Lífið

„My Boy Lolli­pop“-söng­konan Milli­e Small er látin

Atli Ísleifsson skrifar
My Boy Lollipop naut mikilla vinsælda og náði öðru sætinu bæði á bandaríska og breska vinsældalistanum árið 1964.
My Boy Lollipop naut mikilla vinsælda og náði öðru sætinu bæði á bandaríska og breska vinsældalistanum árið 1964. Getty

Jamaíska söngkonan Millie Small, sem gerði gerðinn frægan fyrir flutning á laginu My Boy Lollipop, er látin, 73 ára að aldri. Hún andaðist í Englandi í kjölfar heilablóðfalls.

My Boy Lollipop naut mikilla vinsælda og náði öðru sætinu bæði á bandaríska og breska vinsældalistanum árið 1964.

Lagið er enn eitt söluhæsta ska-lag allra tíma, en smáskífan seldist í rúmlega sjö milljónum eintaka.

Chris Blackwell, stofnandi Island Records, greindi frá andlátinu og sagði hana hafa verið „yndislega manneskju“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.