Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2020 12:17 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ætlar fram með áform sín um stofnun hálendisþjóðgarðs í haust. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hugðist mæla fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs nú á vorþingi. Þau áform fóru úr skorðum vegna kórónuveirufaraldursins og var frumvarpið eitt þeirra mála frá ríkisstjórninni sem felld voru út úr þingmálaskrá þegar hún var uppfærð í byrjun apríl. „Ég mun fara með það mál fram í haust og bind miklar vonir við að við klárum það að sjálfsögðu. Þetta er mál sem að er í stjórnarsáttmála. Mér finnst í rauninni ágætt að geta nýtt tímann sem að skapast núna, það þurftu allir að láta einhver mál af sinni þingmálaskrá, allir ráðherrar,“ segir Guðmundur Ingi. Ríflega sjötíu umsagnir bárust um drög að frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda en það var ekki komið formlega til þingsins. Málið þykir nokkuð umdeilt og eru skiptar skoðanir um það innan stjórnarflokkanna. Þá hafa nokkur sveitarfélög lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Sér sóknarfæri með stofnun hálendisþjóðgarðs „Ég hef tíma núna til að ræða ennþá betur, til dæmis við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila um þetta mikilvæga mál sem ég tel að í felist gríðarleg sóknarfæri fyrir Ísland og ekki síst fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar og fyrir ímynd okkar Íslendinga að eiga stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ segir Guðmundur Ingi en samkvæmt fyrirliggjandi tillögum gæti hálendisþjóðgarðurinn náð yfir um 33% af landinu. Ráðherra segist sjálfur hafa tekið ákvörðun um að fresta málinu, það hafi ekki verið tekið af þingmálaskrá vegna þrýstings frá hinum stjórnarflokkunum. „Það var í sjálfu sér ekki umræða á milli flokkanna sérstaklega hvaða mál færu heldur var það ákvörðun hvers og eins ráðherra. Ég tók þá ákvörðun að í ljósi aðstæðnanna að ég myndi gefa þessu meiri tíma og fá þá meira svigrúm til þess einmitt að tala við fleiri og reyna að sætta sjónarmið,“ segir ráðherra. „Vegna þess að þetta mál er stórt og það skiptir gríðarlega miklu máli að mínu mati þannig að það er algjörlega mín ákvörðun.“ Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Alþingi Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hugðist mæla fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs nú á vorþingi. Þau áform fóru úr skorðum vegna kórónuveirufaraldursins og var frumvarpið eitt þeirra mála frá ríkisstjórninni sem felld voru út úr þingmálaskrá þegar hún var uppfærð í byrjun apríl. „Ég mun fara með það mál fram í haust og bind miklar vonir við að við klárum það að sjálfsögðu. Þetta er mál sem að er í stjórnarsáttmála. Mér finnst í rauninni ágætt að geta nýtt tímann sem að skapast núna, það þurftu allir að láta einhver mál af sinni þingmálaskrá, allir ráðherrar,“ segir Guðmundur Ingi. Ríflega sjötíu umsagnir bárust um drög að frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda en það var ekki komið formlega til þingsins. Málið þykir nokkuð umdeilt og eru skiptar skoðanir um það innan stjórnarflokkanna. Þá hafa nokkur sveitarfélög lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Sér sóknarfæri með stofnun hálendisþjóðgarðs „Ég hef tíma núna til að ræða ennþá betur, til dæmis við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila um þetta mikilvæga mál sem ég tel að í felist gríðarleg sóknarfæri fyrir Ísland og ekki síst fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar og fyrir ímynd okkar Íslendinga að eiga stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ segir Guðmundur Ingi en samkvæmt fyrirliggjandi tillögum gæti hálendisþjóðgarðurinn náð yfir um 33% af landinu. Ráðherra segist sjálfur hafa tekið ákvörðun um að fresta málinu, það hafi ekki verið tekið af þingmálaskrá vegna þrýstings frá hinum stjórnarflokkunum. „Það var í sjálfu sér ekki umræða á milli flokkanna sérstaklega hvaða mál færu heldur var það ákvörðun hvers og eins ráðherra. Ég tók þá ákvörðun að í ljósi aðstæðnanna að ég myndi gefa þessu meiri tíma og fá þá meira svigrúm til þess einmitt að tala við fleiri og reyna að sætta sjónarmið,“ segir ráðherra. „Vegna þess að þetta mál er stórt og það skiptir gríðarlega miklu máli að mínu mati þannig að það er algjörlega mín ákvörðun.“
Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Alþingi Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08
Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45