Perlur Íslands: „Einstök orka þarna og hvergi betra að vera“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. maí 2020 15:00 Andreu líður hvergi betur en á Hvaleyrarvatni. Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Það er mjög erfitt að velja einn stað á Íslandi en ég elska að ferðast um landið okkar. Oftast hef ég farið norður og á flestar minningar þaðan síðan ég var lítil og vel norðurland bæði yfir sumartíma og til að fara á skíði á veturna,“ segir fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir. Hennar uppáhalds ferðamannastaður á Íslandi er Ólafsfjörður. Uppáhalds ferðamannastaður Andreu er Ólafsfjörður.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Þaðan á ég óteljandi minningar síðan ég man eftir mér en amma mín og afi bjuggu þar.“ Andrea segir að draumaferð norður sé Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Akureyri – Mývatn. Stuðlabergið við Hofsós.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Ég byrja og enda allar ferðir norður með stoppi í uppáhalds sundlauginni minni á Hofsósi.“ Hofsóssundlaugin er algjör perla með stórbrotið útsýni yfir Skagafjörðinn og Drangey.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Á Ólafsfirði er mér mjög minnistæður dagur þegar ég fór á bæði sæþotu og upp á Múlakollu þá sá ég Ólafsfjörð frá glænýju sjónarhorni sem var magnað. Þessi dagur situr í mér, tilfinningin þegar ég stóð uppi á topp og horfði yfir fjöllin var ólýsanleg, svo ótrúlega fallegt þarna. Og að þeysast um á sæþotu og sjá múlann frá því sjónahorni var geggjað. Næst langar mig að prófa fjallaskíði á Tröllaskaga.“ Ólafsfjörður í allri sinni dýrð.Mynd/Andrea Magnúsdóttir Hún stenst svo ekki mátið að bæta við einum gullmola í hennar nánasta umhverfi. Andrea býr með fjölskyldu sinni í Garðabæ og rekur verslunina Andrea á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. „Ein perla hér á höfuðborgarsvæðinu sem ég elska að fara á til að hlaða batteríin er Hvaleyrarvatn. Þangað fer ég oft í viku og labba hringinn eða hringi. Það er einstök orka þarna og hvergi betra að vera.“ Andrea er dugleg að grípa með sér falleg blóm í vasa í gönguferðum sínum í kringum Hvaleyrarvatn.Mynd/Andrea Magnúsdóttir Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Perlur Íslands Fjallabyggð Hafnarfjörður Skagafjörður Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp
„Það er mjög erfitt að velja einn stað á Íslandi en ég elska að ferðast um landið okkar. Oftast hef ég farið norður og á flestar minningar þaðan síðan ég var lítil og vel norðurland bæði yfir sumartíma og til að fara á skíði á veturna,“ segir fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir. Hennar uppáhalds ferðamannastaður á Íslandi er Ólafsfjörður. Uppáhalds ferðamannastaður Andreu er Ólafsfjörður.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Þaðan á ég óteljandi minningar síðan ég man eftir mér en amma mín og afi bjuggu þar.“ Andrea segir að draumaferð norður sé Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Akureyri – Mývatn. Stuðlabergið við Hofsós.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Ég byrja og enda allar ferðir norður með stoppi í uppáhalds sundlauginni minni á Hofsósi.“ Hofsóssundlaugin er algjör perla með stórbrotið útsýni yfir Skagafjörðinn og Drangey.Mynd/Andrea Magnúsdóttir „Á Ólafsfirði er mér mjög minnistæður dagur þegar ég fór á bæði sæþotu og upp á Múlakollu þá sá ég Ólafsfjörð frá glænýju sjónarhorni sem var magnað. Þessi dagur situr í mér, tilfinningin þegar ég stóð uppi á topp og horfði yfir fjöllin var ólýsanleg, svo ótrúlega fallegt þarna. Og að þeysast um á sæþotu og sjá múlann frá því sjónahorni var geggjað. Næst langar mig að prófa fjallaskíði á Tröllaskaga.“ Ólafsfjörður í allri sinni dýrð.Mynd/Andrea Magnúsdóttir Hún stenst svo ekki mátið að bæta við einum gullmola í hennar nánasta umhverfi. Andrea býr með fjölskyldu sinni í Garðabæ og rekur verslunina Andrea á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. „Ein perla hér á höfuðborgarsvæðinu sem ég elska að fara á til að hlaða batteríin er Hvaleyrarvatn. Þangað fer ég oft í viku og labba hringinn eða hringi. Það er einstök orka þarna og hvergi betra að vera.“ Andrea er dugleg að grípa með sér falleg blóm í vasa í gönguferðum sínum í kringum Hvaleyrarvatn.Mynd/Andrea Magnúsdóttir Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Perlur Íslands Fjallabyggð Hafnarfjörður Skagafjörður Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp