Fátækir hafi ekki efni á þvottaefni og dömubindum í desember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. desember 2019 20:15 Þvottaefni og dömubindi eru vörur sem hópur fátækra á Íslandi hefur ekki efni á að sögn formanns samtaka fólks í fátækt, sérstaklega ekki í desembermánuði. Einstæðar mæður á örorku hafi það einna verst yfir hátíðarnar enda erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp á það sama og önnur börn fá. Góðgerðar- og hjálparsamtök hafa oft í nógu að snúast í desember enda jólaúthlutanir stór partur af starfseminni. Mörg þúsund manns á Íslandi njóta góðs af matargjöfum fyrir jólin en Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru meðal samtaka sem hjálpa fátækum yfir hátíðarnar „Þetta er afskaplega erfiður tími, það er gleði og hátíðleiki í samfélaginu og þér finnst þú ekki vera hluti af því þar sem þú hefur ekki sömu tækifæri og aðrir að bjóða börnunum þínum upp á hluti og skemmtanir,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, formaður Pepp Ísland. „Við erum mikið með einstæðar mæður sem koma til okkar og við vitum að þær sem eru á örorku eru þær sem hafa það verst í samfélaginu og ásamt þeim eru einstæðingar sem standa mjög oft illa að vígi.“ Pepp Ísland heldur fundi fyrir skjólstæðina sína á fimmtudögum og hafa allt að fjörutíu manns mætt á fundi að undanförnu. Samtökin setja upp svokallað gefinsborð með vörum sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi. Ásta segir að þvottaefni sé dæmi um vöru sem fátækt fólk í dag eigi mjög erfitt með að verða sér úti um, sérstaklega í desember þegar útgjöldin eru há. „Það er mjög algengt að þú sparir við þig og notir minna og minna þannig að það að fá pakka af þvottaefni það getur endst þér lengi og gert mikið gagn. Nú á heimilum þar sem eru margar stúlkur er oft erfitt með dömubindi og það er eitthvað sem þú færð hvergi aðstoð með, það er enginn að gefa svoleiðis,“ segir Ásta. Vörurnar séu mjög dýrar fyrir fólk sem er með minna en tvö hundruð þúsund krónur á milli handanna á mánuði. „Þegar þú ert á þessum stað eru alls konar hlutir sem verða að lúxusvöru, eins og eldhúspappír getur verið lúxusvara ef þú átt ekki peninga,“ segir Ásta. Félagsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þvottaefni og dömubindi eru vörur sem hópur fátækra á Íslandi hefur ekki efni á að sögn formanns samtaka fólks í fátækt, sérstaklega ekki í desembermánuði. Einstæðar mæður á örorku hafi það einna verst yfir hátíðarnar enda erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp á það sama og önnur börn fá. Góðgerðar- og hjálparsamtök hafa oft í nógu að snúast í desember enda jólaúthlutanir stór partur af starfseminni. Mörg þúsund manns á Íslandi njóta góðs af matargjöfum fyrir jólin en Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru meðal samtaka sem hjálpa fátækum yfir hátíðarnar „Þetta er afskaplega erfiður tími, það er gleði og hátíðleiki í samfélaginu og þér finnst þú ekki vera hluti af því þar sem þú hefur ekki sömu tækifæri og aðrir að bjóða börnunum þínum upp á hluti og skemmtanir,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, formaður Pepp Ísland. „Við erum mikið með einstæðar mæður sem koma til okkar og við vitum að þær sem eru á örorku eru þær sem hafa það verst í samfélaginu og ásamt þeim eru einstæðingar sem standa mjög oft illa að vígi.“ Pepp Ísland heldur fundi fyrir skjólstæðina sína á fimmtudögum og hafa allt að fjörutíu manns mætt á fundi að undanförnu. Samtökin setja upp svokallað gefinsborð með vörum sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi. Ásta segir að þvottaefni sé dæmi um vöru sem fátækt fólk í dag eigi mjög erfitt með að verða sér úti um, sérstaklega í desember þegar útgjöldin eru há. „Það er mjög algengt að þú sparir við þig og notir minna og minna þannig að það að fá pakka af þvottaefni það getur endst þér lengi og gert mikið gagn. Nú á heimilum þar sem eru margar stúlkur er oft erfitt með dömubindi og það er eitthvað sem þú færð hvergi aðstoð með, það er enginn að gefa svoleiðis,“ segir Ásta. Vörurnar séu mjög dýrar fyrir fólk sem er með minna en tvö hundruð þúsund krónur á milli handanna á mánuði. „Þegar þú ert á þessum stað eru alls konar hlutir sem verða að lúxusvöru, eins og eldhúspappír getur verið lúxusvara ef þú átt ekki peninga,“ segir Ásta.
Félagsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira