Verðmætasköpun í fiski innanlands! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 13. desember 2019 15:30 Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum. Við fjölluðum m.a. um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Hefur nefndin meðal annars velt upp samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Nefndin hefur tekið þetta mál til góðrar umfjöllunar, fengið til sín fjölda gesta og það hefur komið fram að innlend fyrirtæki séu að keppa við fyrirtæki sem eru ríkisstyrkt í Evrópu sem í sumum tilfellum borga lægri laun en hér á landi og kaupa fisk á fiskmörkuðum hérlendis eða beint af útgerðarfyrirtækjum á öðru verði en gert er upp við sjómenn. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að störf eru að tapast í fiskvinnslu hér á landi og rekstrarstaða minni fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða er orðin erfið. Nefndin hefur m.a. óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það taki til skoðunar skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, áhrif milliverðlagningar á laun sjómanna og á tekjur hafna sem mikið hefur verið til umræðu undanfarið og að brugðist verði við. Fimm ráðuneyti hafa nú fengið sendar fyrirspurnir frá atvinnuveganefnd um krefjandi álitaefni í þessu máli sem falla undir þeirra verksvið. Þannig krefst nefndin svara frá sjávarútvegsráðherra, félagsmálaráðherra, samgönguráðherra, umhverfisráðherra og fjármálaráðherra. Meðal þeirra álitaefna sem nefndin vill svör um eru tekjutap ríkis og sveitarfélaga og fækkun starfa, hvernig megi tryggja að sem mest af verðmætasköpun af nýtingu auðlindarinnar verði eftir í landinu og umhverfisáhrif þess að flytja hrávöru út til vinnslu. Mikilvægt er að þróunin verði ekki sú að fiskvinnsla flytjist úr landi með tilheyrandi tapaðri verðmætasköpun, þekkingu og byggðaröskun í sjávarbyggðum. Útflutningur af óunnum fiski er helmingur af því magni sem fer í gegnum fiskmarkaði í dag og sterk krafa hefur verið á að skylt verði að allar útgerðir setji hlutfall af sínum afla á fiskmarkað til að styrkja verðmyndun og framboð á fiski og á það sérstaklega við fiskvinnslur án útgerða sem margar hafa sérhæft sig í framleiðslu til neytenda. Það þarf að skoða samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart fiskvinnslu innan ESB vegna hins aukna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Jafnframt þarf að skoða hvernig eignarhaldi innlendra aðila í fiskvinnslum erlendis sem kaupa óunninn fisk frá Íslandi er háttað og hvernig ESB standi að stuðningi við sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarlöndum sínum. Þessa frumkvæðisvinnu í nafni allrar nefndarinnar, að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar, tel ég vera mjög mikilvæga og að hún skili niðurstöðum sem stjórnvöld vinni með áfram. Þetta sýnir að við á Alþingi getum sýnt samstöðu þvert á flokka. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum. Við fjölluðum m.a. um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Hefur nefndin meðal annars velt upp samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Nefndin hefur tekið þetta mál til góðrar umfjöllunar, fengið til sín fjölda gesta og það hefur komið fram að innlend fyrirtæki séu að keppa við fyrirtæki sem eru ríkisstyrkt í Evrópu sem í sumum tilfellum borga lægri laun en hér á landi og kaupa fisk á fiskmörkuðum hérlendis eða beint af útgerðarfyrirtækjum á öðru verði en gert er upp við sjómenn. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að störf eru að tapast í fiskvinnslu hér á landi og rekstrarstaða minni fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða er orðin erfið. Nefndin hefur m.a. óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það taki til skoðunar skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, áhrif milliverðlagningar á laun sjómanna og á tekjur hafna sem mikið hefur verið til umræðu undanfarið og að brugðist verði við. Fimm ráðuneyti hafa nú fengið sendar fyrirspurnir frá atvinnuveganefnd um krefjandi álitaefni í þessu máli sem falla undir þeirra verksvið. Þannig krefst nefndin svara frá sjávarútvegsráðherra, félagsmálaráðherra, samgönguráðherra, umhverfisráðherra og fjármálaráðherra. Meðal þeirra álitaefna sem nefndin vill svör um eru tekjutap ríkis og sveitarfélaga og fækkun starfa, hvernig megi tryggja að sem mest af verðmætasköpun af nýtingu auðlindarinnar verði eftir í landinu og umhverfisáhrif þess að flytja hrávöru út til vinnslu. Mikilvægt er að þróunin verði ekki sú að fiskvinnsla flytjist úr landi með tilheyrandi tapaðri verðmætasköpun, þekkingu og byggðaröskun í sjávarbyggðum. Útflutningur af óunnum fiski er helmingur af því magni sem fer í gegnum fiskmarkaði í dag og sterk krafa hefur verið á að skylt verði að allar útgerðir setji hlutfall af sínum afla á fiskmarkað til að styrkja verðmyndun og framboð á fiski og á það sérstaklega við fiskvinnslur án útgerða sem margar hafa sérhæft sig í framleiðslu til neytenda. Það þarf að skoða samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart fiskvinnslu innan ESB vegna hins aukna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Jafnframt þarf að skoða hvernig eignarhaldi innlendra aðila í fiskvinnslum erlendis sem kaupa óunninn fisk frá Íslandi er háttað og hvernig ESB standi að stuðningi við sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarlöndum sínum. Þessa frumkvæðisvinnu í nafni allrar nefndarinnar, að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar, tel ég vera mjög mikilvæga og að hún skili niðurstöðum sem stjórnvöld vinni með áfram. Þetta sýnir að við á Alþingi getum sýnt samstöðu þvert á flokka. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun