Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 15:30 Lionel Messi er á eftir markameti Pele. Getty/Tim Clayton Lionel Messi hefur slegið ófá metin á glæsilegum ferli en Arnar Björnsson komst að því að fleiri met gætu fallið á nýju ári. Það eru fastir liðir eins og venjulega í spænska fótboltanum, Barcelona er á toppnum. Þetta er áttunda árið af síðustu tíu þar sem Katalónarnir eru í efsta sæti þegar nýtt ár gengur í garð. Sjö sinnum af þessum átta skiptum hefur liðið síðan orðið Spánarmeistari. Lionel Messi er markahæstur með 13 mörk, einu marki meira en Karim Benzema hjá Real Madríd og það þrátt fyrir að spila ekki fjóra fyrstu leikina vegna meiðsla. Árið var bara nokkuð þokkalegt hjá honum, hann skoraði 50 mörk. Það er hans næst slakasti árangur undanfarin 10 ár. Fyrir sjö árum skoraði sá argentínski 91 mark en árið áður helmingi færri. Þá urðu mörkin „aðeins“ 45. Messi er þegar búinn að bæta mörg met og það eru fleiri í sjónmáli. Argentínumaðurinn er búinn að skora 618 mörk fyrir Barcelona og vantar 26 í viðbót til að slá met Brasilíumannsins Pele sem skoraði 643 lið fyrir Santos 1956-1974. Messi vantar 62 leiki til að verða sá leikjahæsti í 120 ára sögu Barcelona. Xavi á metið en hann spilaði 767 leiki fyrir Katalóníufélagið. Líklegt má telja að Barcelona komist í meistaradeildina á næstu leiktíð, þá getur Messi jafnað við Ryan Giggs sem skoraði á sextán leiktíðum með Manchester United í deild þeirra bestu. Keppni í La Liga hefst á nýjan leik 4. janúar en þá verður grannaslagurinn í Katalóníu á heimavelli Espanol.Mörk Lionel Messi frá árinu 2010 2010 - 60 mörk = Barcelona (58) + Argentina (2) 2011 - 59 mörk = Barcelona (55) + Argentina (4) 2012 - 91 mark = Barcelona (79) + Argentína (12) 2013 - 45 mörk = Barcelona (39) + Argentína (6) 2014 - 58 mörk = Barcelona (50) + Argentína (8) 2015 - 52 mörk = Barcelona (48) + Argentína (4) 2016 - 59 mörk = Barcelona (51) + Argentína (8) 2017 - 54 mörk = Barcelona (50) + Argentína (4) 2018 - 51 mörk = Barcelona (47) + Argentína (4) 2019 - 50 mörk = Barcelona (45) + Argentína (5)Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um Lionel Messi hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Lionel Messi hefur slegið ófá metin á glæsilegum ferli en Arnar Björnsson komst að því að fleiri met gætu fallið á nýju ári. Það eru fastir liðir eins og venjulega í spænska fótboltanum, Barcelona er á toppnum. Þetta er áttunda árið af síðustu tíu þar sem Katalónarnir eru í efsta sæti þegar nýtt ár gengur í garð. Sjö sinnum af þessum átta skiptum hefur liðið síðan orðið Spánarmeistari. Lionel Messi er markahæstur með 13 mörk, einu marki meira en Karim Benzema hjá Real Madríd og það þrátt fyrir að spila ekki fjóra fyrstu leikina vegna meiðsla. Árið var bara nokkuð þokkalegt hjá honum, hann skoraði 50 mörk. Það er hans næst slakasti árangur undanfarin 10 ár. Fyrir sjö árum skoraði sá argentínski 91 mark en árið áður helmingi færri. Þá urðu mörkin „aðeins“ 45. Messi er þegar búinn að bæta mörg met og það eru fleiri í sjónmáli. Argentínumaðurinn er búinn að skora 618 mörk fyrir Barcelona og vantar 26 í viðbót til að slá met Brasilíumannsins Pele sem skoraði 643 lið fyrir Santos 1956-1974. Messi vantar 62 leiki til að verða sá leikjahæsti í 120 ára sögu Barcelona. Xavi á metið en hann spilaði 767 leiki fyrir Katalóníufélagið. Líklegt má telja að Barcelona komist í meistaradeildina á næstu leiktíð, þá getur Messi jafnað við Ryan Giggs sem skoraði á sextán leiktíðum með Manchester United í deild þeirra bestu. Keppni í La Liga hefst á nýjan leik 4. janúar en þá verður grannaslagurinn í Katalóníu á heimavelli Espanol.Mörk Lionel Messi frá árinu 2010 2010 - 60 mörk = Barcelona (58) + Argentina (2) 2011 - 59 mörk = Barcelona (55) + Argentina (4) 2012 - 91 mark = Barcelona (79) + Argentína (12) 2013 - 45 mörk = Barcelona (39) + Argentína (6) 2014 - 58 mörk = Barcelona (50) + Argentína (8) 2015 - 52 mörk = Barcelona (48) + Argentína (4) 2016 - 59 mörk = Barcelona (51) + Argentína (8) 2017 - 54 mörk = Barcelona (50) + Argentína (4) 2018 - 51 mörk = Barcelona (47) + Argentína (4) 2019 - 50 mörk = Barcelona (45) + Argentína (5)Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um Lionel Messi hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli
Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira