Það sem ensku liðin þurfa að gera í dag til að komast áfram í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 08:30 Það má ekkert klikka hjá Sadio Mane og félögum í Liverpool í kvöld. Getty/Chloe Knott Tottenham og Manchester City eru bæði búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þriðjudagurinn 10. desember er aftur á móti leikur upp á líf eða dauða fyrir hin tvö ensku liðin í keppninni, Liverpool og Chelsea. Tottenham og Manchester City eru í hópi átta liða sem eru komin áfram en hin eru Paris Saint-Germain, Bayern München, Juventus, Real Madrid, Barcelona og RB Leipzig. Átta sæti eru því í boði í leikjum Meistaradeildarinnar í dag og á morgun. En hvað þurfa Liverpool og Chelsea að gera til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum? Liverpool mætir Red Bull Salzburg á útivelli í dag og hefst leikurinn klukkan 17.55 að íslenskum tíma. Liverpool er með 10 stig, einu stigi meira en Napoli og þremur stigum meira en Red Bull Salzburg. Liverpool mistókst að tryggja sig áfram í síðustu umferð og má helst ekki tapa leiknum í Salzburg. Ef Liverpool tapar þá þarf liðið að treysta á að botnlið riðilsins, Genk, vinni Napoli á útivelli. Red Bull Salzburg kemst áfram með sigri á Liverpool en Liverpool tryggir sig ekki aðeins áfram með sigri því liðið myndi einnig vinna riðilinn. Fyrri leikurinn endaði með 4-3 sigri Liverpool á Anfield þannig að Liverpool kæmist því einnig áfram á innbyrðis leikjum ef Salzburg myndi vinna leikinn 5-4 eða 6-5. Þar erum við aftur á móti komin út í ímyndaða tölfræðileiki. Chelsea kemst einnig áfram með sigri á franska liðinu Lille á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Chelsea liðið gæti einnig komist áfram á jafntefli en aðeins ef Ajax myndi vinna Valencia á sama tíma. Leikur Chelsea og Lille hefst klukkan 20.00. Ajax er á toppi riðilsins með tíu stig en Chelsea og Valencia eru síðan jöfn í 2. og 3. sæti með átta stig hvort lið. Valencia verður ofar verði liðin jöfn að stigum því spænska liðið stendur betur í innbyrðsileikjum liðanna.Liðin sem eru komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar:A-riðill: Paris St-Germain (vinnur riðilinn), Real MadridB-riðill: Bayern München (vinnur riðilinn), TottenhamC-riðill: Manchester City (vinnur riðilinn)D-riðill: Juventus (vinnur riðilinn)E-riðill: EkkertF-riðill: Barcelona (vinnur riðilinn)G-riðill: RB LeipzigH-riðill: Ekkert Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og leikur Chelsea og Lille verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og þá verða einnig sýndir tveir aðrir leikir í beinni útsendingu eða: Inter - Barcelona (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 2) og Ajax - Valencia (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 4). Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Tottenham og Manchester City eru bæði búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þriðjudagurinn 10. desember er aftur á móti leikur upp á líf eða dauða fyrir hin tvö ensku liðin í keppninni, Liverpool og Chelsea. Tottenham og Manchester City eru í hópi átta liða sem eru komin áfram en hin eru Paris Saint-Germain, Bayern München, Juventus, Real Madrid, Barcelona og RB Leipzig. Átta sæti eru því í boði í leikjum Meistaradeildarinnar í dag og á morgun. En hvað þurfa Liverpool og Chelsea að gera til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum? Liverpool mætir Red Bull Salzburg á útivelli í dag og hefst leikurinn klukkan 17.55 að íslenskum tíma. Liverpool er með 10 stig, einu stigi meira en Napoli og þremur stigum meira en Red Bull Salzburg. Liverpool mistókst að tryggja sig áfram í síðustu umferð og má helst ekki tapa leiknum í Salzburg. Ef Liverpool tapar þá þarf liðið að treysta á að botnlið riðilsins, Genk, vinni Napoli á útivelli. Red Bull Salzburg kemst áfram með sigri á Liverpool en Liverpool tryggir sig ekki aðeins áfram með sigri því liðið myndi einnig vinna riðilinn. Fyrri leikurinn endaði með 4-3 sigri Liverpool á Anfield þannig að Liverpool kæmist því einnig áfram á innbyrðis leikjum ef Salzburg myndi vinna leikinn 5-4 eða 6-5. Þar erum við aftur á móti komin út í ímyndaða tölfræðileiki. Chelsea kemst einnig áfram með sigri á franska liðinu Lille á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Chelsea liðið gæti einnig komist áfram á jafntefli en aðeins ef Ajax myndi vinna Valencia á sama tíma. Leikur Chelsea og Lille hefst klukkan 20.00. Ajax er á toppi riðilsins með tíu stig en Chelsea og Valencia eru síðan jöfn í 2. og 3. sæti með átta stig hvort lið. Valencia verður ofar verði liðin jöfn að stigum því spænska liðið stendur betur í innbyrðsileikjum liðanna.Liðin sem eru komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar:A-riðill: Paris St-Germain (vinnur riðilinn), Real MadridB-riðill: Bayern München (vinnur riðilinn), TottenhamC-riðill: Manchester City (vinnur riðilinn)D-riðill: Juventus (vinnur riðilinn)E-riðill: EkkertF-riðill: Barcelona (vinnur riðilinn)G-riðill: RB LeipzigH-riðill: Ekkert Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og leikur Chelsea og Lille verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og þá verða einnig sýndir tveir aðrir leikir í beinni útsendingu eða: Inter - Barcelona (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 2) og Ajax - Valencia (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 4).
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira