Regnskógur gæti breyst úr kolefnisforða í uppsprettu Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 11:22 Regnskógar Afríku binda mikið magn kolefnis. Áhrif loftslagsbreytinga takmarka nú vöxt trjáa og að óbreyttu gæti skógarnir byrjað að losa meira kolefni en þeir binda á næstu áratugum. Vísir/Getty Hlýrra og þurrara loftslag hefur dregið úr getu regnskógarins í Mið-Afríku til að draga í sig kolefni. Með sömu þróun gætu stærstu regnskógar heims byrjað að losa meira kolefni út í andrúmsloft jarðar en þeir binda og magnað þannig upp hnattræna hlýnun af völdum manna. Menn þyrftu þá að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en ella. Regnskógar taka upp og binda gríðarlegt magn kolefnis úr andrúmsloftinu. Áætlað er að þeir hafi tekið við um 17% þess koltvísýrings sem menn hafa losað frá 10. áratug síðustu aldar og þannig hægt á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gögn sem voru birt í nýrri rannsókn í vísindaritinu Nature í gær benda til þess að regnskógar í hitabeltinu sem eru ósnortnir af athöfnum manna dragi ekki lengur í sig kolefni sem menn dæla út í andrúmsloftið í eins stórum stíl og þeir gerðu áður. Nú taka þeir aðeins við um 6% losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstöðurnar benda til þess að árið 2030 muni afríski regnskógurinn taka upp 14% minna af koltvísýringi en hann gerði fyrir tíu til fimmtán árum. Ástæðan er talin sú að meiri hiti og þurrkur, tilkominn vegna loftslagsbreytinga af völdum manna, takmarki nú vöxt trjánna. Það ásamt ágangi vegna skógarhöggs og landbúnaðar dregur úr kolefnisbindingu skóganna. Haldi áfram sem horfir mun kolefnisbinding Amasonregnskógarins stöðvast fyrir árið 2035. Fyrir miðja öldina gætu ósnortnir skógar í Afríku, Amason og Asíu byrjað að losa meira kolefni en þeir binda. Þannig færu skógarnir að stuðla að áframhaldandi loftslagsbreytingum í stað þess að halda aftur af þeim. „Við komumst að því að ein alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga eru þegar hafin. Þetta er áratugum á undan jafnvel svartsýnustu loftslagslíkönum,“ segir Simon Lewis, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi sem er einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, við The Guardian. Kolefnisbinding hóf að skerðast um 2010 Washington Post segir að niðurstöður vísindamannana séu í mótsögn við líkön loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem gera ráð fyrir því að regnskógar Kongó verði áfram kolefnisforði um margra áratuga skeið enn. Vísindamenn hafa engu að síður lengi varað við því að vaxandi hlýnun og minnkandi úrkoma ætti eftir að takmarka getu skóga til þess að halda áfram að taka við kolefni. Nýja rannsóknin staðfestir það. Hún bendir til þess að regnskógurinn í Kongósviðinu í Afríku hafi tekið upp svipað magn kolefnis í tvo áratugi. Hluti trjánna hafi byrjað að missa getuna til að binda kolefni í kringum 2010. Líkt og annar staðar eru trén í regnskógum Afríku sögð hafa notið góðs af auknum styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu sem er tilkominn vegna stórfelldrar losunar manna frá upphafi iðnbyltingar. Hitinn og þurrkurinn sem aukinn styrkur koltvísýrings veldur grefur aftur á móti undan þeim ávinningi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að Amasonregnskógurinn gangi í gegnum sams konar breytingar. Ósnortinn skógur þar tók um 30% minna kolefni á fyrsta áratug þessarar aldar en hann gerði á síðasta áratug þeirrar síðustu. Skógarnir í Mið-Afríku eru svalari og því er þróunin þar talin um 10-20 árum á eftir Amasonskóginum. Gangi spárnar um öfugþróun í kolefnisbindingu regnskóga eftir þurfa ríki heims að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en nú stendur til ef halda á hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem ríkin hafa ákveðið að þau geti lifað með og samþykkt voru í Parísarsamkomulaginu. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Hlýrra og þurrara loftslag hefur dregið úr getu regnskógarins í Mið-Afríku til að draga í sig kolefni. Með sömu þróun gætu stærstu regnskógar heims byrjað að losa meira kolefni út í andrúmsloft jarðar en þeir binda og magnað þannig upp hnattræna hlýnun af völdum manna. Menn þyrftu þá að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en ella. Regnskógar taka upp og binda gríðarlegt magn kolefnis úr andrúmsloftinu. Áætlað er að þeir hafi tekið við um 17% þess koltvísýrings sem menn hafa losað frá 10. áratug síðustu aldar og þannig hægt á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gögn sem voru birt í nýrri rannsókn í vísindaritinu Nature í gær benda til þess að regnskógar í hitabeltinu sem eru ósnortnir af athöfnum manna dragi ekki lengur í sig kolefni sem menn dæla út í andrúmsloftið í eins stórum stíl og þeir gerðu áður. Nú taka þeir aðeins við um 6% losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstöðurnar benda til þess að árið 2030 muni afríski regnskógurinn taka upp 14% minna af koltvísýringi en hann gerði fyrir tíu til fimmtán árum. Ástæðan er talin sú að meiri hiti og þurrkur, tilkominn vegna loftslagsbreytinga af völdum manna, takmarki nú vöxt trjánna. Það ásamt ágangi vegna skógarhöggs og landbúnaðar dregur úr kolefnisbindingu skóganna. Haldi áfram sem horfir mun kolefnisbinding Amasonregnskógarins stöðvast fyrir árið 2035. Fyrir miðja öldina gætu ósnortnir skógar í Afríku, Amason og Asíu byrjað að losa meira kolefni en þeir binda. Þannig færu skógarnir að stuðla að áframhaldandi loftslagsbreytingum í stað þess að halda aftur af þeim. „Við komumst að því að ein alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga eru þegar hafin. Þetta er áratugum á undan jafnvel svartsýnustu loftslagslíkönum,“ segir Simon Lewis, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi sem er einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, við The Guardian. Kolefnisbinding hóf að skerðast um 2010 Washington Post segir að niðurstöður vísindamannana séu í mótsögn við líkön loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem gera ráð fyrir því að regnskógar Kongó verði áfram kolefnisforði um margra áratuga skeið enn. Vísindamenn hafa engu að síður lengi varað við því að vaxandi hlýnun og minnkandi úrkoma ætti eftir að takmarka getu skóga til þess að halda áfram að taka við kolefni. Nýja rannsóknin staðfestir það. Hún bendir til þess að regnskógurinn í Kongósviðinu í Afríku hafi tekið upp svipað magn kolefnis í tvo áratugi. Hluti trjánna hafi byrjað að missa getuna til að binda kolefni í kringum 2010. Líkt og annar staðar eru trén í regnskógum Afríku sögð hafa notið góðs af auknum styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu sem er tilkominn vegna stórfelldrar losunar manna frá upphafi iðnbyltingar. Hitinn og þurrkurinn sem aukinn styrkur koltvísýrings veldur grefur aftur á móti undan þeim ávinningi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að Amasonregnskógurinn gangi í gegnum sams konar breytingar. Ósnortinn skógur þar tók um 30% minna kolefni á fyrsta áratug þessarar aldar en hann gerði á síðasta áratug þeirrar síðustu. Skógarnir í Mið-Afríku eru svalari og því er þróunin þar talin um 10-20 árum á eftir Amasonskóginum. Gangi spárnar um öfugþróun í kolefnisbindingu regnskóga eftir þurfa ríki heims að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en nú stendur til ef halda á hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem ríkin hafa ákveðið að þau geti lifað með og samþykkt voru í Parísarsamkomulaginu.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira