Brutust inn á reikninga Giannis og skildu eftir óviðeigandi skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 10:30 Giannis Antetokounmpo er aðalstjarna Milwaukee Bucks liðsins og ein stærsta stjarnan í NBA deildinni. Tölvuþrjótarnir fóru illa með Twitter-reikninginn hans í gær. Getty/Stacy Revere Tölvuþrjótar náðu að brjótast inn á alla reikninga NBA leikmannsins Giannis Antetokounmpo í gær og þá skiptir það ekki máli hvort það var Twitter, síminn, tölvupóstur eða bankareikningur. Kostas, yngri bróðir Giannis Antetokounmpo, staðfesti þetta við bandaríska miðla í gær en þeir sem lásu tíst Giannis fyrr um daginn var farið að gruna að eitthvað mikið væri að. Giannis Antetokounmpo hafði sent frá sér mjög hrokafull eða dónalega skilaboð og oft til stærstu stjarna NBA-deildarinnar eins og sjá má hér fyrir ofan. LeBron James, Stephen Curry, liðsfélagar og meira að segja Kobe Bryant fengu að kenna á því frá tölvuþrjótnum og þá tilkynnti hann líka, sem Giannis Antetokounmpo, að hann væri að fara til Golden State Warriors. „Hann biðst innilegrar afsökunar á öllu því sem kom fram á Twitter síðu hans og ætlar að reyna að koma til baka eins fljótt og auðið er. Það sem hakkarnir skrifuðu var einstaklega óviðeigandi og ógeðslegt,“ sagði Kostas Antetokounmpo í yfirlýsingu. When Giannis and his brothers find his hacker pic.twitter.com/IYgh5md0T6— Josiah Johnson (@KingJosiah54) May 7, 2020 Milwaukee Bucks sendi líka frá sér yfirlýsingu. „Það var brotist inn í alla samfélagsmiðla Giannis Antetokounmpo í dag og þeir voru teknir niður. Málið er í rannsókn,“ sagði í yfirlýsingu liðsins hans. Giannis Antetokounmpo var kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra og er orðin ein stærsta stjarna körfuboltans í dag. Hann hélt áfram góðum leik í vetur og Milwaukee Bucks var með besta sigurhlutfallið af öllum liðum þegar leik var hætt vegna kórónuveirunnar. After reportedly being hacked, Giannis issues an apology over recent social media posts. pic.twitter.com/sicKJYILOH— Bleacher Report (@BleacherReport) May 8, 2020 NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Tölvuþrjótar náðu að brjótast inn á alla reikninga NBA leikmannsins Giannis Antetokounmpo í gær og þá skiptir það ekki máli hvort það var Twitter, síminn, tölvupóstur eða bankareikningur. Kostas, yngri bróðir Giannis Antetokounmpo, staðfesti þetta við bandaríska miðla í gær en þeir sem lásu tíst Giannis fyrr um daginn var farið að gruna að eitthvað mikið væri að. Giannis Antetokounmpo hafði sent frá sér mjög hrokafull eða dónalega skilaboð og oft til stærstu stjarna NBA-deildarinnar eins og sjá má hér fyrir ofan. LeBron James, Stephen Curry, liðsfélagar og meira að segja Kobe Bryant fengu að kenna á því frá tölvuþrjótnum og þá tilkynnti hann líka, sem Giannis Antetokounmpo, að hann væri að fara til Golden State Warriors. „Hann biðst innilegrar afsökunar á öllu því sem kom fram á Twitter síðu hans og ætlar að reyna að koma til baka eins fljótt og auðið er. Það sem hakkarnir skrifuðu var einstaklega óviðeigandi og ógeðslegt,“ sagði Kostas Antetokounmpo í yfirlýsingu. When Giannis and his brothers find his hacker pic.twitter.com/IYgh5md0T6— Josiah Johnson (@KingJosiah54) May 7, 2020 Milwaukee Bucks sendi líka frá sér yfirlýsingu. „Það var brotist inn í alla samfélagsmiðla Giannis Antetokounmpo í dag og þeir voru teknir niður. Málið er í rannsókn,“ sagði í yfirlýsingu liðsins hans. Giannis Antetokounmpo var kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar í fyrra og er orðin ein stærsta stjarna körfuboltans í dag. Hann hélt áfram góðum leik í vetur og Milwaukee Bucks var með besta sigurhlutfallið af öllum liðum þegar leik var hætt vegna kórónuveirunnar. After reportedly being hacked, Giannis issues an apology over recent social media posts. pic.twitter.com/sicKJYILOH— Bleacher Report (@BleacherReport) May 8, 2020
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum