Kominn til Ajax og dreymir um að spila í íslenska landsliðinu með bróður sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 14:30 Kristian Nökkvi Hlynsson á ferðinni í leik með unglingaliði Ajax. Mynd/Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson er í viðtali á heimasíðu hollenska stórliðsins Ajax frá Amsterdam í dag en Hollendingarnir keyptu þennan sextán ára strák frá Breiðabliki í janúar. Fyrstu mánuðir Kristian í atvinnumennskunni hafa verið mjög skrýtnir því öllum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar aðeins mánuði eftir að hann fékk keppnisleyfi í febrúar. Kristian Nökkvi fór aftur heim til Íslands en er nú kominn aftur út. Maak kennis met: Van Breidablik naar Ajax Voorbeelden Ziyech & De Bruyne Kwaliteiten & verbeterpunten#TalentTuesday #ABNAMRO— AFC Ajax (@AFCAjax) May 5, 2020 Ajax þótti við hæfi að kynna þennan efnilega knattspyrnumann á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Kristian Nökkvi sé fæddur í Danmörku áður en foreldrar hans fluttu aftur heim til Íslands. Hann er samt með íslenskt vegabréf og ætlar að spila fyrir Ísland. „Það er draumur minn að spila með bróður mínum einhvern daginn, kannski náðum við því með íslenska landsliðinu,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson í viðtalinu en eldri bróðir hans, Ágúst Eðvald Hlynsson, spilar með Víkingum. Ágúst Eðvald Hlynsson var kominn út til Bröndby í Danmörku en gerði þriggja ára samning við Víking fyrir síðasta tímabil. Kristian Nökkvi var út í Norwich þegar Ágúst var þar en bróðir hans er fjórum árum eldri. „Ég fór þangað með honum og móður okkar. Ég er orðinn vanur því að flytja og hafði ekkert á móti því að flytja aftur þegar Ajax hafði samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian Hlynsson (2004) voted the best player of BSC Unisson U16 tournament in Netherlands & was also top goalscorer #TeamTotalFootball pic.twitter.com/GHj4vaDZxp— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 11, 2019 Kristian Nökkvi Hlynsson sýndi sig og sannaði fyrir útsendurum Ajax á síðasta ári. „Ég spilaði á æfingamóti með Breiðabliki í Enschede. Ég varð markakóngur og valinn besti leikmaður mótsins. Eftir það hafði Ajax samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian talaði við Óttar Magnús Karlsson áður en hann fór út. „Hann spilaði með unglingaliði Ajax og talaði mjög vel um klúbbinn og lífið í Hollandi,“ sagði Kristian. 71. GOAAAAL #AjaxO17! Kristian Hlynsson... #ajapec pic.twitter.com/neaUSTKPdl— AFC Ajax (@AFCAjax) February 29, 2020 Hann var í fjarnámi þegar hann fór út til Hollands og það hefur því ekkert breyst í faraldrinum. Kristian segist líka í viðtalinu hafa haldið sér í formi heima á Íslandi enda sé þar nóg af fótboltavöllum. Kristian hefur sett sér stór markmið hjá Ajax en til byrja með spilar hann með unglingaliði félagsins. „Ég vil skora mikið af mörkum og leggja upp mörk á næsta tímabili. Að auki þá vil ég vinna allt með mínu liði. Ég vonast líka til að fá mitt fyrsta tækifæri með Jong Ajax liðinu. Það væri gaman,“ sagði Kristian. Hollenski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson er í viðtali á heimasíðu hollenska stórliðsins Ajax frá Amsterdam í dag en Hollendingarnir keyptu þennan sextán ára strák frá Breiðabliki í janúar. Fyrstu mánuðir Kristian í atvinnumennskunni hafa verið mjög skrýtnir því öllum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar aðeins mánuði eftir að hann fékk keppnisleyfi í febrúar. Kristian Nökkvi fór aftur heim til Íslands en er nú kominn aftur út. Maak kennis met: Van Breidablik naar Ajax Voorbeelden Ziyech & De Bruyne Kwaliteiten & verbeterpunten#TalentTuesday #ABNAMRO— AFC Ajax (@AFCAjax) May 5, 2020 Ajax þótti við hæfi að kynna þennan efnilega knattspyrnumann á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Kristian Nökkvi sé fæddur í Danmörku áður en foreldrar hans fluttu aftur heim til Íslands. Hann er samt með íslenskt vegabréf og ætlar að spila fyrir Ísland. „Það er draumur minn að spila með bróður mínum einhvern daginn, kannski náðum við því með íslenska landsliðinu,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson í viðtalinu en eldri bróðir hans, Ágúst Eðvald Hlynsson, spilar með Víkingum. Ágúst Eðvald Hlynsson var kominn út til Bröndby í Danmörku en gerði þriggja ára samning við Víking fyrir síðasta tímabil. Kristian Nökkvi var út í Norwich þegar Ágúst var þar en bróðir hans er fjórum árum eldri. „Ég fór þangað með honum og móður okkar. Ég er orðinn vanur því að flytja og hafði ekkert á móti því að flytja aftur þegar Ajax hafði samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian Hlynsson (2004) voted the best player of BSC Unisson U16 tournament in Netherlands & was also top goalscorer #TeamTotalFootball pic.twitter.com/GHj4vaDZxp— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 11, 2019 Kristian Nökkvi Hlynsson sýndi sig og sannaði fyrir útsendurum Ajax á síðasta ári. „Ég spilaði á æfingamóti með Breiðabliki í Enschede. Ég varð markakóngur og valinn besti leikmaður mótsins. Eftir það hafði Ajax samband,“ sagði Kristian Nökkvi. Kristian talaði við Óttar Magnús Karlsson áður en hann fór út. „Hann spilaði með unglingaliði Ajax og talaði mjög vel um klúbbinn og lífið í Hollandi,“ sagði Kristian. 71. GOAAAAL #AjaxO17! Kristian Hlynsson... #ajapec pic.twitter.com/neaUSTKPdl— AFC Ajax (@AFCAjax) February 29, 2020 Hann var í fjarnámi þegar hann fór út til Hollands og það hefur því ekkert breyst í faraldrinum. Kristian segist líka í viðtalinu hafa haldið sér í formi heima á Íslandi enda sé þar nóg af fótboltavöllum. Kristian hefur sett sér stór markmið hjá Ajax en til byrja með spilar hann með unglingaliði félagsins. „Ég vil skora mikið af mörkum og leggja upp mörk á næsta tímabili. Að auki þá vil ég vinna allt með mínu liði. Ég vonast líka til að fá mitt fyrsta tækifæri með Jong Ajax liðinu. Það væri gaman,“ sagði Kristian.
Hollenski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira