Fundi flugfreyja og Icelandair framhaldið klukkan 11 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 06:19 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Vísir/Arnar Upp úr klukkan hálftvö í nótt var gert hlé á samningafundi Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands sem hófst klukkan átta í gærkvöldi. Samkvæmt dagskrá á vef ríkissáttasemjara verður fundi framhaldið í kjaradeilunni klukkan 11 en fyrst var greint frá á vef RÚV. Undanfarið hefur verið fundað nokkuð stíft í deilu flugfreyja og Icelandair en þær fyrrnefndu hafa verið án kjarasamnings í um eitt og hálft ár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að mikið beri í milli en forsvarsmenn Icelandair róa nú lífróður til þess að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboði fyrir 22. maí næstkomandi þegar hluthafafundur er hjá félaginu en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur sagt að gera þurfi langtímakjarasamninga við flugstéttir félagsins svo fjárfestar komi að borðinu. Sagði hann í bréfi til starfsmanna um helgina að helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli sé starfsfólkið. Mikil ólga er sögð hafa kviknað á meðal flugfreyja við þau orð forstjórans. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair um samning á rafrænum fundi í dag. Sá samningur var sagður hljóða upp á 18-35% launaskerðingu auk breyting á vaktar- og hvíldartíma. Þá standa yfir viðræður við flugmenn en samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands féllst á kjaraskerðingu á sunnudag. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um þann samning. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Bogi Nils að mikilvægt væri að fyrirtækið gæti sýnt fram á samkeppnishæfni í því sem það hafi stjórn á í sínum rekstri í aðdraganda hlutafjárútboðsins. „Það er algerlega sameiginlegt verkefni okkar starfsmanna Icelandair að ganga frá langtímasamningum því að við erum að fara fram á það við fjárfesta, eða óska eftir því að þeir fjárfesti í félaginu á þessu stigi í mikilli óvissu,“ sagði Bogi og lýsti bjartsýni um að það verkefni gengi eftir. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Upp úr klukkan hálftvö í nótt var gert hlé á samningafundi Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands sem hófst klukkan átta í gærkvöldi. Samkvæmt dagskrá á vef ríkissáttasemjara verður fundi framhaldið í kjaradeilunni klukkan 11 en fyrst var greint frá á vef RÚV. Undanfarið hefur verið fundað nokkuð stíft í deilu flugfreyja og Icelandair en þær fyrrnefndu hafa verið án kjarasamnings í um eitt og hálft ár. Fram hefur komið í fjölmiðlum að mikið beri í milli en forsvarsmenn Icelandair róa nú lífróður til þess að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboði fyrir 22. maí næstkomandi þegar hluthafafundur er hjá félaginu en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur sagt að gera þurfi langtímakjarasamninga við flugstéttir félagsins svo fjárfestar komi að borðinu. Sagði hann í bréfi til starfsmanna um helgina að helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli sé starfsfólkið. Mikil ólga er sögð hafa kviknað á meðal flugfreyja við þau orð forstjórans. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair um samning á rafrænum fundi í dag. Sá samningur var sagður hljóða upp á 18-35% launaskerðingu auk breyting á vaktar- og hvíldartíma. Þá standa yfir viðræður við flugmenn en samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands féllst á kjaraskerðingu á sunnudag. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um þann samning. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Bogi Nils að mikilvægt væri að fyrirtækið gæti sýnt fram á samkeppnishæfni í því sem það hafi stjórn á í sínum rekstri í aðdraganda hlutafjárútboðsins. „Það er algerlega sameiginlegt verkefni okkar starfsmanna Icelandair að ganga frá langtímasamningum því að við erum að fara fram á það við fjárfesta, eða óska eftir því að þeir fjárfesti í félaginu á þessu stigi í mikilli óvissu,“ sagði Bogi og lýsti bjartsýni um að það verkefni gengi eftir.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira