Andvaraleysi Alþingis gagnvart utanríkismálum Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 12. maí 2020 13:00 Árleg umræða um skýrslu utanríkisráðherra var á dagskrá Alþingis í síðastliðinni viku. Eina heildstæða umræðan um utanríkismál á Alþingi Íslendinga. Fyrir ári síðan í umræðunni um skýrslu undangengins árs tóku einungis 13 þingmenn þátt. Nú, þegar utanríkismál hafa sjaldan verið mikilvægari fyrir Ísland á tímum heimsfaraldurs og -kreppu, tóku 10 þingmenn þátt í umræðunni. Þar að auki var ræðutími þeirra styttri en síðustu ár. Nokkrir af þeim þingmönnum sem tóku til máls í umræðunni lýstu yfir ónægju sinni með fyrirkomulagið og kölluðu bæði eftir auknum ræðutíma og að umræðunni yrði skipt upp – að þingmönnum yrði ekki gert að ræða yfirgripsmikla 138 blaðsíðna skýrslu utanríkisráðherra um alla anga málaflokksins á einum og sama þingfundinum á takmörkuðum ræðutíma. Af hverju er utanríkismálum ekki gert hærra undir höfði á Alþingi? Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Miðflokkur áttu tvo fulltrúa í umræðunni hver og Samfylking, Viðreisn, Framsókn og Flokkur fólksins einn fulltrúa hver. Þingmenn Pírata tóku ekki þátt í umræðunni. Vert er að geta þess að umræðan var lífleg og áhugaverð og umfjöllunarefnin fjölbreytt. Hrós fá þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni og þar sem þeir eru svo fáir er hreinlega ekkert því til fyrirstöðu að telja þá upp: Ari Trausti Guðmundsson Birgir Þórarinsson Bryndís Haraldsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Gunnar Bragi Sveinsson Logi Einarsson Rósa Björk Brynjólfsdóttir Sigríður Á. Andersen Silja Dögg Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Önnur birtingarmynd andvaraleysis Alþingis gagnvart utanríkismálum er nær algjör ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis sem undirrituð skrifaði grein um hér á Vísi fyrr á árinu. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ljóst er af ofangreindu að svo er ekki raunin í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Alþingi Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Árleg umræða um skýrslu utanríkisráðherra var á dagskrá Alþingis í síðastliðinni viku. Eina heildstæða umræðan um utanríkismál á Alþingi Íslendinga. Fyrir ári síðan í umræðunni um skýrslu undangengins árs tóku einungis 13 þingmenn þátt. Nú, þegar utanríkismál hafa sjaldan verið mikilvægari fyrir Ísland á tímum heimsfaraldurs og -kreppu, tóku 10 þingmenn þátt í umræðunni. Þar að auki var ræðutími þeirra styttri en síðustu ár. Nokkrir af þeim þingmönnum sem tóku til máls í umræðunni lýstu yfir ónægju sinni með fyrirkomulagið og kölluðu bæði eftir auknum ræðutíma og að umræðunni yrði skipt upp – að þingmönnum yrði ekki gert að ræða yfirgripsmikla 138 blaðsíðna skýrslu utanríkisráðherra um alla anga málaflokksins á einum og sama þingfundinum á takmörkuðum ræðutíma. Af hverju er utanríkismálum ekki gert hærra undir höfði á Alþingi? Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Miðflokkur áttu tvo fulltrúa í umræðunni hver og Samfylking, Viðreisn, Framsókn og Flokkur fólksins einn fulltrúa hver. Þingmenn Pírata tóku ekki þátt í umræðunni. Vert er að geta þess að umræðan var lífleg og áhugaverð og umfjöllunarefnin fjölbreytt. Hrós fá þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni og þar sem þeir eru svo fáir er hreinlega ekkert því til fyrirstöðu að telja þá upp: Ari Trausti Guðmundsson Birgir Þórarinsson Bryndís Haraldsdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Gunnar Bragi Sveinsson Logi Einarsson Rósa Björk Brynjólfsdóttir Sigríður Á. Andersen Silja Dögg Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Önnur birtingarmynd andvaraleysis Alþingis gagnvart utanríkismálum er nær algjör ósýnileiki alþjóðastarfs Alþingis sem undirrituð skrifaði grein um hér á Vísi fyrr á árinu. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar landsins leggi tilhlýðilega áherslu á málaflokkinn. Ljóst er af ofangreindu að svo er ekki raunin í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og fv. ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun