Mrs. Fletcher er guðdómleg blanda af andstyggilegheitum og ánægju Heiðar Sumarliðason skrifar 12. desember 2019 12:30 Frú Fletcher með tölvuna uppi í rúmi, eins og svo oft áður. Hvað gerir fráskilin kona þegar einkasonurinn flytur að heiman og fer í háskóla? Jú, hún byrjar að horfa á lesbíuklám líkt og enginn sé morgundagurinn. Þannig má á mjög einfaldaðan máta lýsa grunni þáttaraðarinnar Mrs. Fletcher sem Stöð 2 sýnir þessa dagana. Mrs. Fletcher er partur af hinni svokölluðu limited series tískubylgju, þ.e. að aðeins er framleidd ein þáttaröð og ekki söguna meir (oftast). Nýlegir þættir sem falla undir þessa skilgreiningu eru t.d. Catch-22 og Chernobyl. Gjarnan eru þetta þáttaraðir byggðar á skáldsögum, eða afmörkuðum sögulegum atburðum. Með þessum hætti er hægt að gera sögunni betur skil heldur en í kvikmynd þar sem mínutufjöldinn væri minni. T.d. er heildarlengd Mrs. Fletcher 210 mínútur, því hefði þurft að skera af helming lengdarinnar ef um kvikmynd hefði verið að ræða. Ég má eiginlega ekki til þess hugsa að hinir ýmsu fyrirferðarminni þræðir hefðu farið undir hnífinn. Limited series fyrirbærið er í raun ekki nýtt af nálinni, heldur aðeins endurauðkenning á míníseríunni sem tröllreið sjónvarpsskjáum á níunda og tíunda áratugi síðustu aldar. Það orð þykir ekki lengur fínt, þar sem míníserían fékk á sig stimpil melódramans og eðlilegt að þeir sjónvarpshöfundar sem vilja láta taka sig alvarlega reyni að fjarlægja sig frá þeirri tegund efnis. Sjónvarpsneysla er hinsvegar að breytast og þegar kemur að lengd efnis eru að koma út þættir með mun fjölbreyttara sniði en áður. Þegar míníserían var upp á sitt besta með þáttum eins og Roots og East of Eden, var ávallt um að ræða klukkustundarlanga dramaþætti. Mrs. Fletcher eru hinsvegar hálftíma langir þættir og heldur kómískari en hin dæmigerða mínísería fyrri áratuga. Það er HBO-sjónvarpsstöðin bandaríska sem framleiðir en þau hjá HBO er þekkt fyrir að hitta í mark oftar en gengur og gerist. Sex and the City, The Night of, Silicon Valley, The Sopranos, Girls og Curb Your Enthusiasm eru bara nokkrir af fjölmörgum eftirminnilegum þáttaröðum sem hafa komið úr smiðju HBO. Frú Fletcher nennir nú ekki að hanga bara inni í eldhúsi. Mrs. Fletcher-þættirnir eru byggðir á skáldsögu eftir Tom Perrota en þetta er alls ekki fyrsta kvikmyndaða efnið byggt á sögum hans. Helst ber að nefna tvær frábærar kvikmyndir, Election og Little Children. Sennilega má staðsetja tóninn í þáttunum einhversstaðar mitt á milli þessara tveggja kvikmynda, hann er ekki jafn kómískur og í Election en ekki jafn þungur og í Little Children.Því er erfitt að setja Mrs. Fletcher í nákvæman flokk. Þátturinn er að sjálfsögðu drama en þrátt fyrir að umfjöllunarefnið virðist þungt, gerir breyskleiki persónanna þáttaröðina kómíska, án þess þó að hún innihaldi beint brandara. Áhorfandinn hlær ekki oft, í mesta lagi flissar hann, hristir höfuðið eða tekur andköf yfir persónunum og örlögum þeirra. Brendan reynir hér að tala við „raunverulega“ stúlku. Kathryn Hahn, sem leikur titilpersónuna, er ein af þessum leikkonum sem fólk kannast við en man ekki alveg hvaðan. Hennar fyrsta stóra tækifæri var í þáttaröðinni Crossing Jordan, sem gekk í heil sex ár og Stöð 2 sýndi. Einnig gætu áskrifendur Amazon Prime þekkt hana úr Tranaparent og I Love Dick. Það er kominn tími á við leggjum nafn hennar á minnið. Það er Kathryn Hahn. Það er einhvernveginn ekki hægt að ímynda sér neina aðra leikkonu í þessu hlutverki, svo trúverðug er Hahn. Það