Innlent

Er bannað að þvo bílinn í innkeyrslunni?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bítið hefst í beinni útsendingu á Bylgjunni, hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir klukkan 6:50.
Bítið hefst í beinni útsendingu á Bylgjunni, hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir klukkan 6:50.

Bítið er á sínum stað frá klukkan 6:50 til 10. Hlusta má á þá Heimi Karlsson, Guðlaug Helgason og Þráinn Steinsson á Bylgjunni, í spilaranum hér að neðan eða á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Dagskráin er þétt hjá þeim í dag. Til að mynda munu þeir fá til sín ritstjóra Vísindavefsins sem mun ræða við þá um hinar ýmsu hliðar vísindanna og stóraukna aðsókn í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, mætir í Bítið og ræðir stöðu tónlistarhússins og framtíðina, ekki síst í ljósi tveggja metra reglunnar. 

Umhverfisráðherra sækir Bítið einnig heim en hann mun meðal annars ræða um bann við hinum ýmsu einnota plastvörum. Talandi um bann; Bítismenn munu leita svara við því hvort Reykvíkingum sé bannað að þvo bíla sína við hús sín, vegna þeirra eiturefna sem kunna að berast út í frárennslið.

Fulltrúar nýsköpunarfyrirtækisins CrankWheel munu ræða hvernig kórónuveiran hefur hjálpað rekstrinum þeirra, auk þess sem Rakel Sveinsdóttir mun fjalla um Atvinnulífið á Vísi. 

Þá ætla Jóhannes Haukur Jóhannesson og Fannar Sveinsson að fræða Bítismenn um Sápuna, nýjan gamanþátt á Stöð 2 sem óhætt er að segja að sé með óhefðbundnu sniði. 

Þetta og meira til í Bítinu, sem má sjá hér að neðan.

Uppfært: Upptöku frá Bítinu í heild sinni má nálgast hér að neðan.

Klippa: Bítið í heild sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×