Hvetur flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu þrátt fyrir þrýsting Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 21:13 Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Vísir/Vilhelm Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Jón Þór segir Icelandair hafa fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðrar starfsstéttir áður en félaginu verði lagt til fjármagn. Það fjármagn er nauðsynlegt til þess að verja félagið falli. Hann segir einnig að stjórnendur félagsins hafi að undanförnu kynnt FÍA sínar áherslur. Þá segir hann óformlegar viðræður hafa staðið yfir uns þeim var slitið síðdegis í dag. „Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja,“ skrifar Jón Þór í bréfinu. Þá segir hann að það sé samróma álit innan FÍA að Icelandair hafi ekki sýnt fram á mikinn samningsvilja. Félagið hafi hins vegar lagt endurtekið fram sömu kröfur og haldið þeim til streitu, þrátt fyrir andmæli félagsins. „Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert.“ Þá hvetur Jón Þór flugmenn til að halda áfram að sýna samstöðu og heitir því að FÍA muni halda þeim upplýstum um gang mála. Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni. Kæru flugmenn Icelandair. Eins og þið eflaust þekkið þá hafa stjórnendur Icelandair fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðra starfsmenn áður en félaginu verður lagt til nauðsynlegt fjármagn. Þessir sömu stjórnendur hafa nú um hríð kynnt fyrir FÍA sínar áherslur og óformlegar viðræður hafa staðið yfir þangað til fulltrúar félagsins slitu þeim nú síðdegis. Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja. Hjá FÍA er til staðar áralöng reynsla af samningaviðræðum og hjá stéttarfélaginu eru menn á einu máli um að undanfarnar vikur hafi fulltrúar Icelandair hvergi sýnt samningsvilja heldur þvert á móti endurtekið lagt fram sömu kröfurnar og haldið þeim til streitu þrátt fyrir okkar andmæli. Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert. Við hvetjum flugmenn til að gæta nú sérstaklega að samstöðunni. FÍA mun sem fyrr leggja sig fram við að halda ykkur upplýstum. Með kveðju, Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Jón Þór segir Icelandair hafa fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðrar starfsstéttir áður en félaginu verði lagt til fjármagn. Það fjármagn er nauðsynlegt til þess að verja félagið falli. Hann segir einnig að stjórnendur félagsins hafi að undanförnu kynnt FÍA sínar áherslur. Þá segir hann óformlegar viðræður hafa staðið yfir uns þeim var slitið síðdegis í dag. „Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja,“ skrifar Jón Þór í bréfinu. Þá segir hann að það sé samróma álit innan FÍA að Icelandair hafi ekki sýnt fram á mikinn samningsvilja. Félagið hafi hins vegar lagt endurtekið fram sömu kröfur og haldið þeim til streitu, þrátt fyrir andmæli félagsins. „Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert.“ Þá hvetur Jón Þór flugmenn til að halda áfram að sýna samstöðu og heitir því að FÍA muni halda þeim upplýstum um gang mála. Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni. Kæru flugmenn Icelandair. Eins og þið eflaust þekkið þá hafa stjórnendur Icelandair fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðra starfsmenn áður en félaginu verður lagt til nauðsynlegt fjármagn. Þessir sömu stjórnendur hafa nú um hríð kynnt fyrir FÍA sínar áherslur og óformlegar viðræður hafa staðið yfir þangað til fulltrúar félagsins slitu þeim nú síðdegis. Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja. Hjá FÍA er til staðar áralöng reynsla af samningaviðræðum og hjá stéttarfélaginu eru menn á einu máli um að undanfarnar vikur hafi fulltrúar Icelandair hvergi sýnt samningsvilja heldur þvert á móti endurtekið lagt fram sömu kröfurnar og haldið þeim til streitu þrátt fyrir okkar andmæli. Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert. Við hvetjum flugmenn til að gæta nú sérstaklega að samstöðunni. FÍA mun sem fyrr leggja sig fram við að halda ykkur upplýstum. Með kveðju, Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira