Erlent

Þrír fjöl­skyldu­með­limir fundust látnir í sund­laug á að­fanga­dags­kvöld

Sylvía Hall skrifar
Costa del Sol.
Costa del Sol. Vísir/Getty

Þrennt fannst látið í sundlaug við hótelið Club La Costa World á Costa del Sol á aðfangadagskvöld. Hin látnu eru sögð vera úr sömu fjölskyldu en fjölskyldan hafði verið í fríi yfir hátíðirnar.

Á vef BBC kemur fram að um sé að ræða níu ára stúlku frá Bretlandi, eldri bróður hennar og föður. Þau eru sögð hafa drukknað eftir að stúlkan lenti í vandræðum í sundlauginni og bróðir hennar og faðir höfðu reynt að koma henni til bjargar.

Viðbragðsaðilar voru sendir á vettvang og skyndihjálp var reynd á vettvangi í rúmlega þrjátíu mínútur. Að sögn sjónarvotta greip um sig mikil örvænting við sundlaugina og starfsfólk heyrði mikil öskur.

Samkvæmt utanríkisráðuneytinu á Spáni er verið að aðstoða breska konu á Spáni. Stúlkan og faðir hennar eru sögð vera með breskt ríkisfang en bróðirinn bandarískt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×