er ótrúlega sjaldgæft að leikarar nái að líkamna persónu sína svona vel. Þetta er klárlega frammistaði á pari við Phoebe Waller-Bridge í Fleabag, Natöshu Lyonne í Russian Doll eða Jessicu Barden í End of the F***ing World. Hahn á þáttaröðina með húð og hári og ef hún hlýtur ekki haug af tilnefningum til verðlauna fyrir frammistöðina er eitthvað mikið að. Einnig verður að minnast á Jackson White, sem leikur son hennar Brendan, sem ég af 100% alúð kalla drulluhala. Það er mjög sjaldgæft að kynnast persónu á skjánum sem maður hefur bæði samúð með en langar samt ótrúlega til að sjá kýlda í punginn. Hann er einskonar holdgervingur svo margra unglingspilta á ljósleiðaraöld, sem eru búnir að vera með Pornhub í æð frá því þeir fengu hár á punginn. Þegar Brendan gengur svo inn í pólitískt réttþenkjandi bandarískt háskólasamfélag 21. aldarinnar veit hann vart hvaðan á sig stendur veðrið. Hann kann ekki að eiga samskipti við fólk sem var ekki hluti af töffaragenginu hans úr menntaskóla og skortir hæfni til að vera með stúlkum sem hafa ekki áhuga á að láta kalla sig druslur í miðjum samförum.Mrs. Fletcher fjallar um fólk á krossgötum sem er að upplifa nýja hluti og þarf að takast á við þá erfiðleika sem því fylgja. Það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þeim Fletcher mæðginum í sitthvoru lagi reyna að fóta sig, svo ekki sé minnst á úrvinnsluna á ferðalagi þeirra, sem er guðdómleg blanda af ánægju og andstyggilegheitum. Ég hvet alla sem hafa aðgang að Stöð 2 eða Stöð 2 Maraþon til að horfa á þessa þætti. Þeir verða því miður aðeins sjö talsins, enda skáldsaga Toms Perrota ekki lengri og ekki er von á meira efni um mæðginin, sem er miður, því ég hefði gjarnan viljað fylgjast með ævintýrum þeirra um ókomin ár. Bíó og sjónvarp Menning Stjörnubíó Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Hvað gerir fráskilin kona þegar einkasonurinn flytur að heiman og fer í háskóla? Jú, hún byrjar að horfa á lesbíuklám líkt og enginn sé morgundagurinn. Þannig má á mjög einfaldaðan máta lýsa grunni þáttaraðarinnar Mrs. Fletcher sem Stöð 2 sýnir þessa dagana. Mrs. Fletcher er partur af hinni svokölluðu limited series tískubylgju, þ.e. að aðeins er framleidd ein þáttaröð og ekki söguna meir (oftast). Nýlegir þættir sem falla undir þessa skilgreiningu eru t.d. Catch-22 og Chernobyl. Gjarnan eru þetta þáttaraðir byggðar á skáldsögum, eða afmörkuðum sögulegum atburðum. Með þessum hætti er hægt að gera sögunni betur skil heldur en í kvikmynd þar sem mínutufjöldinn væri minni. T.d. er heildarlengd Mrs. Fletcher 210 mínútur, því hefði þurft að skera af helming lengdarinnar ef um kvikmynd hefði verið að ræða. Ég má eiginlega ekki til þess hugsa að hinir ýmsu fyrirferðarminni þræðir hefðu farið undir hnífinn. Limited series fyrirbærið er í raun ekki nýtt af nálinni, heldur aðeins endurauðkenning á míníseríunni sem tröllreið sjónvarpsskjáum á níunda og tíunda áratugi síðustu aldar. Það orð þykir ekki lengur fínt, þar sem míníserían fékk á sig stimpil melódramans og eðlilegt að þeir sjónvarpshöfundar sem vilja láta taka sig alvarlega reyni að fjarlægja sig frá þeirri tegund efnis. Sjónvarpsneysla er hinsvegar að breytast og þegar kemur að lengd efnis eru að koma út þættir með mun fjölbreyttara sniði en áður. Þegar míníserían var upp á sitt besta með þáttum eins og Roots og East of Eden, var ávallt um að ræða klukkustundarlanga dramaþætti. Mrs. Fletcher eru hinsvegar hálftíma langir þættir og heldur kómískari en hin dæmigerða mínísería fyrri áratuga. Það er HBO-sjónvarpsstöðin bandaríska sem framleiðir en þau hjá HBO er þekkt fyrir að hitta í mark oftar en gengur og gerist. Sex and the City, The Night of, Silicon Valley, The Sopranos, Girls og Curb Your Enthusiasm eru bara nokkrir af fjölmörgum eftirminnilegum þáttaröðum sem hafa komið úr smiðju HBO. Frú Fletcher nennir nú ekki að hanga bara inni í eldhúsi. Mrs. Fletcher-þættirnir eru byggðir á skáldsögu eftir Tom Perrota en þetta er alls ekki fyrsta kvikmyndaða efnið byggt á sögum hans. Helst ber að nefna tvær frábærar kvikmyndir, Election og Little Children. Sennilega má staðsetja tóninn í þáttunum einhversstaðar mitt á milli þessara tveggja kvikmynda, hann er ekki jafn kómískur og í Election en ekki jafn þungur og í Little Children.Því er erfitt að setja Mrs. Fletcher í nákvæman flokk. Þátturinn er að sjálfsögðu drama en þrátt fyrir að umfjöllunarefnið virðist þungt, gerir breyskleiki persónanna þáttaröðina kómíska, án þess þó að hún innihaldi beint brandara. Áhorfandinn hlær ekki oft, í mesta lagi flissar hann, hristir höfuðið eða tekur andköf yfir persónunum og örlögum þeirra. Brendan reynir hér að tala við „raunverulega“ stúlku. Kathryn Hahn, sem leikur titilpersónuna, er ein af þessum leikkonum sem fólk kannast við en man ekki alveg hvaðan. Hennar fyrsta stóra tækifæri var í þáttaröðinni Crossing Jordan, sem gekk í heil sex ár og Stöð 2 sýndi. Einnig gætu áskrifendur Amazon Prime þekkt hana úr Tranaparent og I Love Dick. Það er kominn tími á við leggjum nafn hennar á minnið. Það er Kathryn Hahn. Það er einhvernveginn ekki hægt að ímynda sér neina aðra leikkonu í þessu hlutverki, svo trúverðug er Hahn. Það er ótrúlega sjaldgæft að leikarar nái að líkamna persónu sína svona vel. Þetta er klárlega frammistaði á pari við Phoebe Waller-Bridge í Fleabag, Natöshu Lyonne í Russian Doll eða Jessicu Barden í End of the F***ing World. Hahn á þáttaröðina með húð og hári og ef hún hlýtur ekki haug af tilnefningum til verðlauna fyrir frammistöðina er eitthvað mikið að. Einnig verður að minnast á Jackson White, sem leikur son hennar Brendan, sem ég af 100% alúð kalla drulluhala. Það er mjög sjaldgæft að kynnast persónu á skjánum sem maður hefur bæði samúð með en langar samt ótrúlega til að sjá kýlda í punginn. Hann er einskonar holdgervingur svo margra unglingspilta á ljósleiðaraöld, sem eru búnir að vera með Pornhub í æð frá því þeir fengu hár á punginn. Þegar Brendan gengur svo inn í pólitískt réttþenkjandi bandarískt háskólasamfélag 21. aldarinnar veit hann vart hvaðan á sig stendur veðrið. Hann kann ekki að eiga samskipti við fólk sem var ekki hluti af töffaragenginu hans úr menntaskóla og skortir hæfni til að vera með stúlkum sem hafa ekki áhuga á að láta kalla sig druslur í miðjum samförum.Mrs. Fletcher fjallar um fólk á krossgötum sem er að upplifa nýja hluti og þarf að takast á við þá erfiðleika sem því fylgja. Það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þeim Fletcher mæðginum í sitthvoru lagi reyna að fóta sig, svo ekki sé minnst á úrvinnsluna á ferðalagi þeirra, sem er guðdómleg blanda af ánægju og andstyggilegheitum. Ég hvet alla sem hafa aðgang að Stöð 2 eða Stöð 2 Maraþon til að horfa á þessa þætti. Þeir verða því miður aðeins sjö talsins, enda skáldsaga Toms Perrota ekki lengri og ekki er von á meira efni um mæðginin, sem er miður, því ég hefði gjarnan viljað fylgjast með ævintýrum þeirra um ókomin ár.
Bíó og sjónvarp Menning Stjörnubíó Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira