Íslenski boltinn

Sportpakkinn: Nýr þjálfari Fylkis vill fjölga bestu dögum liðsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Sveinn ræðir við Gaupa á Würth vellinum í Árbænum.
Atli Sveinn ræðir við Gaupa á Würth vellinum í Árbænum. mynd/stöð 2

Atli Sveinn Þórarinsson þreytir frumraun sína sem þjálfari í efstu deild karla næsta sumar. Atli var í haust ráðinn þjálfari Fylkis við hlið Ólafs Stígssonar.

„Einhvers staðar verður maður að byrja. Við Óli verðum saman í þessu og hann þekkir félagið út og inn. Og ég hef nú einhverja reynslu af fótbolta þótt ég hafi ekki þjálfað í efstu deild. Þetta er allt fótbolti, sama hvort það eru yngri flokkar, neðri deildir eða hvað það er,“ sagði Atli í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

Undanfarin tvö tímabil hefur Fylkir endað í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Árbæingar stefna hærra á næsta tímabili.

„Við, og önnur lið held ég líka, vita að á sínum besta degi getur Fylkir unnið hvaða lið sem er. Við þurfum bara að fjölga okkar bestu dögum,“ sagði Atli.

Hann á ekki von á því að Fylkir fái marga leikmenn til sín fyrir tímabilið.

„Við erum með mjög góðan mannskap og þurfum ekki að safna miklu liði. En það getur vel verið að einhverjir bætist við. Í flestum stöðum erum við vel mannaðir og erum kannski einstakir að því að leyti að hér eru margir heimamenn. Það eru gæði í hópnum,“ sagði Atli.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Fylkismenn vilja gera betur

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×