„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Sigrún Jónsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:30 Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. Orðin voru eftirfarandi: „Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“ Þessi athugasemd er til háborinnar skammar og endurspeglar skilningleysi á stöðu stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi. Algengara er að stúdentar á Íslandi vinni með námi en evrópskir jafningjar þeirra og bætist sú vinna ofan á nám sem margir myndu segja að væri full vinna nú þegar. Á sumrin ríkir svo oft á tíðum tilhlökkun að byrja að vinna í sumarstarfinu og kalla stúdentar þetta sitt “sumarfrí” þar sem einungis þarf að huga að vinnunni í stað vinnu og náms. Ef stúdent fengi að kjósa á milli þess að gera “ekki neitt” og vinna myndi ég veðja öllum mínum peningum að sá stúdent myndi velja að vinna. Lykilatriðið hér er hins vegar að það er ekkert val. Það er einfaldlega skortur á störfum. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Vert er að nefna að í Noregi veitir lánasjóðurinn stúdentum framfærslu í 11 mánuði og 12 mánuði í Danmörku en á Íslandi fá stúdentar framfærslu í formi lána aðeins 9 mánuði. Stúdentar þurfa því að vinna á sumrin til þess að framfleyta sér og eru fáar bjargir sem standa stúdentum til boða ef störf eru af skornum skammti. Stúdentahreyfingar hafa undanfarnar vikur lagt mikið kapp á að vekja athygli á stöðu stúdenta á þessu erfiðu tímum. Stúdentar hafa lagt áherslu á fjölbreyttar aðgerðir, þar á meðal sköpun sumarstarfa, og reynt að kortleggja stöðu mála með því að leggja kannanir fyrir stúdentahópinn. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa átt tvo fulltrúa innan samhæfingarhóps um vinnu- og menntaúrræði sem skipaður var af mennta- og félagsmálaráðherra síðustu vikur. Undirrituð skipar eitt sætið og hitt er skipað af forseta SHÍ, Jónu Þórey Pétursdóttur. Saman höfum við lagt allar kröfur stúdenta á borðið og átt virkan þátt í mótun aðgerða stjórnvalda sem snúa að sköpun sumarstarfa og sumarnáms. Einnig höfum við lagt fram hugmyndir sem varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og skrásetningargjöld opinberra háskóla. Samhliða þessum aðgerðum höfum við vakið athygli á kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta. Við stöndum fast og stöðuglega við þá kröfu, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur tilkynnt að sköpuð verði 3.400 sumarstörf en þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta. Atvinnuleysi svo hátt, að 3.400 sumarstörf munu að öllum líkindum ekki nægja. Kannanirnar eru eftirfarandi: Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi. Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar. Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið. Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði stjórnvalda um sköpun sumarstarfa duga skammt til. Því hefur áhersla stúdentahreyfinga verið á sköpun sumarstarfa og rétt til atvinnuleysisbóta samhliða. Stúdentar munu ekki flykkjast á atvinnuleysisbætur sér til gamans. Það er ekki óskastaða neins að vera á atvinnuleysisbótum. Á meðan staðan er eins svört og hún er á atvinnumarkaði þá þarf að gera raunsæjar ráðstafanir. Tryggja þarf stúdentum sem munu enn standa eftir atvinnulaus þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda björgunarhring sem fleytir þeim í gegnum komandi öldurót. Landssamtök íslenskra stúdenta kalla nú eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar með undirskriftarsöfnun. Söfnunina má nálgast hér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Félagsmál Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. Orðin voru eftirfarandi: „Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“ Þessi athugasemd er til háborinnar skammar og endurspeglar skilningleysi á stöðu stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi. Algengara er að stúdentar á Íslandi vinni með námi en evrópskir jafningjar þeirra og bætist sú vinna ofan á nám sem margir myndu segja að væri full vinna nú þegar. Á sumrin ríkir svo oft á tíðum tilhlökkun að byrja að vinna í sumarstarfinu og kalla stúdentar þetta sitt “sumarfrí” þar sem einungis þarf að huga að vinnunni í stað vinnu og náms. Ef stúdent fengi að kjósa á milli þess að gera “ekki neitt” og vinna myndi ég veðja öllum mínum peningum að sá stúdent myndi velja að vinna. Lykilatriðið hér er hins vegar að það er ekkert val. Það er einfaldlega skortur á störfum. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Vert er að nefna að í Noregi veitir lánasjóðurinn stúdentum framfærslu í 11 mánuði og 12 mánuði í Danmörku en á Íslandi fá stúdentar framfærslu í formi lána aðeins 9 mánuði. Stúdentar þurfa því að vinna á sumrin til þess að framfleyta sér og eru fáar bjargir sem standa stúdentum til boða ef störf eru af skornum skammti. Stúdentahreyfingar hafa undanfarnar vikur lagt mikið kapp á að vekja athygli á stöðu stúdenta á þessu erfiðu tímum. Stúdentar hafa lagt áherslu á fjölbreyttar aðgerðir, þar á meðal sköpun sumarstarfa, og reynt að kortleggja stöðu mála með því að leggja kannanir fyrir stúdentahópinn. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa átt tvo fulltrúa innan samhæfingarhóps um vinnu- og menntaúrræði sem skipaður var af mennta- og félagsmálaráðherra síðustu vikur. Undirrituð skipar eitt sætið og hitt er skipað af forseta SHÍ, Jónu Þórey Pétursdóttur. Saman höfum við lagt allar kröfur stúdenta á borðið og átt virkan þátt í mótun aðgerða stjórnvalda sem snúa að sköpun sumarstarfa og sumarnáms. Einnig höfum við lagt fram hugmyndir sem varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og skrásetningargjöld opinberra háskóla. Samhliða þessum aðgerðum höfum við vakið athygli á kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta. Við stöndum fast og stöðuglega við þá kröfu, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur tilkynnt að sköpuð verði 3.400 sumarstörf en þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta. Atvinnuleysi svo hátt, að 3.400 sumarstörf munu að öllum líkindum ekki nægja. Kannanirnar eru eftirfarandi: Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi. Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar. Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið. Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði stjórnvalda um sköpun sumarstarfa duga skammt til. Því hefur áhersla stúdentahreyfinga verið á sköpun sumarstarfa og rétt til atvinnuleysisbóta samhliða. Stúdentar munu ekki flykkjast á atvinnuleysisbætur sér til gamans. Það er ekki óskastaða neins að vera á atvinnuleysisbótum. Á meðan staðan er eins svört og hún er á atvinnumarkaði þá þarf að gera raunsæjar ráðstafanir. Tryggja þarf stúdentum sem munu enn standa eftir atvinnulaus þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda björgunarhring sem fleytir þeim í gegnum komandi öldurót. Landssamtök íslenskra stúdenta kalla nú eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar með undirskriftarsöfnun. Söfnunina má nálgast hér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun