Handbolti

Sport­pakkinn: Á­huginn á hand­bolta­lands­liðinu ekki verið jafn mikill síðan 2007

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar ætla að fjölmenna til Malmö til að fylgjast með Strákunum okkar.
Íslendingar ætla að fjölmenna til Malmö til að fylgjast með Strákunum okkar. vísir/andri marinó

Ekki hefur verið jafn mikill áhugi á íslenska karlalandsliðinu í handbolta síðan á HM 2007 í Þýskalandi.

Fjölmargir Íslendingar ætla að gera sér ferð til Malmö og fylgjast með landsliðinu á EM 2020. Uppselt er á fyrsta leik Íslands, gegn Danmörku 11. janúar.

„Við finnum fyrir gríðarlegum áhuga. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir miðar verið pantaðir. Við reiknum með að um 1000 Íslendingar verði á leiknum gegn Dönum. Á hinum tveimur leikjunum verða um 6-700,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

En hvað skýrir þennan aukna áhuga á landsliðinu?

„Það er margþætt. Liðið er ungt og spennandi og þessa kynslóðaskipti eru að ganga í gegn. Liðið er góðri leið,“ sagði Róbert.

Undirbúningur íslenska liðsins fyrir EM hófst formlega í dag. Hluti hópsins æfði þá í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Þúsund Íslendingar verða á leiknum gegn Dönum

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×