðarráðherra þannig að stjórnvöldum sé ekki alvara með að skoða Hvassahraun sem flugvallarkost. Þessi kostur geti virst fjarlægur í huga fólks. „Um leið og fólk kíkir á gögnin þá sér það hið sama og sameiginlegur hópur hagsmunaaðila, ríkis og borgar komst að síðast liðið haust. Að það væri mjög mikið ábyrgðarleysi að fullkanna ekki Hvassahraunið og ráðast í flugvallagerð þar. Ef niðurstöður rannsókna sýna sem rannsóknir hafa hingað til sýnt; að þetta er frábær kostur sem flugvöllur og varaflugvöllur fyrir þetta svæði," segir Dagur B. Eggertsson. Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir engar alvöru viðræður eiga sér stað um byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Hún skilji því ekki að Skipulagsstofnun taki mið af flugvelli þar í tillögum sínum um lagningu Suðurlínu tvö á Reykjanesi. Borgarstjóri segir málið hins vegar skoðað í fullri alvöru. Þórdís Kolbrún segir enga alvöru komna í viðræður um flugvöll í Hvassahrauni. Í Fréttablaðinu í dag undrast Þórdís Kolbrún að Skipulagsstofnun telji jarðstreng æskilegasta kostinn fyrir Suðurnesjalínu 2 þrátt fyrir að sú framkvæmd yrði ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Haft er eftir ráðherra að hugmyndum um hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni sé gefið mikið vægi í matinu. Í fréttinni kemur einnig fram að Reykjanesbær og Vogar vilji að Suðurlína 2 verði lögð í jörð. En tekist hefur verið á um málið í tæpan áratug. Þórdís Kolbrún segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki komnar á skrið, engar slíkar hugmyndir séu komnar í skipulag eða byrjað að ræða slíkt af alvöru og óvíst að það verði gert á næstu árum og áratugum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifa undir samkomulag um Hvassahraun.Vísir Hinn 28. nóvember, eða fyrir sex mánuðum, skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undir samkomulag „um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug," eins og segir orðrétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Ríkisstjórnin staðfesti samkomulagið síðan á fundi hinn 7. febrúar. En samgönguráðherra og borgarstjóri höfðu samþykkt að hvor aðili um sig setti hundrað milljónir til rannsókna vegna Hvassahrauns á næstu tveimur árum með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og borgarráðs. Borgarráð samþykkti málið fljótlega eftir undirritun samkomulagsins. Borgarstjóri segir skynsamlegt hjá Skipulagsstofnun að gera ráð fyrir að flugvöllur verði byggður í Hvassahrauni.Vísir/Vilhelm „Jú það er alvara og viðræðum lauk í haust með þeirri niðurstöðu að fara í sameiginlegt verkefni. Að fullkanna þennan kost sem lítur mjög vel út miðað við allar þær veðurathuganir og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið hingað til," segir Dagur. Það væri því skynsamleg langtímahugsun hjá Skipulagsstofnun þegar ráðast eigi í svo mikla fjárfestingu að gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni. Það sé líka í samræmi við vilja sveitarfélaga þar sem raflínan eigi að liggja í gegn. Hann ætli þó ekki að túlka orð iðanaðarráðherra þannig að stjórnvöldum sé ekki alvara með að skoða Hvassahraun sem flugvallarkost. Þessi kostur geti virst fjarlægur í huga fólks. „Um leið og fólk kíkir á gögnin þá sér það hið sama og sameiginlegur hópur hagsmunaaðila, ríkis og borgar komst að síðast liðið haust. Að það væri mjög mikið ábyrgðarleysi að fullkanna ekki Hvassahraunið og ráðast í flugvallagerð þar. Ef niðurstöður rannsókna sýna sem rannsóknir hafa hingað til sýnt; að þetta er frábær kostur sem flugvöllur og varaflugvöllur fyrir þetta svæði," segir Dagur B. Eggertsson.
Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira