Sport

Sportið í dag: Viðar Örn í stólnum og talað við Söndru Maríu, Borche og Ragga Nat

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson er umsjónarmenn þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport.
Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson er umsjónarmenn þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport. Vísir/Vilhelm

Knattspyrna og körfubolti eiga sviðið í Sportinu í dag sem hefst venju samkvæmt klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Knattspyrnukappinn Viðar Örn Kjartansson sest í stólinn hjá þeim Henry Birgir Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í dag og fer yfir ævintýralegan feril sinn og hvað sé fram undan hjá honum í Tyrklandi.

Einnig verður rætt við knattspyrnukonuna Söndru Maríu Jessen sem spilar með Bayer Leverkusen og en hún hefur ekkert komist heim í ástandinu.

Strákarnir kíktu líka á æfingu hjá körfuknattleiksliði ÍR og ræddu við Borche Ilievski. Það verður einnig rætt við Ragnar Nathanaelsson sem er án félags.

Svo kíktu strákarnir einnig á fund KSÍ þar sem farið var yfir mótamálin í sumar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×