Bretum enn sagt að halda sig heima en byrjað að slaka á hömlum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 19:05 Boris Johnson ávarpaði bresku þjóðina frá Downing-stræti 10 í kvöld. Þar lýsti hann skilyrtum áformum um að slaka á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/EPA Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld. Johnson sagði ekki tímabært að hætta tilmælunum um að fólk haldi sig heima í þessari viku. Hann talaði hins vegar um að fólk yrði sagt að hafa varan á sér frekar en að halda sig heima. Þannig ætti nú að hvetja fólk sem ekki getur unnið heima til að mæta til vinnu en forðast almenningssamgöngur. Frá og með miðvikudegi verður fólk leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utandyra og því lystir, fara í garða og ferðast til að stunda íþróttir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fram að þessu hafa Bretar aðeins mátt hreyfa sig utandyra einu sinni á dag í næsta nágrenni sínu og sagt að halda sig frá almenningsgörðum. Skólar gætu verið opnaðir um mánaðamótin í fyrsta lagi, fyrst grunnskólar. Ákveðnir hlutar þjónustugeirans og verslanir gætu fengið að opna í júlí og flugfarþegar sem koma til landsins þurfa að gangast undir sóttkví. Tekið verður upp viðbragðsstigakerfi í fimm stigum um hættu vegna faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að ný skilaboð hennar um að fólk hafi varan á séu of óljós. Johnson sagðist þó ekki myndu hika við að koma takmörkunum aftur á leiði tilslakanir til fjölgunar smita. Aflétting takmarkana sem Johnson lýsti gilda aðeins fyrir England en hann hvatti heimastjórnir Wales, Skotlands og Norður-Írlands til þess að fara sömu leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er þó ekki einhugur um það. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir þannig að þar verði fólki enn sagt að halda sig heima frekar en að gæta aðeins að sér. Í London segir Sadiq Khan, borgarstjóri, að tilmæli um félagsforðun verði áfram í gildi. Borgarbúar ættu enn að halda sig eins mikið heima hjá sér og hægt er, forðast almenningssamgöngur og vinna heima hjá sér ef þeir geta. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa orðið einna verst úti í faraldrinum. Þar hafa tæplega 32.000 manns látið lífið. Aðeins hafa fleiri látist í Bandaríkjunum samkvæmt opinberum tölum. Langflest tilfellin og dauðsföllin hafa verið á Englandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52 Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13 Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld. Johnson sagði ekki tímabært að hætta tilmælunum um að fólk haldi sig heima í þessari viku. Hann talaði hins vegar um að fólk yrði sagt að hafa varan á sér frekar en að halda sig heima. Þannig ætti nú að hvetja fólk sem ekki getur unnið heima til að mæta til vinnu en forðast almenningssamgöngur. Frá og með miðvikudegi verður fólk leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utandyra og því lystir, fara í garða og ferðast til að stunda íþróttir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fram að þessu hafa Bretar aðeins mátt hreyfa sig utandyra einu sinni á dag í næsta nágrenni sínu og sagt að halda sig frá almenningsgörðum. Skólar gætu verið opnaðir um mánaðamótin í fyrsta lagi, fyrst grunnskólar. Ákveðnir hlutar þjónustugeirans og verslanir gætu fengið að opna í júlí og flugfarþegar sem koma til landsins þurfa að gangast undir sóttkví. Tekið verður upp viðbragðsstigakerfi í fimm stigum um hættu vegna faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að ný skilaboð hennar um að fólk hafi varan á séu of óljós. Johnson sagðist þó ekki myndu hika við að koma takmörkunum aftur á leiði tilslakanir til fjölgunar smita. Aflétting takmarkana sem Johnson lýsti gilda aðeins fyrir England en hann hvatti heimastjórnir Wales, Skotlands og Norður-Írlands til þess að fara sömu leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er þó ekki einhugur um það. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir þannig að þar verði fólki enn sagt að halda sig heima frekar en að gæta aðeins að sér. Í London segir Sadiq Khan, borgarstjóri, að tilmæli um félagsforðun verði áfram í gildi. Borgarbúar ættu enn að halda sig eins mikið heima hjá sér og hægt er, forðast almenningssamgöngur og vinna heima hjá sér ef þeir geta. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa orðið einna verst úti í faraldrinum. Þar hafa tæplega 32.000 manns látið lífið. Aðeins hafa fleiri látist í Bandaríkjunum samkvæmt opinberum tölum. Langflest tilfellin og dauðsföllin hafa verið á Englandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52 Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13 Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52
Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13
Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50