Lífið

Hláturskast vekur heimsathygli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mary Katherine Backstrom gjörsamlega trylltist úr hlátri í beinni á Facebook.
Mary Katherine Backstrom gjörsamlega trylltist úr hlátri í beinni á Facebook.

Rithöfundurinn Mary Katherine Backstrom hefur heldur betur slegið í gegn á Facebook og það helst fyrir vefútsendingu sína á Facebook.

Backstrom fór í beina útsendingu á Facebook fyrir nokkrum dögum til að segja frá nokkuð fyndnu augnabliki sem hún lenti í verslun. Þar bauðst hún til að borga engiferdrykk fyrir manneskju, svona í anda jólanna.

Svo þegar hún kom út úr versluninni var maður að þrífa bílrúðu á bifreið hennar og því kom yfir hana mikill jólaandi. Backstrom faðmaði manninn og sagðist elska þennan árstíma, því þá væru allir með hjartað á réttum stað.

Reyndar kom síðar í ljós að þetta var í rauninni alls ekkert hennar bíll. Maðurinn var einfaldlega að þrífa sinni eigin bíl.

Sagan kannski ekki sú besta, en hláturskast Backstrom er það sem er að vekja athygli og heldur betur. Þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á hláturskastið yfir 30 milljón sinnum á þremur dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.