Erlent

Mannskætt rútuslys í Gvatemala

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/AP

Í það minnsta tuttugu eru látnir eftir umferðarslys nærri bænum Gualan í austurhluta Gvatemala. Slysið varð eftir að flutningabíll og rúta skullu saman snemma á laugardagsmorgun.

Níu börn eru á meðal hinna látnu. Tólf eru slösuð og voru þau flutt á sjúkrahús á svæðinu. Alejandro Giammattei, nýkjörinn forseti Gvatemala, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri harmi sleginn vegna slyssins og vottaði aðstandendum samúð sína.





Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli slysinu en grunur leikur á að ökumaður flutningabílsins hafi keyrt yfir hámarkshraða og hafnað á afturhluta rútunnar. Myndir frá vettvangi slyssins sýna aftari hluta rútunnar gjöreyðilagðan.

Báðir ökumenn eru nú í haldi lögreglu og verða yfirheyrðir vegna slyssins.

Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×