Svavar kveður Prinsinn og ætlar að horfa meira inn á við Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2019 10:00 Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, er að leggja kórónuna á hilluna. Vísir/Vilhelm Margir þekkja Svavar Pétur Eysteinsson sem tónlistarmanninn Prins Póló en hann er einnig bóndi á Djúpavogi ásamt því að vera í matvælaframleiðslu. Prins Póló hefur gefið út lög eins og París Norðursins og Niðrá Strönd en í kvöld heldur hann jólatónleika undir heitinu Prins Jóló. Svavar lítur á þetta sem kveðjutónleika Prins Póló og ætlar svo að leggja gylltu kórónuna á hilluna en hann gaf út bók og plötu á dögunum. Hann hefur nú þörf til að líta meira inn á við núna og ætlar sér að fylgja þeirri sannfæringu. „Þetta eru tónleikar með hátíðlegra ívafi en venjulega,“ segir Svavar um tónleikana í kvöld. „Ég er kannski búinn að vera að gera pínu út á sprikl og sprell síðustu ár en svo datt mér í hug á einhverjum tímapunkti að gera klassískari og hægari útgáfur af sömu lögum og var að gera þetta í samstarfi við Benna Hemm Hemm vin min sem að hefur unnið mikið með mér. Þá erum við aðeins að taka þetta niður í píanóútsetningar og svo hefur þetta undið upp á sig og orðið að sex manna bandi sem að flytur skástu lög Prinsins í hátíðlegum útsendingum.“ „Við eigum smá bunka af jólalögum líka, mest úr eigin smiðju, sem að hafa svona safnast í gegnum árin. Við tökum þau lög líka til að spila nokkur ekta jólalög.“ Skástu lögin í hátíðarútgáfu Svavar segir að það séu enn þá einhverjir miðar eftir á Tix.is en þar eru tónleikarnir auglýstir sem heilög stund með „yðar hágöfga“ og hirðinni. Prins Póló gaf út sína síðustu plötu á dögunum og er þar að finna hátíðarútgáfur af mörgum af vinsælustu lögum tónlistarmannsins. „Við byrjuðum á þessari plötu fyrir ári síðan og fórum að hljóðrita alla grunnana að þessu „live“ til þess að skjalfesta þessar útgáfur bara svo þær séu til. Það var mjög gaman. Kiddi Hjálmur gerði þetta með okkur í Hljóðrita og það var gaman að taka þetta upp með hljómsveit þar sem maður er svo vanur að vera að vinna þetta einn í tölvunni og að klippa og líma og eitthvað. Það var gaman að vera með bandi og hæfileikaríkum hljóðfæraleikurum sem að geta spilað hvað sem er.“ Prins Póló gaf einnig út bókina Falskar minningar í síðustu viku en þar fer tónlistarmaðurinn yfir ferilinn. „Það var fyrir svona ári síðan að ég fattaði að Prinsinn væri orðinn tíu ára. Ég fékk sjokk þegar ég sá hvað tíminn hafði flogið og þá fór ég að fletta í gegnum myndir og skissur. Þá datt mér í hug að það gæti verið gaman að klambra þessu saman í einhvers konar sögulegt yfirlit.“ Svavar Pétur vann sjálfur alla grafíkina fyrir Prinsinn og átti því til mikið af skissum, grafík og myndum. Svo er einnig að finna marga lagatexta í bókinni og svo fylgir með henni nýútgefin samnefnd plata frá Prins Póló með „öllum skástu lögum“ hans í hátíðarútgáfu. „Að koma tónlist á framfæri er kannski betra að gera í gegnum pappír frekar en plast. Nýja platan með þessum hátíðarútsetningum fylgir með og Forlagið var svo vinsamlegt að taka þessa bók upp á sína arma og gefa hana út. Það er bara hörkustuð í því. Gaman að loka þessum tíu árum með einhvers konar bókverki.“ View this post on Instagram @prins.polo og fulltrúi útgefanda @forlagid taka á móti fyrsta eintaki af Fölskum minningum. Jibbíkóla!!! A post shared by Svali P Eysteins (@prins.polo) on Nov 21, 2019 at 6:36am PST Erfitt að vera einlægur Svavar segir að það hafi verið pínu sjokkerandi hversu auðveldlega gekk að koma þessari hugmynd í framkvæmd en bókin er nú komin í verslanir. „Ég er umvafinn öðlingum og snillingum sem eru alltaf tilbúnir til þess að gera eitthvað gott með manni. Það eru náttúrulega bara algjör forréttindi og ég er gríðarlega þakklátur fyrir það.“ Í bókinni er mikið um grafík og lagatexta og það reyndist Svavari erfitt að skrifa efni fyrir bókina. „Þeir textar sem ég skrifaði, sumir runnu upp úr mér fyrir bókina. En svo voru aðrir, þar sem ég þurfti að vera svolítið einlægur, Prinsinn hefur kannski ekki verið mikið í því heldur kannski meira út á kaldhæðni. Það þurfti því smá átak og ritstjóri bókarinnar þurfti aðeins að trekkja einlægnina upp í mér. Þegar hún var búin að því þá var þetta bara gaman. En ég komst að því að ég á ekki auðvelt með að skrifa langa einlæga texta áður en þeir fara bara að snúast upp í algjöra vitleysu.“ Svavar segir að það glitti alveg í einlægni inn á milli í bókinni enda sé tilvalið að reyna að vera einlægur, þó ekki nema á tyllidögum. Hann viðurkennir að hann hafi ekki séð fyrir í byrjun að hann myndi gefa út svona bók um Prins Póló eftir 10 ára ævintýri. „Ég vissi ekkert hvert þetta verkefni myndi fara. Eina hugmyndin sem ég var með var bara að gera tónlist sem að myndi sýna íslenskan hversdagsleika. Það var það stef sem ég vildi vinna með og það vatt upp á sig. Aðallega af því að fólk nennti að hlusta og fólk var líka til í að vinna með Prinsinum og taka þátt í þessu með honum. Skapandi og lærdómsríkt Það er kannski líka hluti af þessari bók, það eru svo margir sem hafa gengið í gegnum hirðina og margir sem hafa verið með. Það hafa verið miklar endurnýjanir í þessu svo ég vildi líka þakka fyrir mig, þakka öllum þeim snillingum sem hafa lagt hönd á plóg.“ Hann á ekki auðvelt með að velja eitthvað eitt sem standi upp úr á þessum tíu ára ferli Prins Póló. „Það eru mjög skemmtileg öll þessi samstörf sem ég hef gert eins og með Hjálmum, Valdimar og Moses Hightower og hljómsveitum sem ég hef fengið að stökkva inn í og spila lögin mín með. Það er margar hljómsveitir sem ég hef fengið að hoppa inn í sem Prins og það hefur verið ótrúlega gaman. Svo fannst mér gaman að fara til Póllands og túra með hljómsveit sem bar sama nafn og þeirra helsta og frægasta súkkulaðistykki. Það eru óendanlegir hápunktar af skemmtilegum tónleikum.“ Svavar segir að það hafi líka verið frábært tækifæri að fá að gera tónlistina fyrir kvikmyndina París Norðursins. „Það verkefni var mjög skapandi og tók mikið á en ég lærði mjög mikið á því.“ Ennþá að finna sig Á síðustu mánuðum við gerð bókarinnar, plötunnar og undirbúning tónleikanna samhliða búskapnum og matvælaframleiðslunni segir Svavar að hann hafi lært að það sé hægt að fara í allar áttir. „Maður getur líka farið í margar áttir á sama tíma. Það hefur líka kannski verið þannig með mig að það hentar mér kannski ekki að gera eitthvað eitt heldur þarf ég að fást við margt á sama tíma. Það hefur æxlast þannig að maður er að fást við marga hluti í einu og ég hef líka gert það í tónlistinni. Ég hef til dæmis verið að vinna með margar hljómsveitir Prins Póló á sama tíma. Ég hef verið að vinna eina með hátíðlegar útgáfur, eina með diskó útgáfur og svo hef ég verið að vinna með sóló-trúbador útgáfu.“ Svavar segist einnig hafa lært að tónlistin sé ekki bara tónlistin, myndlistin sé líka mikið inn í þessu. Hann heldur að hann sé kannski ekki enn búinn að finna sig þegar kemur að grafík og list. „Ég hef ekki þróast í listrænni sköpun síðan ég var svona 18 ára. Ég er til dæmis ekkert betri teiknari heldur en þegar ég var barn. Maður dettur niður á eitthvað og svo er maður svolítið mikið þar einhvern veginn, að vinna með það í einhvern tíma.“ Hann segist þó sífellt vera að prófa nýja hluti og nýja miðla. „Mér finnst stundum ef ég ber saman verk sem ég gerði 2009 eða 2019 eða 1999, ég gæti ekki sett mig inn á hvenær þau væru unnin. Ég sé ekki mikla þróun á milli ára en auðvitað styrkist maður líka ef maður gerir hlutina oftar og sjálfstraustið verður meira og maður treystir sér betur.“ Svavar segir að hann hafi sennilega búið til sitt annað sjálf, Prinsinn, til þess að búa til eitthvað sjálfstraust sem hann hafði aldrei á sínum yngri árum.Vísir/Vilhelm Faldi sig á bakvið Prins Póló Aðspurður um sjálfsöryggi segir Svavar að það sé ekki að ástæðulausu sem hans annað sjálf, Prins Póló, varð til. „Það að búa sér til þetta gervi, Prins Póló, er náttúrulega eins konar feluleikur. Þannig að það er augljóst að skapari Prinsins þarf kannski einhverja brynju til þess að koma fram. Þess vegna get ég ímyndað mér að þessi fígúra hafi orðið til, bara til þess að búa sér til einhvers konar sjálfstraust og hafa eitthvað til að fela sig á bakvið.“ Hann segir að sjálfstraustið hafi batnað með árunum og vaxið en viðurkennir að það hafi ekki verið þannig þegar hann var yngri. „Ég þurfti að hafa miklu meira fyrir hlutunum heldur en ég geri núna þegar ég var að koma fram.“ Svavar segir að það hafi hentað sér vel að vera sinn eiginn herra og vinna að mörgum verkefnum á sama tíma en segir að það geti þó verið taugatrekkjandi að hafa ekki alltaf yfirsýn yfir heildina. „Þá er þetta samt gefandi og skemmtilegt og það hentar mér vel að geta verið með ólíka hatta.“ Svavar og Berglind fluttu á Djúpavog árið 2014.Mynd/Havari.is Vel slípuð saman Á Karlstöðum býr Svavar ásamt Berglindi Häsler eiginkonu sinni og börnum þeirra. Þau reka saman Havarí en þar er gistiheimili stóran hluta ársins og á sumrin er þar kaffihús og margir tónleikar og viðburðir fara þar fram. Svo eru einnig í matvælaframleiðslu samhliða búskapnum. Hann segir að þó að þau vinni mikið náið saman sé samstarfið ekki eins „tryllt“ í dag og á árum áður. „Það gengur alltaf betur og betur. Það hefur alltaf gengið vel en það er með þetta eins og myndlistina að það verður alltaf meiri þroski eftir því sem tíminn líður og svona samstarf þroskast alltaf. Þó svo að við höfum verið að vinna saman síðan við kynntumst fyrir 15 árum þá var þetta allt öðruvísi á árum áður, það er ekki hægt að bera það saman núna við fyrir 15 árum í hvernig takti við unnum. Það er mjög lítið um árekstra í samstarfinu núna. Við erum búin að slípa okkur mjög vel saman, þetta er bara eins og vel smurð vél.“ Það er ýmislegt að gerast hjá þeim hjónum og eru þau meðal annars á Matarmarkaði Íslands sem fer fram í Hörpu um helgina. „Við erum svo að undirbúa Havaríið næsta sumar fyrir austan og svo erum við nýbúin að senda frá okkur nýja vöru, Bopp sem er snakk úr bankabyggi sem við erum að framleiða og dreifa í verslanir,“ segir Svavar. Hann segir að það drífi þau áfram að gera eitthvað nýtt og þó að þau séu þekkt fyrir að hafa komið með Bulsur á markað hafa þau líka unnið með ýmsar útfærslur á grænmetissnakki til dæmis rófum, grænkáli og fleiru. „Framleiðslan var aðeins of hæg og við vorum ekki alveg að ná að anna eftirspurn og þetta var ekki nógu hagkvæmt fyrr en við duttum niður á framleiðsluaðferð sem að snýst um það að poppa bankabygg. Þegar við komumst að því að það væri hægt fórum við út í frekari þróun og síðan fjárfestum við í tækjum til að koma þessu í framkvæmd.“ Alls konar tilfinningar fylgja gervinu Prins Póló auglýsir tónleikana í kvöld sem kveðjutónleika en Svavar segir að það hafi verið skyndiákvörðun að kveðja Prinsinn núna. „Þetta er búið að blunda í mér mjög lengi að það hlyti að koma að þeim tímapunkti að pakka Prinsinum saman. Ég ætlaði alltaf að kála honum við hátíðlega athöfn en datt ekki í hug nein almennileg leið til þess fyrr en ég áttaði mig á því að núna væri kannski bara tækifærið. Þegar maður er búinn að vera að vinna með þessar pappakórónur í tíu ár, að hvíla það og pakka því saman, að það væri bara búið og sá tími væri liðinn. Ég er kannski bara búinn að fá nóg. Það er svo mikið „outrovert“ að vera prins og maður þarf að hafa svolítið fyrir því að setja sig í þennan gír og það tekur alveg á og það eru alls konar tilfinningar sem felast í því að fara í gervi eins og trúður eða hvað þetta er. Þetta er alveg ógeðslega gaman og það er gaman að spila fyrir fullan sal af þakklátum áhorfendum. Það er ekkert sem kemst nærri þeirri tilfinningu en það samt þarf átök til að koma sér í gírinn og maður þreytist á því. Ef maður þreytist á einhverju þá er kannski kominn tími til að hvíla það og hleypa kannski bara einhverju öðru að.“ Prins Jóló tónleikarnir fara fram í kvöld og miðasala er á tix.isVísir/Vilhelm Þörf til að fara inn á við Svavar segir að þegar hann leggi kórónuna á hilluna þá komi kannski einhver önnur spennandi og skemmtileg verkefni í staðinn. „Ég er ekkert hættur að gera tónlist endilega. Ég er líka að fara að gera tónlist fyrir verk í Borgarleikhúsinu á næsta ári en kórónan verður ekkert með í því.“ Hann á þó ekki von á því að fara að koma fram á tónleikum sem tónlistarmaðurinn Svavar neitt á næstunni. „Ég er ekki að fara að búa mér til annað „alter-ego“ eða að fara að koma fram undir skírnarnafni. Ég held að ég snúi mér bara að því að vinna með aðra miðla og með pappír og með önnur listform sem að ég hef mikinn áhuga sem að er þessi grafík og ljósmyndun.“ Hann stefnir því frekar á að fara inn á aðrar listrænar brautir og hvíla aðeins gullið og glysið. „Ég hef fengið mikið út úr því í gegnum tíðina að hætta hlutum vegna þess að það myndast alltaf eitthvað pláss, ef þú hættir einu þá dúkkar eitthvað annað upp. Kannski er ástæðan fyrir því að maður vill hætta með Prinsinn sú að gefa öðru pláss og sjá hvað gerist. Líka að fara aðeins meira inn á við frekar en út á við. Ég hef þörf fyrir það núna og er að reyna að fylgja því, þeirri tilfinningu og sannfæringu.“ Helgarviðtal Tónlist Viðtal Tengdar fréttir Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30 Prins Póló pollrólegur þó að jörð hans hafi margfaldast í verði Karlsstaðir seldust á 24 milljónir fyrir 14 árum en er nú metin á 220 milljónir. 9. janúar 2019 12:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Margir þekkja Svavar Pétur Eysteinsson sem tónlistarmanninn Prins Póló en hann er einnig bóndi á Djúpavogi ásamt því að vera í matvælaframleiðslu. Prins Póló hefur gefið út lög eins og París Norðursins og Niðrá Strönd en í kvöld heldur hann jólatónleika undir heitinu Prins Jóló. Svavar lítur á þetta sem kveðjutónleika Prins Póló og ætlar svo að leggja gylltu kórónuna á hilluna en hann gaf út bók og plötu á dögunum. Hann hefur nú þörf til að líta meira inn á við núna og ætlar sér að fylgja þeirri sannfæringu. „Þetta eru tónleikar með hátíðlegra ívafi en venjulega,“ segir Svavar um tónleikana í kvöld. „Ég er kannski búinn að vera að gera pínu út á sprikl og sprell síðustu ár en svo datt mér í hug á einhverjum tímapunkti að gera klassískari og hægari útgáfur af sömu lögum og var að gera þetta í samstarfi við Benna Hemm Hemm vin min sem að hefur unnið mikið með mér. Þá erum við aðeins að taka þetta niður í píanóútsetningar og svo hefur þetta undið upp á sig og orðið að sex manna bandi sem að flytur skástu lög Prinsins í hátíðlegum útsendingum.“ „Við eigum smá bunka af jólalögum líka, mest úr eigin smiðju, sem að hafa svona safnast í gegnum árin. Við tökum þau lög líka til að spila nokkur ekta jólalög.“ Skástu lögin í hátíðarútgáfu Svavar segir að það séu enn þá einhverjir miðar eftir á Tix.is en þar eru tónleikarnir auglýstir sem heilög stund með „yðar hágöfga“ og hirðinni. Prins Póló gaf út sína síðustu plötu á dögunum og er þar að finna hátíðarútgáfur af mörgum af vinsælustu lögum tónlistarmannsins. „Við byrjuðum á þessari plötu fyrir ári síðan og fórum að hljóðrita alla grunnana að þessu „live“ til þess að skjalfesta þessar útgáfur bara svo þær séu til. Það var mjög gaman. Kiddi Hjálmur gerði þetta með okkur í Hljóðrita og það var gaman að taka þetta upp með hljómsveit þar sem maður er svo vanur að vera að vinna þetta einn í tölvunni og að klippa og líma og eitthvað. Það var gaman að vera með bandi og hæfileikaríkum hljóðfæraleikurum sem að geta spilað hvað sem er.“ Prins Póló gaf einnig út bókina Falskar minningar í síðustu viku en þar fer tónlistarmaðurinn yfir ferilinn. „Það var fyrir svona ári síðan að ég fattaði að Prinsinn væri orðinn tíu ára. Ég fékk sjokk þegar ég sá hvað tíminn hafði flogið og þá fór ég að fletta í gegnum myndir og skissur. Þá datt mér í hug að það gæti verið gaman að klambra þessu saman í einhvers konar sögulegt yfirlit.“ Svavar Pétur vann sjálfur alla grafíkina fyrir Prinsinn og átti því til mikið af skissum, grafík og myndum. Svo er einnig að finna marga lagatexta í bókinni og svo fylgir með henni nýútgefin samnefnd plata frá Prins Póló með „öllum skástu lögum“ hans í hátíðarútgáfu. „Að koma tónlist á framfæri er kannski betra að gera í gegnum pappír frekar en plast. Nýja platan með þessum hátíðarútsetningum fylgir með og Forlagið var svo vinsamlegt að taka þessa bók upp á sína arma og gefa hana út. Það er bara hörkustuð í því. Gaman að loka þessum tíu árum með einhvers konar bókverki.“ View this post on Instagram @prins.polo og fulltrúi útgefanda @forlagid taka á móti fyrsta eintaki af Fölskum minningum. Jibbíkóla!!! A post shared by Svali P Eysteins (@prins.polo) on Nov 21, 2019 at 6:36am PST Erfitt að vera einlægur Svavar segir að það hafi verið pínu sjokkerandi hversu auðveldlega gekk að koma þessari hugmynd í framkvæmd en bókin er nú komin í verslanir. „Ég er umvafinn öðlingum og snillingum sem eru alltaf tilbúnir til þess að gera eitthvað gott með manni. Það eru náttúrulega bara algjör forréttindi og ég er gríðarlega þakklátur fyrir það.“ Í bókinni er mikið um grafík og lagatexta og það reyndist Svavari erfitt að skrifa efni fyrir bókina. „Þeir textar sem ég skrifaði, sumir runnu upp úr mér fyrir bókina. En svo voru aðrir, þar sem ég þurfti að vera svolítið einlægur, Prinsinn hefur kannski ekki verið mikið í því heldur kannski meira út á kaldhæðni. Það þurfti því smá átak og ritstjóri bókarinnar þurfti aðeins að trekkja einlægnina upp í mér. Þegar hún var búin að því þá var þetta bara gaman. En ég komst að því að ég á ekki auðvelt með að skrifa langa einlæga texta áður en þeir fara bara að snúast upp í algjöra vitleysu.“ Svavar segir að það glitti alveg í einlægni inn á milli í bókinni enda sé tilvalið að reyna að vera einlægur, þó ekki nema á tyllidögum. Hann viðurkennir að hann hafi ekki séð fyrir í byrjun að hann myndi gefa út svona bók um Prins Póló eftir 10 ára ævintýri. „Ég vissi ekkert hvert þetta verkefni myndi fara. Eina hugmyndin sem ég var með var bara að gera tónlist sem að myndi sýna íslenskan hversdagsleika. Það var það stef sem ég vildi vinna með og það vatt upp á sig. Aðallega af því að fólk nennti að hlusta og fólk var líka til í að vinna með Prinsinum og taka þátt í þessu með honum. Skapandi og lærdómsríkt Það er kannski líka hluti af þessari bók, það eru svo margir sem hafa gengið í gegnum hirðina og margir sem hafa verið með. Það hafa verið miklar endurnýjanir í þessu svo ég vildi líka þakka fyrir mig, þakka öllum þeim snillingum sem hafa lagt hönd á plóg.“ Hann á ekki auðvelt með að velja eitthvað eitt sem standi upp úr á þessum tíu ára ferli Prins Póló. „Það eru mjög skemmtileg öll þessi samstörf sem ég hef gert eins og með Hjálmum, Valdimar og Moses Hightower og hljómsveitum sem ég hef fengið að stökkva inn í og spila lögin mín með. Það er margar hljómsveitir sem ég hef fengið að hoppa inn í sem Prins og það hefur verið ótrúlega gaman. Svo fannst mér gaman að fara til Póllands og túra með hljómsveit sem bar sama nafn og þeirra helsta og frægasta súkkulaðistykki. Það eru óendanlegir hápunktar af skemmtilegum tónleikum.“ Svavar segir að það hafi líka verið frábært tækifæri að fá að gera tónlistina fyrir kvikmyndina París Norðursins. „Það verkefni var mjög skapandi og tók mikið á en ég lærði mjög mikið á því.“ Ennþá að finna sig Á síðustu mánuðum við gerð bókarinnar, plötunnar og undirbúning tónleikanna samhliða búskapnum og matvælaframleiðslunni segir Svavar að hann hafi lært að það sé hægt að fara í allar áttir. „Maður getur líka farið í margar áttir á sama tíma. Það hefur líka kannski verið þannig með mig að það hentar mér kannski ekki að gera eitthvað eitt heldur þarf ég að fást við margt á sama tíma. Það hefur æxlast þannig að maður er að fást við marga hluti í einu og ég hef líka gert það í tónlistinni. Ég hef til dæmis verið að vinna með margar hljómsveitir Prins Póló á sama tíma. Ég hef verið að vinna eina með hátíðlegar útgáfur, eina með diskó útgáfur og svo hef ég verið að vinna með sóló-trúbador útgáfu.“ Svavar segist einnig hafa lært að tónlistin sé ekki bara tónlistin, myndlistin sé líka mikið inn í þessu. Hann heldur að hann sé kannski ekki enn búinn að finna sig þegar kemur að grafík og list. „Ég hef ekki þróast í listrænni sköpun síðan ég var svona 18 ára. Ég er til dæmis ekkert betri teiknari heldur en þegar ég var barn. Maður dettur niður á eitthvað og svo er maður svolítið mikið þar einhvern veginn, að vinna með það í einhvern tíma.“ Hann segist þó sífellt vera að prófa nýja hluti og nýja miðla. „Mér finnst stundum ef ég ber saman verk sem ég gerði 2009 eða 2019 eða 1999, ég gæti ekki sett mig inn á hvenær þau væru unnin. Ég sé ekki mikla þróun á milli ára en auðvitað styrkist maður líka ef maður gerir hlutina oftar og sjálfstraustið verður meira og maður treystir sér betur.“ Svavar segir að hann hafi sennilega búið til sitt annað sjálf, Prinsinn, til þess að búa til eitthvað sjálfstraust sem hann hafði aldrei á sínum yngri árum.Vísir/Vilhelm Faldi sig á bakvið Prins Póló Aðspurður um sjálfsöryggi segir Svavar að það sé ekki að ástæðulausu sem hans annað sjálf, Prins Póló, varð til. „Það að búa sér til þetta gervi, Prins Póló, er náttúrulega eins konar feluleikur. Þannig að það er augljóst að skapari Prinsins þarf kannski einhverja brynju til þess að koma fram. Þess vegna get ég ímyndað mér að þessi fígúra hafi orðið til, bara til þess að búa sér til einhvers konar sjálfstraust og hafa eitthvað til að fela sig á bakvið.“ Hann segir að sjálfstraustið hafi batnað með árunum og vaxið en viðurkennir að það hafi ekki verið þannig þegar hann var yngri. „Ég þurfti að hafa miklu meira fyrir hlutunum heldur en ég geri núna þegar ég var að koma fram.“ Svavar segir að það hafi hentað sér vel að vera sinn eiginn herra og vinna að mörgum verkefnum á sama tíma en segir að það geti þó verið taugatrekkjandi að hafa ekki alltaf yfirsýn yfir heildina. „Þá er þetta samt gefandi og skemmtilegt og það hentar mér vel að geta verið með ólíka hatta.“ Svavar og Berglind fluttu á Djúpavog árið 2014.Mynd/Havari.is Vel slípuð saman Á Karlstöðum býr Svavar ásamt Berglindi Häsler eiginkonu sinni og börnum þeirra. Þau reka saman Havarí en þar er gistiheimili stóran hluta ársins og á sumrin er þar kaffihús og margir tónleikar og viðburðir fara þar fram. Svo eru einnig í matvælaframleiðslu samhliða búskapnum. Hann segir að þó að þau vinni mikið náið saman sé samstarfið ekki eins „tryllt“ í dag og á árum áður. „Það gengur alltaf betur og betur. Það hefur alltaf gengið vel en það er með þetta eins og myndlistina að það verður alltaf meiri þroski eftir því sem tíminn líður og svona samstarf þroskast alltaf. Þó svo að við höfum verið að vinna saman síðan við kynntumst fyrir 15 árum þá var þetta allt öðruvísi á árum áður, það er ekki hægt að bera það saman núna við fyrir 15 árum í hvernig takti við unnum. Það er mjög lítið um árekstra í samstarfinu núna. Við erum búin að slípa okkur mjög vel saman, þetta er bara eins og vel smurð vél.“ Það er ýmislegt að gerast hjá þeim hjónum og eru þau meðal annars á Matarmarkaði Íslands sem fer fram í Hörpu um helgina. „Við erum svo að undirbúa Havaríið næsta sumar fyrir austan og svo erum við nýbúin að senda frá okkur nýja vöru, Bopp sem er snakk úr bankabyggi sem við erum að framleiða og dreifa í verslanir,“ segir Svavar. Hann segir að það drífi þau áfram að gera eitthvað nýtt og þó að þau séu þekkt fyrir að hafa komið með Bulsur á markað hafa þau líka unnið með ýmsar útfærslur á grænmetissnakki til dæmis rófum, grænkáli og fleiru. „Framleiðslan var aðeins of hæg og við vorum ekki alveg að ná að anna eftirspurn og þetta var ekki nógu hagkvæmt fyrr en við duttum niður á framleiðsluaðferð sem að snýst um það að poppa bankabygg. Þegar við komumst að því að það væri hægt fórum við út í frekari þróun og síðan fjárfestum við í tækjum til að koma þessu í framkvæmd.“ Alls konar tilfinningar fylgja gervinu Prins Póló auglýsir tónleikana í kvöld sem kveðjutónleika en Svavar segir að það hafi verið skyndiákvörðun að kveðja Prinsinn núna. „Þetta er búið að blunda í mér mjög lengi að það hlyti að koma að þeim tímapunkti að pakka Prinsinum saman. Ég ætlaði alltaf að kála honum við hátíðlega athöfn en datt ekki í hug nein almennileg leið til þess fyrr en ég áttaði mig á því að núna væri kannski bara tækifærið. Þegar maður er búinn að vera að vinna með þessar pappakórónur í tíu ár, að hvíla það og pakka því saman, að það væri bara búið og sá tími væri liðinn. Ég er kannski bara búinn að fá nóg. Það er svo mikið „outrovert“ að vera prins og maður þarf að hafa svolítið fyrir því að setja sig í þennan gír og það tekur alveg á og það eru alls konar tilfinningar sem felast í því að fara í gervi eins og trúður eða hvað þetta er. Þetta er alveg ógeðslega gaman og það er gaman að spila fyrir fullan sal af þakklátum áhorfendum. Það er ekkert sem kemst nærri þeirri tilfinningu en það samt þarf átök til að koma sér í gírinn og maður þreytist á því. Ef maður þreytist á einhverju þá er kannski kominn tími til að hvíla það og hleypa kannski bara einhverju öðru að.“ Prins Jóló tónleikarnir fara fram í kvöld og miðasala er á tix.isVísir/Vilhelm Þörf til að fara inn á við Svavar segir að þegar hann leggi kórónuna á hilluna þá komi kannski einhver önnur spennandi og skemmtileg verkefni í staðinn. „Ég er ekkert hættur að gera tónlist endilega. Ég er líka að fara að gera tónlist fyrir verk í Borgarleikhúsinu á næsta ári en kórónan verður ekkert með í því.“ Hann á þó ekki von á því að fara að koma fram á tónleikum sem tónlistarmaðurinn Svavar neitt á næstunni. „Ég er ekki að fara að búa mér til annað „alter-ego“ eða að fara að koma fram undir skírnarnafni. Ég held að ég snúi mér bara að því að vinna með aðra miðla og með pappír og með önnur listform sem að ég hef mikinn áhuga sem að er þessi grafík og ljósmyndun.“ Hann stefnir því frekar á að fara inn á aðrar listrænar brautir og hvíla aðeins gullið og glysið. „Ég hef fengið mikið út úr því í gegnum tíðina að hætta hlutum vegna þess að það myndast alltaf eitthvað pláss, ef þú hættir einu þá dúkkar eitthvað annað upp. Kannski er ástæðan fyrir því að maður vill hætta með Prinsinn sú að gefa öðru pláss og sjá hvað gerist. Líka að fara aðeins meira inn á við frekar en út á við. Ég hef þörf fyrir það núna og er að reyna að fylgja því, þeirri tilfinningu og sannfæringu.“
Helgarviðtal Tónlist Viðtal Tengdar fréttir Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30 Prins Póló pollrólegur þó að jörð hans hafi margfaldast í verði Karlsstaðir seldust á 24 milljónir fyrir 14 árum en er nú metin á 220 milljónir. 9. janúar 2019 12:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30
Prins Póló pollrólegur þó að jörð hans hafi margfaldast í verði Karlsstaðir seldust á 24 milljónir fyrir 14 árum en er nú metin á 220 milljónir. 9. janúar 2019 12:30