Erlent

Ósátt við ummæli McConnell um samstarf við Hvíta húsið

Sylvía Hall skrifar
Lisa Murkowski.
Lisa Murkowski. Vísir/Getty

Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir ummæli Mitch McConnell um samstarf við Hvíta húsið í ákæruferlinu gegn Trump óhugnanleg. McConnell, forseti öldungadeildarinnar, hefur lofað samstarfi við Hvíta húsið og lögmenn Trump.

Sjá einnig: Ætlar að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi

Murkowski hefur alla tíð þótt vera hófsamur Repúblikani og hefur verið óhrædd við að fara gegn flokkslínum. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í fyrra sagðist hún ekki alltaf hafa samsamað sig stefnu flokksins, en hún greiddi til að mynda atkvæði gegn skipun Brett Kavanaugh í embætti Hæstaréttardómara.

Hún segir mikilvægt að fjarlægð sé á milli Hvíta hússins og þingsins þegar kemur að réttarhöldunum vegna ákæranna á hendur Trump.

„Fyrir mér þýðir það að við þurfum að taka skref aftur á við frá því að haldast í hendur við [Hvíta húsið].“

Hún gagnrýndi líka hversu hratt ferlið virtist ganga en Repúblikanar hafa reynt að tryggja að réttarhöldin gangi hratt fyrir sig. Þá vilja þeir ekki kalla til vitni og hafa réttarhöldin eftir áramót. Það er þvert á vilja Trump sem vill kalla til þó nokkur vitni því hann telur að framburður þeirra myndi skaða pólitíska andstæðinga hans.


Tengdar fréttir

Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni

Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×