Fleiri sem þurfa að neita sér um tannlæknisþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2019 13:54 Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju. Vísir/vilhelm Fjörutíu og þrjú prósent þeirra félagsmanna Einingar Iðju sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup hafa einhvern tíman á síðustu tólf mánuðum þurft að fresta eða hætta við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju segir stöðuna vera alvarlega. Það sé falleinkunn fyrir heilbrigðiskerfið að svona margir þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Í viðhorfs- og kjarakönnun Gallup sem Eining Iðja hefur látið gera undanfarin ár kemur fram að drjúgur hluti félagsmanna þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárhags. Björn segir málið vera grafalvarlegt en niðurstaðan sé þó að mestu í samræmi við það sem komið hefur fram á árum áður ef frá er talin tannlæknisþjónusta. „Þetta hefur komið út úr okkar spurningum, við höfum verið með þessar spurningar áður en það sem er að gerast núna er að frekar færri hafa neitað sér um að kaupa sér lyf og að fara til almenns læknis en þeim fjölgar sem neita sér um að fara til tannlæknis.“ Björn segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi þurft að neitar sér um tannlæknisþjónustu. Í könnuninni kemur fram að 43,3% félagsmanna sem tóku þátt höfðu á síðustu tólf mánuðum frestað eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn segist hafa sérstakar áhyggjur af foreldrum á aldrinum 25-35 ára sem komi áberandi verst út í könnuninni. „Það er alltaf þessi aldurshópur sem kemur verst út úr þessum könnunum hvort sem það er almenn lækning, lyf eða tannlæknir. Þarna er greinilegt að fólkið með ungu börnin lætur þau hafa forgang,“ segir Björn. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða að kerfið okkar - sem við teljum nú vera rosalega gott - að það skuli gera það að verkum að fólk hafi ekki efni á að leita sér hjálpar og það að fara til almenns læknis, kaupa lyf og ég tala nú ekki um að fara til tannlæknis. Þetta er raunverulega, hvað á maður að segja, falleinkunn á heilbrigðiskerfið okkar þegar svona er komið fyrir fólki“. Í síðustu viku tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, um aðgerðir til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Á næstu tveimur árum er áætlað að auka framlög til tannlæknisþjónustu þjónustu við börn og lífeyrisþega um samtals 320 milljónir króna. Árið 2021 er síðan gert ráð fyrir 90 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum fólks vegna tannlæknisþjónustu vegna slysatilvika og meðfæddra galla. Aðspurður hvort hann telji að þetta muni bæta stöðuna segir Björn. „Allt sem lækkar kostnað fyrir fólk til að nýta heilbrigðiskerfið er auðvitað jákvætt en ég tel að það þurfi að fara mjög vel ofan í saumana á þessu, þegar svona kemur í ljós. Það sem er líka að gerast er að það er erfiðara fyrir fólk á landsbyggðinni að sækja sér lækningar en það er ákveðinn kapítuli út af fyrir sig, þar sem meginlæknisþjónusta er orðin svo mikil á höfuðborgarsvæðinu og fólk þarf að fara langar leiðir,“ segir Björn. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Fjörutíu og þrjú prósent þeirra félagsmanna Einingar Iðju sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup hafa einhvern tíman á síðustu tólf mánuðum þurft að fresta eða hætta við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju segir stöðuna vera alvarlega. Það sé falleinkunn fyrir heilbrigðiskerfið að svona margir þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Í viðhorfs- og kjarakönnun Gallup sem Eining Iðja hefur látið gera undanfarin ár kemur fram að drjúgur hluti félagsmanna þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárhags. Björn segir málið vera grafalvarlegt en niðurstaðan sé þó að mestu í samræmi við það sem komið hefur fram á árum áður ef frá er talin tannlæknisþjónusta. „Þetta hefur komið út úr okkar spurningum, við höfum verið með þessar spurningar áður en það sem er að gerast núna er að frekar færri hafa neitað sér um að kaupa sér lyf og að fara til almenns læknis en þeim fjölgar sem neita sér um að fara til tannlæknis.“ Björn segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi þurft að neitar sér um tannlæknisþjónustu. Í könnuninni kemur fram að 43,3% félagsmanna sem tóku þátt höfðu á síðustu tólf mánuðum frestað eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn segist hafa sérstakar áhyggjur af foreldrum á aldrinum 25-35 ára sem komi áberandi verst út í könnuninni. „Það er alltaf þessi aldurshópur sem kemur verst út úr þessum könnunum hvort sem það er almenn lækning, lyf eða tannlæknir. Þarna er greinilegt að fólkið með ungu börnin lætur þau hafa forgang,“ segir Björn. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða að kerfið okkar - sem við teljum nú vera rosalega gott - að það skuli gera það að verkum að fólk hafi ekki efni á að leita sér hjálpar og það að fara til almenns læknis, kaupa lyf og ég tala nú ekki um að fara til tannlæknis. Þetta er raunverulega, hvað á maður að segja, falleinkunn á heilbrigðiskerfið okkar þegar svona er komið fyrir fólki“. Í síðustu viku tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, um aðgerðir til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Á næstu tveimur árum er áætlað að auka framlög til tannlæknisþjónustu þjónustu við börn og lífeyrisþega um samtals 320 milljónir króna. Árið 2021 er síðan gert ráð fyrir 90 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum fólks vegna tannlæknisþjónustu vegna slysatilvika og meðfæddra galla. Aðspurður hvort hann telji að þetta muni bæta stöðuna segir Björn. „Allt sem lækkar kostnað fyrir fólk til að nýta heilbrigðiskerfið er auðvitað jákvætt en ég tel að það þurfi að fara mjög vel ofan í saumana á þessu, þegar svona kemur í ljós. Það sem er líka að gerast er að það er erfiðara fyrir fólk á landsbyggðinni að sækja sér lækningar en það er ákveðinn kapítuli út af fyrir sig, þar sem meginlæknisþjónusta er orðin svo mikil á höfuðborgarsvæðinu og fólk þarf að fara langar leiðir,“ segir Björn.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira