Annar árásarmannanna í Jersey hafði skrifað illa um gyðinga Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 15:20 Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. AP/Seth Wenig Annar árásarmannanna í New Jersey hafði skrifað færslur á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann og annar maður skutu fjóra til bana yfir nokkurra klukkustunda skeið. Í færslunum fjallaði hann um gyðinga með niðrandi hætti. Þá var maðurinn hliðhollur öfgahreyfingu þeldökkra Bandaríkjamanna sem telja sig afkomendur gyðinga úr biblíunni og sérvalda þjóð guðs. Sá sem leiddi árásina taldi sig vera að framfylgja vilja guðs en tilefni árásarinnar liggur þó ekki fyrir. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey-borg þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl. Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir um fjögurra tíma skotbardaga voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Tveir lögregluþjónar voru særðir. David N. Anderson.AP/Lögreglan í Kent í Ohio Þau þrjú sem dóu voru Mindel Frencz sem var 33 ára gömul og rak verslunina með manni sínum. Hann var nýbúinn að yfirgefa verslunina. Moshe Deutsch, 24 ára, dó einnig og Douglas Miguel Rodriguez, 49 ára starfsmaður verslunarinnar.Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklegaÁrásarmennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt mann um síðustu helgi. Um er að ræða þau David N. Anderson, 47 ára, og Francine Graham, kærustu hans sem var 50 ára. Anderson var í varaliði hers Bandaríkjanna í fjögur ár og sat í fangelsi í eitt ár fyrir rúmum áratug og þá fyrir brot á vopnalögum. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Anderson og Graham ruddust inn í verslunina en New York Times segir Anderson hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hann fór þar inn. Ekki liggur fyrir hvort Anderson hafi verið meðlimur öfgasamtakanna Black Hebrew Israelites eða stuðningsmaður samtakanna. Þau eru ekki þekkt fyrir að ýta undir ofbeldi en eru skilgreind sem haturssamtök. Frekar má lesa um samtökin á vef Southern Poverty Law Center. Það eru samtök sem vakta öfgasamtök í Bandaríkjunum.Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segist sannfærður að um hatursglæp sé að ræða. Hann er sjálfur afkomandi fólks sem lifði helförina af. Í sendiferðabílnum sem parið hafði stolið fannst einhvers konar yfirlýsing eða manifesto, sem lögreglan segir illskiljanlega. Hún ku vera mjög illa skrifuð og varpar ekki ljósi á tilefni árásarinnar. Anderson stóð þó í þeirri trú að hann væri að framfylgja vilja guðs. Þar fannst einnig rörasprengja, sem var þó ekki tilbúin að fullu. Hún var þó vönduð, samkvæmt Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Annar árásarmannanna í New Jersey hafði skrifað færslur á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann og annar maður skutu fjóra til bana yfir nokkurra klukkustunda skeið. Í færslunum fjallaði hann um gyðinga með niðrandi hætti. Þá var maðurinn hliðhollur öfgahreyfingu þeldökkra Bandaríkjamanna sem telja sig afkomendur gyðinga úr biblíunni og sérvalda þjóð guðs. Sá sem leiddi árásina taldi sig vera að framfylgja vilja guðs en tilefni árásarinnar liggur þó ekki fyrir. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey-borg þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl. Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir um fjögurra tíma skotbardaga voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Tveir lögregluþjónar voru særðir. David N. Anderson.AP/Lögreglan í Kent í Ohio Þau þrjú sem dóu voru Mindel Frencz sem var 33 ára gömul og rak verslunina með manni sínum. Hann var nýbúinn að yfirgefa verslunina. Moshe Deutsch, 24 ára, dó einnig og Douglas Miguel Rodriguez, 49 ára starfsmaður verslunarinnar.Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklegaÁrásarmennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt mann um síðustu helgi. Um er að ræða þau David N. Anderson, 47 ára, og Francine Graham, kærustu hans sem var 50 ára. Anderson var í varaliði hers Bandaríkjanna í fjögur ár og sat í fangelsi í eitt ár fyrir rúmum áratug og þá fyrir brot á vopnalögum. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Anderson og Graham ruddust inn í verslunina en New York Times segir Anderson hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hann fór þar inn. Ekki liggur fyrir hvort Anderson hafi verið meðlimur öfgasamtakanna Black Hebrew Israelites eða stuðningsmaður samtakanna. Þau eru ekki þekkt fyrir að ýta undir ofbeldi en eru skilgreind sem haturssamtök. Frekar má lesa um samtökin á vef Southern Poverty Law Center. Það eru samtök sem vakta öfgasamtök í Bandaríkjunum.Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segist sannfærður að um hatursglæp sé að ræða. Hann er sjálfur afkomandi fólks sem lifði helförina af. Í sendiferðabílnum sem parið hafði stolið fannst einhvers konar yfirlýsing eða manifesto, sem lögreglan segir illskiljanlega. Hún ku vera mjög illa skrifuð og varpar ekki ljósi á tilefni árásarinnar. Anderson stóð þó í þeirri trú að hann væri að framfylgja vilja guðs. Þar fannst einnig rörasprengja, sem var þó ekki tilbúin að fullu. Hún var þó vönduð, samkvæmt Alríkislögreglu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira