Appelsínugul viðvörun Ragga Nagli skrifar 25. febrúar 2020 09:00 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er nýr pistlahöfundur á Vísi. Ragga er sálfræðingur og einkaþjálfari. Vísir/Vilhelm Það er hetjudáð að hafa hverja mínútu dagsins fullnýtta. Allt á fullu er ógeðslega töff. Að vera tættur og tjásaður alla daga er stöðutákn. Halda öllum boltum lífsins á lofti án þess að fipast. „Jæja… hvernig gengur? Er brjálað að gera eins og alltaf?“ Vinnan. Börnin. Vinirnir. Fótboltamótin. Mamma. Ræktin. Saumaklúbburinn. Bjórkvöldin. Mataræðið. Jóga. Hugleiðsla. Við setjum okkur kröfur sem fara með himinskautum um frammistöðu og fullkomnun í öllum þessum verkefnum. Velja afmælisgjafir og jólagjafir svo viðtakandinn til að lamast vinstra megin af þakklæti. Matarboð þar sem gestirnir stynja af kúlínarískri fullnægingu. Baka hundrað múffur með sjö tegundum af smjörkremi fyrir fjáröflun í fótboltanum. Halda fermingarveislu með fimm týpum af brauðtertum og auðvitað vegan og ketóvænar útgáfur líka svo allir verði ánægðir. Meðvirknin að sliga sinnið. Landvættir og kakóseremóníur. Baka bollur á sunnudögum skreyttar lífrænum graskersfræjum. Glúteinlausar. Sykurlausar. Vegan. Og pósta á Instagram. Taka þátt í Landvættunum og Blálónsþrautinni og Reykjavíkurmaraþoninu og vera á gönguskíðum á veturna og títanhjóli á sumrin og fara í Crossfit og vera í jóga. Þurfum að njóta gríðarlegrar velgengni í starfi og ná öllum skilafrestum. Líka vinna yfirvinnu. Skutla krökkunum. Skila skýrslu. Mæta á réttum tíma. En vera líka kjörnuð í núvitund. Stunda jóga og drekka grænt Macha te. Vera á ketó og fasta og drekka smjörkaffi. Gróðursetja tré til að kolefnisjafna Köbenferðina. Fara á kakóseremóníu. Stunda kæliböð. Hringja oftar í mömmu. Hitta vinina í happy hour eftir vinnu. Mæta á öll fótboltamót og fimleikakeppnir barnanna. Og vera auðvitað alltaf í móðins spjörum. Heimilið eins og uppstillingarbás í IKEA. Túlipanar í vasa. Omaggio vasa. Epalsófi tignarlegur á gæruskinni í minimalískri stofu. Uppvakningur á morgnana en í sveitaballastuði á kvöldin Þegar við erum spurð „Hvernig hefurðu það?“ „Jú allt bara toppnæs“ er kastað fram á hátíðninni. En streitan er samt gjörsamlega að buga sjálfið. Innra með okkur er streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn. Og með tímanum verða kortisólvakarnir ónæmir fyrir að hafa streituhormónin svamlandi allan daginn í kerfinu og dægursveiflurnar fara að riðlast. Krónísk streita getur valdið ruglingi í HPA ásnum (HPA dysregulation), sem er samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahettna. Heilinn skynjar ógn í umhverfinu og sendir skilaboð á nanósekúndu niður nýrnahettur sem seytir út streituhormónum adrenalín og kortisóli til að gera okkur klár í bardaga. Krónísk streita veldur því að kortisól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Í stað þess að vera í hámarki á morgnana og gefa okkur fítonskraft til að takast á við daginn er það miður sín þegar við nuddum stírurnar svo við þurfum nokkra bolla af bleksvartri iðnaðaruppáhellingu til að komast í gang. Síðan getum við verið í jafn miklu stuði seinnipartinn og miðaldra húsmóðir á Stuðmannaballi í Njálsbúð og kortisólið uppi í rjáfri en á þessum tíma viljum við að kortisól sé lágt til að hleypa svefnhormóninu melatónín í partýið og gera okkur þreytt. Við berjumst við móður náttúru, förum út í hvaða veðri sem er, sköfum af bílnum, berjumst gegnum snjó og skafla, rok og rigningu. En að bugast undir kröfum samtímans og þá bíður sjálfsmynd mín stórkostlega hnekki sem ofurmenni með allt undir kontról. Margir horfast þess vegna ekki í augu við að streitan sé að buga skrokk og sál, fyrr en alltof seint að ráða allt í einu ekki við lífið og öll verkefnin er ósigur fyrir marga. Krónísk streita veldur því að kortisól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Gul viðvörun En líkaminn sem hefur hvíslað að þér að slaka á, er núna byrjaður að garga á þig með allskyns einkennum. Eins og Veðurstofa Íslands sendir hann þér fyrst gula viðvörun. Við verðum áhyggjufull jafnvel yfir ómerkilegustu verkefnum sem áður ollu okkur ekki sérstöku hugarangri. Þráðurinn verður ansi stuttur og pirringurinn bubblar undir svo makinn þarf að læðast á sokkaleistunum á eggjaskurnum í kringum okkur og þorir ekki að anda vitlaust. Byrjum að vakna á nóttunni og liggja andvaka í 2-3 tíma þegar kortisól ákveður að mæta á svæðið. Höfum minni orku og upplifum áhugaleysi yfir áður gleðilegum athöfnum eins og að hitta vinina. Neikvæðni í sinninu og agnúumst út í allt og alla. Einbeitingin fer út á tún með rollunumþví kortisól slævir framheilann því hann er orkufrekari en gamall Mustang, en í viðvarandi streituástandi vill skrokkurinn spara orkuna. Appelsínugul viðvörun Ef við stingum puttunum í eyrun nógu lengi fáum við það óþvegið með appelsínugulri viðvörun. Pirringur verður viðvarandi svo heimilislífið verður eins og púðurtunna.Sektarkennd og samviskubit yfir ómerkilegustu hlutum. Að hafa ekki hringt í mömmu í gær, eða gleymt nesti barnsins. Tilfinningadoði og líðum í gegnum dagana eins og postulínsbrúða í framan með engin svipbrigði. Meltingartruflanir gera vart við sig því í streitukerfinu dregst blóðið úr maganum í útlimina sem þýðir að við erum ekki tilbúin að melta fæðu á þessum tímapunkti. Líkamsstjórn verður verri og við forum að missa hluti úr höndunum á okkur. Kvíði kviknar yfir minnstu verkefnum. Að ryksuga er á pari við að klífa Everest. Hæ Vilborg Arna. Að sækja börnin í skólann eins og að draga blóð úr steini. Að ákveða kvöldmatinn jafn flókið og að læra mandarínsku á hraðnámskeiði. Það má skella skuldinni á taugaboðefnið GABA sem gegnir lykilhlutverki í kvíða en þegar við erum undir álagi og vansvefta þá lækkar GABA um 50% í líkamanum. Undir miklu álagi upplifum við að greindarvísitalan hafi lækkað og við getum ekki tekið þátt í samræðum á kaffistofunni. Þurfum að gúgla þriðja orkupakkann og hver vann Óskarinn. Við verðum gleymin. Við gleymum hvað samstarfsfélagarnir heita. Gleymum lyklunum í skránni, gleymum veskinu í búðinni og símanum í bílnum. Kortisól minnkar drekann (hippocampus), minnisstöðina í heilanum, Líkaminn er svo magnaður að hann fer í sparnaðaraðgerðir á orku og þegar við erum að berjast við ljón úti á steppunum, eigum ekki að leysa krossgátur heldur nýta orkuna í vöðvana. Rauð viðvörun Ef þú skellir áfram skollaeyrum þá lamar skrokkurinn þig með rauðri viðvörun. Rétt eins og íslenskt samfélag fer á hliðina með lokuðum leikskólum og hömstrun á kexi úr Nettó Svefninn verður algjört kaos. Sefur ekki heilu næturnar og valsar um stofuna á nóttunni á náttfötunum. Einangrum okkur félagslega því orkan leyfir ekki saumaklúbba og strákakvöld. Einveran nærir þá kvíðahugsanir og verkkvíði fer að lama okkur. Þvottafjallið verður okkar Everest, ekki fært nema fuglinum fljúgandi Svefnleysið og streitan leiðir til þunglyndis, kvíða og enn verri minnistruflana og við upplifum jafnvel að detta út í samræðum eða yfir tölvunni í vinnunni. Erum óhamingjusöm og stutt í tárin yfir minnsta mótlæti. Fúli gamli kallinn í matvörubúðinni sem skammaði okkur fyrir að ýta í sig með kerrunni fær okkur til að brynna músum yfir eldavélinni mörgum klukkustundum síðar. Langvarandi kortisólstreymi veikir ónæmiskerfið og við verðum eins og svampur á allar pestir í umferð og sífellt með kvef og hor því það má ekki kjaftur hnerra í kringum okkur Í streituástandi dregst blóðið úr maganum í útlimina svo við erum ekki í stakk búin til að melta fæðu þegar við borðum. Yfir langan tíma leiðir þetta til meltingartruflana og magaónota. Sem leiðir til versnunar á langvinnum sjúkdómum eins og háþrýstingi, sykursýki, hjarta og æðasjúkdómum því kortisól hækkar blóðsykur, blóðþrýsting og brýtur niður vöðvamassa. Það er því ærin ástæða að taka í taumana áður en allt fer í óefni í maskínunni. Við eigum aðeins eina heilsu og ef þú leyfir svefnleysi, streitu að sliga skrokk og sinni geturðu átt á hættu að kulnun banki á dyrnar með heimsendingu frá Stress.is. Ef þú hunsar viðvaranir líkamans geturðu endað eins og veðurbarinn ferðamaður að ríghalda í ljósastaur á Höfðatorgi í sautjándu sprengilægð vetrarins. Hlustaðu á líkamann áður en hann gefur þér löngutöng. Þegar við erum útbrunnin erum við eins og pottur á heitri hellu sem bullsýður. Í veikindaleyfi erum við að taka pottinn af hellunni en hvað gerist ef potturinn er settur strax aftur á heita helluna? Það fer strax að sjóða aftur. Ef við höfum ekkert unnið í okkur sjálfum og heilsunni, förum við að sjóða við minnsta áreiti. Það er því nauðsynlegt að vinna í sjálfum sér og styrkja grunnstoðir heilsunnar: svefn, mataræði, hreyfing, félagslíf og hugarfar. Í næsta pistli verður farið yfir gagnreyndar aðferðir til að koma í veg fyrir að streitan bugi okkur með að tækla betur streituvalda, og höndla streituna þegar hún er mætt á svæðið. Heilsa Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Það er hetjudáð að hafa hverja mínútu dagsins fullnýtta. Allt á fullu er ógeðslega töff. Að vera tættur og tjásaður alla daga er stöðutákn. Halda öllum boltum lífsins á lofti án þess að fipast. „Jæja… hvernig gengur? Er brjálað að gera eins og alltaf?“ Vinnan. Börnin. Vinirnir. Fótboltamótin. Mamma. Ræktin. Saumaklúbburinn. Bjórkvöldin. Mataræðið. Jóga. Hugleiðsla. Við setjum okkur kröfur sem fara með himinskautum um frammistöðu og fullkomnun í öllum þessum verkefnum. Velja afmælisgjafir og jólagjafir svo viðtakandinn til að lamast vinstra megin af þakklæti. Matarboð þar sem gestirnir stynja af kúlínarískri fullnægingu. Baka hundrað múffur með sjö tegundum af smjörkremi fyrir fjáröflun í fótboltanum. Halda fermingarveislu með fimm týpum af brauðtertum og auðvitað vegan og ketóvænar útgáfur líka svo allir verði ánægðir. Meðvirknin að sliga sinnið. Landvættir og kakóseremóníur. Baka bollur á sunnudögum skreyttar lífrænum graskersfræjum. Glúteinlausar. Sykurlausar. Vegan. Og pósta á Instagram. Taka þátt í Landvættunum og Blálónsþrautinni og Reykjavíkurmaraþoninu og vera á gönguskíðum á veturna og títanhjóli á sumrin og fara í Crossfit og vera í jóga. Þurfum að njóta gríðarlegrar velgengni í starfi og ná öllum skilafrestum. Líka vinna yfirvinnu. Skutla krökkunum. Skila skýrslu. Mæta á réttum tíma. En vera líka kjörnuð í núvitund. Stunda jóga og drekka grænt Macha te. Vera á ketó og fasta og drekka smjörkaffi. Gróðursetja tré til að kolefnisjafna Köbenferðina. Fara á kakóseremóníu. Stunda kæliböð. Hringja oftar í mömmu. Hitta vinina í happy hour eftir vinnu. Mæta á öll fótboltamót og fimleikakeppnir barnanna. Og vera auðvitað alltaf í móðins spjörum. Heimilið eins og uppstillingarbás í IKEA. Túlipanar í vasa. Omaggio vasa. Epalsófi tignarlegur á gæruskinni í minimalískri stofu. Uppvakningur á morgnana en í sveitaballastuði á kvöldin Þegar við erum spurð „Hvernig hefurðu það?“ „Jú allt bara toppnæs“ er kastað fram á hátíðninni. En streitan er samt gjörsamlega að buga sjálfið. Innra með okkur er streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn. Og með tímanum verða kortisólvakarnir ónæmir fyrir að hafa streituhormónin svamlandi allan daginn í kerfinu og dægursveiflurnar fara að riðlast. Krónísk streita getur valdið ruglingi í HPA ásnum (HPA dysregulation), sem er samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahettna. Heilinn skynjar ógn í umhverfinu og sendir skilaboð á nanósekúndu niður nýrnahettur sem seytir út streituhormónum adrenalín og kortisóli til að gera okkur klár í bardaga. Krónísk streita veldur því að kortisól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Í stað þess að vera í hámarki á morgnana og gefa okkur fítonskraft til að takast á við daginn er það miður sín þegar við nuddum stírurnar svo við þurfum nokkra bolla af bleksvartri iðnaðaruppáhellingu til að komast í gang. Síðan getum við verið í jafn miklu stuði seinnipartinn og miðaldra húsmóðir á Stuðmannaballi í Njálsbúð og kortisólið uppi í rjáfri en á þessum tíma viljum við að kortisól sé lágt til að hleypa svefnhormóninu melatónín í partýið og gera okkur þreytt. Við berjumst við móður náttúru, förum út í hvaða veðri sem er, sköfum af bílnum, berjumst gegnum snjó og skafla, rok og rigningu. En að bugast undir kröfum samtímans og þá bíður sjálfsmynd mín stórkostlega hnekki sem ofurmenni með allt undir kontról. Margir horfast þess vegna ekki í augu við að streitan sé að buga skrokk og sál, fyrr en alltof seint að ráða allt í einu ekki við lífið og öll verkefnin er ósigur fyrir marga. Krónísk streita veldur því að kortisól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Gul viðvörun En líkaminn sem hefur hvíslað að þér að slaka á, er núna byrjaður að garga á þig með allskyns einkennum. Eins og Veðurstofa Íslands sendir hann þér fyrst gula viðvörun. Við verðum áhyggjufull jafnvel yfir ómerkilegustu verkefnum sem áður ollu okkur ekki sérstöku hugarangri. Þráðurinn verður ansi stuttur og pirringurinn bubblar undir svo makinn þarf að læðast á sokkaleistunum á eggjaskurnum í kringum okkur og þorir ekki að anda vitlaust. Byrjum að vakna á nóttunni og liggja andvaka í 2-3 tíma þegar kortisól ákveður að mæta á svæðið. Höfum minni orku og upplifum áhugaleysi yfir áður gleðilegum athöfnum eins og að hitta vinina. Neikvæðni í sinninu og agnúumst út í allt og alla. Einbeitingin fer út á tún með rollunumþví kortisól slævir framheilann því hann er orkufrekari en gamall Mustang, en í viðvarandi streituástandi vill skrokkurinn spara orkuna. Appelsínugul viðvörun Ef við stingum puttunum í eyrun nógu lengi fáum við það óþvegið með appelsínugulri viðvörun. Pirringur verður viðvarandi svo heimilislífið verður eins og púðurtunna.Sektarkennd og samviskubit yfir ómerkilegustu hlutum. Að hafa ekki hringt í mömmu í gær, eða gleymt nesti barnsins. Tilfinningadoði og líðum í gegnum dagana eins og postulínsbrúða í framan með engin svipbrigði. Meltingartruflanir gera vart við sig því í streitukerfinu dregst blóðið úr maganum í útlimina sem þýðir að við erum ekki tilbúin að melta fæðu á þessum tímapunkti. Líkamsstjórn verður verri og við forum að missa hluti úr höndunum á okkur. Kvíði kviknar yfir minnstu verkefnum. Að ryksuga er á pari við að klífa Everest. Hæ Vilborg Arna. Að sækja börnin í skólann eins og að draga blóð úr steini. Að ákveða kvöldmatinn jafn flókið og að læra mandarínsku á hraðnámskeiði. Það má skella skuldinni á taugaboðefnið GABA sem gegnir lykilhlutverki í kvíða en þegar við erum undir álagi og vansvefta þá lækkar GABA um 50% í líkamanum. Undir miklu álagi upplifum við að greindarvísitalan hafi lækkað og við getum ekki tekið þátt í samræðum á kaffistofunni. Þurfum að gúgla þriðja orkupakkann og hver vann Óskarinn. Við verðum gleymin. Við gleymum hvað samstarfsfélagarnir heita. Gleymum lyklunum í skránni, gleymum veskinu í búðinni og símanum í bílnum. Kortisól minnkar drekann (hippocampus), minnisstöðina í heilanum, Líkaminn er svo magnaður að hann fer í sparnaðaraðgerðir á orku og þegar við erum að berjast við ljón úti á steppunum, eigum ekki að leysa krossgátur heldur nýta orkuna í vöðvana. Rauð viðvörun Ef þú skellir áfram skollaeyrum þá lamar skrokkurinn þig með rauðri viðvörun. Rétt eins og íslenskt samfélag fer á hliðina með lokuðum leikskólum og hömstrun á kexi úr Nettó Svefninn verður algjört kaos. Sefur ekki heilu næturnar og valsar um stofuna á nóttunni á náttfötunum. Einangrum okkur félagslega því orkan leyfir ekki saumaklúbba og strákakvöld. Einveran nærir þá kvíðahugsanir og verkkvíði fer að lama okkur. Þvottafjallið verður okkar Everest, ekki fært nema fuglinum fljúgandi Svefnleysið og streitan leiðir til þunglyndis, kvíða og enn verri minnistruflana og við upplifum jafnvel að detta út í samræðum eða yfir tölvunni í vinnunni. Erum óhamingjusöm og stutt í tárin yfir minnsta mótlæti. Fúli gamli kallinn í matvörubúðinni sem skammaði okkur fyrir að ýta í sig með kerrunni fær okkur til að brynna músum yfir eldavélinni mörgum klukkustundum síðar. Langvarandi kortisólstreymi veikir ónæmiskerfið og við verðum eins og svampur á allar pestir í umferð og sífellt með kvef og hor því það má ekki kjaftur hnerra í kringum okkur Í streituástandi dregst blóðið úr maganum í útlimina svo við erum ekki í stakk búin til að melta fæðu þegar við borðum. Yfir langan tíma leiðir þetta til meltingartruflana og magaónota. Sem leiðir til versnunar á langvinnum sjúkdómum eins og háþrýstingi, sykursýki, hjarta og æðasjúkdómum því kortisól hækkar blóðsykur, blóðþrýsting og brýtur niður vöðvamassa. Það er því ærin ástæða að taka í taumana áður en allt fer í óefni í maskínunni. Við eigum aðeins eina heilsu og ef þú leyfir svefnleysi, streitu að sliga skrokk og sinni geturðu átt á hættu að kulnun banki á dyrnar með heimsendingu frá Stress.is. Ef þú hunsar viðvaranir líkamans geturðu endað eins og veðurbarinn ferðamaður að ríghalda í ljósastaur á Höfðatorgi í sautjándu sprengilægð vetrarins. Hlustaðu á líkamann áður en hann gefur þér löngutöng. Þegar við erum útbrunnin erum við eins og pottur á heitri hellu sem bullsýður. Í veikindaleyfi erum við að taka pottinn af hellunni en hvað gerist ef potturinn er settur strax aftur á heita helluna? Það fer strax að sjóða aftur. Ef við höfum ekkert unnið í okkur sjálfum og heilsunni, förum við að sjóða við minnsta áreiti. Það er því nauðsynlegt að vinna í sjálfum sér og styrkja grunnstoðir heilsunnar: svefn, mataræði, hreyfing, félagslíf og hugarfar. Í næsta pistli verður farið yfir gagnreyndar aðferðir til að koma í veg fyrir að streitan bugi okkur með að tækla betur streituvalda, og höndla streituna þegar hún er mætt á svæðið.
Heilsa Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira