„Ísmaðurinn“ orðinn leiður á að vera vondi karlinn í pílunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 14:30 Gerwyn Price fagnar sigri. Getty/Harry Trump Walesverjinn Gerwyn Price þykir líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst á morgun. Price er fyrir fram talinn vera helsti keppinautur heimsmeistarans Michael van Gerwen. Annað árið í röð fá Íslendingar tækifæri til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í pílukasti á sportstöðvum Stöðvar tvö. Páll Sævar Guðjónsson sem fylgjast með gangi mála á flestum kvöldum fram að jólum en fyrsta keppniskvöldið er á morgun. Augu margra verða á Gerwyn Price sem er þriðji á heimslistanum á eftir þeim Rob Cross og Michael van Gerwen sem hafa einmitt unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Gerwyn Price hefur lagt ofurkapp á að sleppa frá ímynd sinni sem vondi karlinn í pílunni. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að það er erfitt að ná árangri sem flesta í salnum á móti sér. Stælarnir höfðu gengið of langt og áhorfendur létu hann vita af óánægju sinni í hvert skipti. The booing "took its toll". Gerwyn Price says he is determined to leave his image as the bad boy of darts behind him. The PDC World Championships are just a few days away... Read: https://t.co/zbpsk2ztCTpic.twitter.com/p2ZjNSpTkv— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Góð frammistaða Gerwyn Price og markviss vinna hans í að breyta ímyndinni hefur hjálpað til. Spekingar eru á því að hann hafi líka hæfileikana til að fara alla leið í ár. Það verður samt erfitt að vinna ríkjandi heimsmeistara Michael van Gerwen sem hefur unnið titilinn tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar alls. „Ég lét baulið ekkert trufla mig í byrjun en þetta gekk bara of langt,“ sagði Gerwyn Price við BBC. Hann gerði svolítið í því að leika vonda karlinn og ýta undir orðsporið en það kom að því að hann var búinn að fá nóg af því að vera vondi karlinn. „Ég hef ekkert á móti smá stríðni en að það að heyra baulið viku eftir viku var bara of mikið. Það var líka fyrir neðan beltisstað að heyra baulið þegar ég þurfti að ná mikilvægum tvennum,“ sagði Price. Price lék rúgbý á sínum tíma en fyrir tveimur mánuðum ákvað hann að biðja um frið. Hann lofaði að hætta stælunum og látalátunum og bað um að fá meiri frið þegar hann var að keppa. Áhorfendur hafa orðið við því og hver veit nema að hann fá góðan stuðning á HM í ár. Darts legend Phil Taylor feels the upcoming World Championship is a straight shootout between Michael van Gerwen and Gerwyn Price!#BetfredDarts— BETFRED (@Betfred) December 11, 2019 „Þetta hafði tekið sinn toll og ég þurfti að koma hreint fram. Síðan að ég gerði það hefur þetta verið miklu betra,“ sagði Price sem gengur undir gælunafninu Ísmaðurinn og hann gengur ávallt í salinn undir laginu „Ice Ice Baby“ með Vanilla Ice. Útsending frá fyrstu umferðinni á heimsmeistaramótinu í pílu hefst klukkan 19.00 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Pílukast Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Walesverjinn Gerwyn Price þykir líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst á morgun. Price er fyrir fram talinn vera helsti keppinautur heimsmeistarans Michael van Gerwen. Annað árið í röð fá Íslendingar tækifæri til að fylgjast með heimsmeistaramótinu í pílukasti á sportstöðvum Stöðvar tvö. Páll Sævar Guðjónsson sem fylgjast með gangi mála á flestum kvöldum fram að jólum en fyrsta keppniskvöldið er á morgun. Augu margra verða á Gerwyn Price sem er þriðji á heimslistanum á eftir þeim Rob Cross og Michael van Gerwen sem hafa einmitt unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Gerwyn Price hefur lagt ofurkapp á að sleppa frá ímynd sinni sem vondi karlinn í pílunni. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að það er erfitt að ná árangri sem flesta í salnum á móti sér. Stælarnir höfðu gengið of langt og áhorfendur létu hann vita af óánægju sinni í hvert skipti. The booing "took its toll". Gerwyn Price says he is determined to leave his image as the bad boy of darts behind him. The PDC World Championships are just a few days away... Read: https://t.co/zbpsk2ztCTpic.twitter.com/p2ZjNSpTkv— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Góð frammistaða Gerwyn Price og markviss vinna hans í að breyta ímyndinni hefur hjálpað til. Spekingar eru á því að hann hafi líka hæfileikana til að fara alla leið í ár. Það verður samt erfitt að vinna ríkjandi heimsmeistara Michael van Gerwen sem hefur unnið titilinn tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar alls. „Ég lét baulið ekkert trufla mig í byrjun en þetta gekk bara of langt,“ sagði Gerwyn Price við BBC. Hann gerði svolítið í því að leika vonda karlinn og ýta undir orðsporið en það kom að því að hann var búinn að fá nóg af því að vera vondi karlinn. „Ég hef ekkert á móti smá stríðni en að það að heyra baulið viku eftir viku var bara of mikið. Það var líka fyrir neðan beltisstað að heyra baulið þegar ég þurfti að ná mikilvægum tvennum,“ sagði Price. Price lék rúgbý á sínum tíma en fyrir tveimur mánuðum ákvað hann að biðja um frið. Hann lofaði að hætta stælunum og látalátunum og bað um að fá meiri frið þegar hann var að keppa. Áhorfendur hafa orðið við því og hver veit nema að hann fá góðan stuðning á HM í ár. Darts legend Phil Taylor feels the upcoming World Championship is a straight shootout between Michael van Gerwen and Gerwyn Price!#BetfredDarts— BETFRED (@Betfred) December 11, 2019 „Þetta hafði tekið sinn toll og ég þurfti að koma hreint fram. Síðan að ég gerði það hefur þetta verið miklu betra,“ sagði Price sem gengur undir gælunafninu Ísmaðurinn og hann gengur ávallt í salinn undir laginu „Ice Ice Baby“ með Vanilla Ice. Útsending frá fyrstu umferðinni á heimsmeistaramótinu í pílu hefst klukkan 19.00 á morgun á Stöð 2 Sport 2.
Pílukast Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira