Að halda einbeitingu í vinnu: Sex góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. maí 2020 09:00 Það getur verið áskorun að halda einbeitingunni í vinnunni. Vísir/Getty Það kannast allir við að eiga erfitt með að einbeita sér stundum. Sumir dagar eru jafnvel verri en aðrir og eflaust vilja einhverjir meina að mánudagarnir séu sérstaklega erfiðir. Að geta einbeitt sér daglangt í vinnu er líka ekkert sjálfgefið og alveg þess virði að fara yfir þau atriði sem geta hjálpað. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað óháð því hvar við vinnum. 1. Er hugurinn undirbúinn undir verkefnið eða daginn? Hvort sem vinnudagurinn er að hefjast eða við að ráðast í eitthvað nýtt verkefni er ágætt að gefa okkur smá svigrúm til að undirbúa hugann. Þó ekki væri nema mínúta eða tvær sem leyfir huganum að fara yfir það hvað bíður okkar í dag eða í hverju næsta verkefni felst. Eða að draga andann djúpt og leyfa ró að færast yfir okkur áður en vinnan hefst. 2. Hvað er líklegt til að trufla þig? Til þess að geta einbeitt okkur að verkefni þurfum við líka að vera meðvituð um það hvað getur truflað okkur á meðan. Tölvupóstur gæti til dæmis verið truflun því ef við svörum honum strax missum við einbeitinguna á verkefninu okkar á meðan. Eitt ráð við þessu er að áætla fyrirfram hvað þú ætlar þér langan tíma í verkefnið sem þú ert að vinna að og slökkva á tilkynningum samfélagsmiðla á meðan og bíða með að svara tölvupóstum. Ef tímalengd verkefnisins býður ekki upp á að þetta sé hægt, væri hægt að skipta verkefnatímanum niður og ákveða fyrirfram hvenær þú tekur hlé til að svara tölvupóstum eða kíkja á samfélagsmiðlatilkynningar. 3. Tökum pásur reglulega yfir daginn Það er af hinu góða fyrir okkur og vinnuveitandann að taka pásur reglulega yfir daginn. Það skýrist af þeirri einföldu staðreynd að með því að hvíla okkur aðeins frá vinnu, erum við einbeittari þegar við göngum aftur í verkin og förum að vinna. 4. Kaffibolli gefur Það koma augnablik þar sem okkur hreinlega bráðvantar kaffi til að hressa okkur við. Rannsóknir hafa sýnt að það að fá okkur einn kaffibolla getur hjálpað til við að halda einbeitingunni. 5. Er hitastigið rétt? Eitt þeirra atriða sem hjálpar fólki að halda einbeitingunni er að vinna í réttu hitastigi og þetta hafa ýmsar rannsóknir staðfest. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins segir um þetta: „Fersku lofti þarf jafnan að veita inn í vinnurými. Góð loftræsting kemur í veg fyrir að inniloft verði starfsfólki til ama. Æskilegt er að um 15 –20 m3 af fersku lofti berist hverjum starfsmanni á klukkustund.“ 6. Tónlist í stað umhverfishljóða Það er orðið æ algengara að sjá fólk hlusta á útvarp, tónlist, hlaðvarp eða annað við vinnu enda er þetta góð leið til að halda annarri truflun frá á meðan, s.s. umhverfishljóð eða hreinlega vinnufélaga. En það skiptir þá máli á hvað þú ert að hlusta! Samkvæmt rannsóknum getur það að hlusta á tónlist hjálpað til við að halda einbeitingunni en þá aðeins ef þér líkar vel við það sem þú ert að hlusta á. Góðu ráðin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Það kannast allir við að eiga erfitt með að einbeita sér stundum. Sumir dagar eru jafnvel verri en aðrir og eflaust vilja einhverjir meina að mánudagarnir séu sérstaklega erfiðir. Að geta einbeitt sér daglangt í vinnu er líka ekkert sjálfgefið og alveg þess virði að fara yfir þau atriði sem geta hjálpað. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað óháð því hvar við vinnum. 1. Er hugurinn undirbúinn undir verkefnið eða daginn? Hvort sem vinnudagurinn er að hefjast eða við að ráðast í eitthvað nýtt verkefni er ágætt að gefa okkur smá svigrúm til að undirbúa hugann. Þó ekki væri nema mínúta eða tvær sem leyfir huganum að fara yfir það hvað bíður okkar í dag eða í hverju næsta verkefni felst. Eða að draga andann djúpt og leyfa ró að færast yfir okkur áður en vinnan hefst. 2. Hvað er líklegt til að trufla þig? Til þess að geta einbeitt okkur að verkefni þurfum við líka að vera meðvituð um það hvað getur truflað okkur á meðan. Tölvupóstur gæti til dæmis verið truflun því ef við svörum honum strax missum við einbeitinguna á verkefninu okkar á meðan. Eitt ráð við þessu er að áætla fyrirfram hvað þú ætlar þér langan tíma í verkefnið sem þú ert að vinna að og slökkva á tilkynningum samfélagsmiðla á meðan og bíða með að svara tölvupóstum. Ef tímalengd verkefnisins býður ekki upp á að þetta sé hægt, væri hægt að skipta verkefnatímanum niður og ákveða fyrirfram hvenær þú tekur hlé til að svara tölvupóstum eða kíkja á samfélagsmiðlatilkynningar. 3. Tökum pásur reglulega yfir daginn Það er af hinu góða fyrir okkur og vinnuveitandann að taka pásur reglulega yfir daginn. Það skýrist af þeirri einföldu staðreynd að með því að hvíla okkur aðeins frá vinnu, erum við einbeittari þegar við göngum aftur í verkin og förum að vinna. 4. Kaffibolli gefur Það koma augnablik þar sem okkur hreinlega bráðvantar kaffi til að hressa okkur við. Rannsóknir hafa sýnt að það að fá okkur einn kaffibolla getur hjálpað til við að halda einbeitingunni. 5. Er hitastigið rétt? Eitt þeirra atriða sem hjálpar fólki að halda einbeitingunni er að vinna í réttu hitastigi og þetta hafa ýmsar rannsóknir staðfest. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins segir um þetta: „Fersku lofti þarf jafnan að veita inn í vinnurými. Góð loftræsting kemur í veg fyrir að inniloft verði starfsfólki til ama. Æskilegt er að um 15 –20 m3 af fersku lofti berist hverjum starfsmanni á klukkustund.“ 6. Tónlist í stað umhverfishljóða Það er orðið æ algengara að sjá fólk hlusta á útvarp, tónlist, hlaðvarp eða annað við vinnu enda er þetta góð leið til að halda annarri truflun frá á meðan, s.s. umhverfishljóð eða hreinlega vinnufélaga. En það skiptir þá máli á hvað þú ert að hlusta! Samkvæmt rannsóknum getur það að hlusta á tónlist hjálpað til við að halda einbeitingunni en þá aðeins ef þér líkar vel við það sem þú ert að hlusta á.
Góðu ráðin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira