Útrunnið vínveitingaleyfi Spot setur Pallaball í uppnám Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2019 17:10 Páll Óskar. Vísir/Vilhelm Skemmtistaðnum Spot í Kópavogi var lokað í gær vegna útrunnins vínveitingaleyfis. Þetta kemur fram á vef DV. Í frétt DV segir einnig að um hundrað manns í einkasamkvæmi hafi verið gert að yfirgefa staðinn. Á gamlárskvöld stendur til að svokallað áramótaball með Páli Óskari fari fram, en Vísir heyrði í Páli Óskari vegna málsins. Í samtali við fréttastofu staðfesti Páll Óskar að staðurinn hafi verið lokaður í dag. Hann hafi verið staddur á Egilsstöðum í gærkvöldi þegar hann frétti af málinu, í morgun hafi hann síðan ákveðið að líta við fyrir utan skemmtistaðinn, þar sem búið var að hengja handskrifaðan miða í hurðina. Á miðanum hafi staðið að vegna „óviðráðanlegra ástæðna“ yrði staðurinn lokaður þangað til á morgun, þar sem vínveitingaleyfi staðarins hafi runnið út 19. desember. Undir miðann hafi skrifað Árni Björnsson, eigandi staðarins. „Ég tók þá ákvörðun að anda rólega þangað til níu í fyrramálið, en Sýslumaðurinn í Kópavogi opnar þá. Þá fæ ég úr því skorið hvort Árni fái vínveitingaleyfið,“ segir Páll Óskar, en hann segist jafnframt ekki hafa fengið nein svör frá forsvarsmönnum staðarins og vonast hann til að þeir hafi samband við hann við fyrsta tækifæri. Það liggur því ekki ljóst fyrir hvort áramótaball með Páli Óskari kemur til með að fara fram á Spot á gamlárskvöld, en enn virðist vera hægt að festa kaup á miðum á ballið á miða.is. Ekki náðist í Árna við vinnslu þessarar fréttar. Kópavogur Tónlist Veitingastaðir Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Skemmtistaðnum Spot í Kópavogi var lokað í gær vegna útrunnins vínveitingaleyfis. Þetta kemur fram á vef DV. Í frétt DV segir einnig að um hundrað manns í einkasamkvæmi hafi verið gert að yfirgefa staðinn. Á gamlárskvöld stendur til að svokallað áramótaball með Páli Óskari fari fram, en Vísir heyrði í Páli Óskari vegna málsins. Í samtali við fréttastofu staðfesti Páll Óskar að staðurinn hafi verið lokaður í dag. Hann hafi verið staddur á Egilsstöðum í gærkvöldi þegar hann frétti af málinu, í morgun hafi hann síðan ákveðið að líta við fyrir utan skemmtistaðinn, þar sem búið var að hengja handskrifaðan miða í hurðina. Á miðanum hafi staðið að vegna „óviðráðanlegra ástæðna“ yrði staðurinn lokaður þangað til á morgun, þar sem vínveitingaleyfi staðarins hafi runnið út 19. desember. Undir miðann hafi skrifað Árni Björnsson, eigandi staðarins. „Ég tók þá ákvörðun að anda rólega þangað til níu í fyrramálið, en Sýslumaðurinn í Kópavogi opnar þá. Þá fæ ég úr því skorið hvort Árni fái vínveitingaleyfið,“ segir Páll Óskar, en hann segist jafnframt ekki hafa fengið nein svör frá forsvarsmönnum staðarins og vonast hann til að þeir hafi samband við hann við fyrsta tækifæri. Það liggur því ekki ljóst fyrir hvort áramótaball með Páli Óskari kemur til með að fara fram á Spot á gamlárskvöld, en enn virðist vera hægt að festa kaup á miðum á ballið á miða.is. Ekki náðist í Árna við vinnslu þessarar fréttar.
Kópavogur Tónlist Veitingastaðir Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira