Egill segir frá baráttu sinni við kvíða: „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum“ Andri Eysteinsson skrifar 12. maí 2020 23:39 Egill Helgason sjónvarpsmaður Vísir/Vilhelm Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því í pistli á Facebook síðu sinni í kvöld að hann hafi glímt við kvíða. Egill segir kvíðan vera helvítis mel og ástandið sé líkast því að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Egill sem hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Silfrinu, áður Silfri Egils, og Kiljunni til margra ára á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum skrifar um kvíðann. „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjurnar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni,“ skrifar Egill. Í samtali við DV sagði Egill að tíminn frá lokum apríl 2019 hafi verið sérlega erfiður. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en dottið í niðursveiflu að nýju. „Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram,“ skrifar Egill. Viðbrögðin við færslu Egils láta ekki á sér standa. Egill er vinmargur og hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlabransanum í gegnum árin. Margir senda Agli baráttukveðjur og aðrir þakka honum fyrir að vera svo einlægur. Kærleikskveðjur streyma úr öllum áttum. „Mikið er ég þakklát að miðaldra, dáður, gáfaður, hæfileikaríkur og norrænn maður skuli deila líðan sinni á svona heiðarlegan hátt þannig að það snertir okkur öll. Þetta eykur lýðheilsu þjóðar. Takk og gangi þér vel minn kæri,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Margir tengja við hugsanir Egils. „Vá hvað er gott að fá þetta, svo nákvæmlega svona..... nákvæmlega, takk kærlega elsku vinur,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson talar á svipuðum nótum. „Hjartans þakkir fyrir að deila þessu. Margir kannast við þetta en kunna ekki að koma í orð.“ Söngkonan Svala Björgvins sendir Agli hlýja strauma. „Takk fyrir þessi orð! ég tengi mikið við kvíðann og þetta er oft mjög erfitt og hundleiðinlegt að díla við þetta mikilvægt að halda í þakklætið og núvitundina og hógværðina! og gott að vita að maður er svo sannarlega ekki einn að díla við þetta skrímsli sem kvíðinn getur verið stundum!hugee knús á þig og alla sem díla við þetta.“ Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hvetur Egil til að hvíla sig. „Þetta er innbyggt úr þróunarsögunni, þessi andskoti. Svo við finnum næsta loðfíl. Maður reynir að sussa á þetta og banna því að fiska sér ljótar hugsanir. Hvíldu þig, þú ert örugglega dauðþreyttur. Hefur gefið of mikið af sjálfum þér í allan vetur og áratugum saman. Sviðsljósið slítur manni.“ Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson sendir Agli fallega kveðju og segir „Takk fyrir hugrekkið og ljóslifandi lýsingu. Við gerum öll ómannlegar kröfur til þín og kannski þú líka, enda ertu afburðamaður….Gangii þér vel, við stöndum öll með þér eins og klettur.“ Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því í pistli á Facebook síðu sinni í kvöld að hann hafi glímt við kvíða. Egill segir kvíðan vera helvítis mel og ástandið sé líkast því að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Egill sem hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Silfrinu, áður Silfri Egils, og Kiljunni til margra ára á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum skrifar um kvíðann. „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjurnar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni,“ skrifar Egill. Í samtali við DV sagði Egill að tíminn frá lokum apríl 2019 hafi verið sérlega erfiður. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en dottið í niðursveiflu að nýju. „Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram,“ skrifar Egill. Viðbrögðin við færslu Egils láta ekki á sér standa. Egill er vinmargur og hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlabransanum í gegnum árin. Margir senda Agli baráttukveðjur og aðrir þakka honum fyrir að vera svo einlægur. Kærleikskveðjur streyma úr öllum áttum. „Mikið er ég þakklát að miðaldra, dáður, gáfaður, hæfileikaríkur og norrænn maður skuli deila líðan sinni á svona heiðarlegan hátt þannig að það snertir okkur öll. Þetta eykur lýðheilsu þjóðar. Takk og gangi þér vel minn kæri,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Margir tengja við hugsanir Egils. „Vá hvað er gott að fá þetta, svo nákvæmlega svona..... nákvæmlega, takk kærlega elsku vinur,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson talar á svipuðum nótum. „Hjartans þakkir fyrir að deila þessu. Margir kannast við þetta en kunna ekki að koma í orð.“ Söngkonan Svala Björgvins sendir Agli hlýja strauma. „Takk fyrir þessi orð! ég tengi mikið við kvíðann og þetta er oft mjög erfitt og hundleiðinlegt að díla við þetta mikilvægt að halda í þakklætið og núvitundina og hógværðina! og gott að vita að maður er svo sannarlega ekki einn að díla við þetta skrímsli sem kvíðinn getur verið stundum!hugee knús á þig og alla sem díla við þetta.“ Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hvetur Egil til að hvíla sig. „Þetta er innbyggt úr þróunarsögunni, þessi andskoti. Svo við finnum næsta loðfíl. Maður reynir að sussa á þetta og banna því að fiska sér ljótar hugsanir. Hvíldu þig, þú ert örugglega dauðþreyttur. Hefur gefið of mikið af sjálfum þér í allan vetur og áratugum saman. Sviðsljósið slítur manni.“ Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson sendir Agli fallega kveðju og segir „Takk fyrir hugrekkið og ljóslifandi lýsingu. Við gerum öll ómannlegar kröfur til þín og kannski þú líka, enda ertu afburðamaður….Gangii þér vel, við stöndum öll með þér eins og klettur.“
Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira