Stormur í vatnsglasi og „á einhverjum misskilningi byggt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 11:17 Jólaþorpshestarnir á ferðinni nú á aðventunni. Facebook/Hafnarfjarðarbær Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir deilur um hestvagnaferðir í jólaþorpi Hafnarfjarðar, sem komu upp um helgina, byggðar á ákveðnum misskilningi. Bænum hafi borið skylda til að taka athugasemdirnar til umfjöllunar og takmörkun á ferðunum á laugardag hafi verið til málamiðlunar. Ferðirnar hafa síðan verið, og verða áfram, með hefðbundnu sniði nú á aðventunni – en fjarlægari framtíð er þó óskrifað blað. Svívirðingar, hatur og hótanir Hestakonan Bettina Wunsch hefur boðið upp á hestvagnaferðir í jólaþorpinu um árabil. Um helgina var greint frá því að takmarkanir hefðu verið sett á ferðir Bettinu í þorpinu vegna athugasemda frá Vegan-búðinni. Vegan-búðin stendur við Strandgötu í Hafnarfirði, hvar hestarnir fara um með vagnana. Miklar deilur spruttu í kjölfarið upp um málið, einkum inni á Facebook-hópnum Vegan Íslandi. Þá sendu aðstandendur Vegan-búðarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ákvörðunin um takmarkanir á hestvagnaferðunum væri alfarið bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Verslunin gekkst þó vissulega við því að hafa komið á framfæri athugasemdum vegna hestanna, eftir „fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum“. „Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu Vegan-búðarinnar. Rétt er að nefna að áætlun hestvagnanna var aðeins breytt á laugardag og hún stytt frá því sem áður hafði verið. Ferðirnar voru aftur farnar samkvæmt hefðbundinni áætlun í gær, sunnudag, og verða áfram með sama hætti út aðventuna. Sættu ólík sjónarmið á laugardaginn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði ræddi málið frá sjónarhóli bæjaryfirvalda í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að það hafi verið skylda bæjarins að bregðast við athugasemdum Vegan-búðarinnar. „Við fengum fyrir nokkrum dögum, bæjaryfirvöld, mjög alvarlegar athugasemdir vegna þessa máls, um starfsemi í kringum þessa hestvagna og að veganistar gerðu alvarlegar athugasemdir við að bærinn væri að leyfa þetta í kringum jólaþorpið. Okkar skylda, miðað við eðli málsins og miðað við hversu alvarlegar athugasemdirnar voru, þá ber okkur auðvitað skylda til að ræða við hlutaðeigandi og fara yfir málin." Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir Málið hafi svo verið rætt síðasta föstudag – og fjaðrafokið í kjölfarið hafi komið nokkuð á óvart. „Og það varð úr, til að sætta ólík sjónarmið, að daginn eftir myndi vagninn aka í skemmri tíma en verið hafði. […] Þetta varð einhver umræða á samfélagsmiðlum sem kom held ég öllum dálítið á óvart miðað við samtölin sem áttu sér stað síðdegis á föstudeginum.“ Öll leyfi á hreinu Þá er málið aftur á dagskrá í bæjarráði næsta fimmtudag, þar sem það verður tekið fyrir. „Ég held þetta sé nú allt dálítill stormur í vatnsglasi og líka á einverjum misskilningi byggt,“ sagði Rósa.En í hverju fólust athugasemdirnar?„Það er verið að gera athugasemdir við það að það sé verið að nota dýrin í þessum tilgangi og aðbúnað á staðnum. En ég vek athygli á því að viðkomandi aðili sem á þessa hesta og stendur fyrir þessu er með öll tilskilin leyfi til að vera þarna í jólaþorpinu og það er það sem við þurfum að horfa á. Það eru alls konar tilfinningar og alls konar skoðanir í gangi um ýmis mál í samfélaginu öllu en við sem bæjaryfirvöld þurfum að horfa til þess að þarna eru öll leyfi á hreinu og við treystum viðkomandi aðila sem er að gera þetta fimmta árið í röð til að hugsa vel um dýrin sín og geta metið það sjálf hvað er dýrunum fyrir bestu og það hefur verið mjög mikil ánægja með þetta í gegnum árin,“ sagði Rósa. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.Mynd/Lalli Kalli Framtíðin óskrifað blað Innt eftir því hvort til standi að endurskoða fyrirkomulagið með hestana, og jafnvel hætta alveg með þá, sagði Rósa að framtíðin væri óráðin. „Þetta er fimmta árið í röð sem við erum með þetta, bærinn. Og eins og ég segi erum við alltaf að skoða nýjungar og breytingar í jólaþorpinu og það er tekin ákvörðun á hverju ári fyrir sig hvað er boðið upp á, hvaða skemmtiatriði. Það er alltaf verið að bæta og betra jólaþorpið, það hefur aldrei verið fallegra en í ár og ákaflega góð stemning og mjög vel sótt,“ sagði Rósa. „Framtíðin mun skera úr um það. Núna eru aðstæður þannig að hestarnir eru á grænum bletti þarna við Strandgötuna þar sem þeir eru hafðir á milli ferðanna. Það er blettur sem verður byggt á í framtíðinni þannig að framtíðin er óskrifað blað.“Viðtalið við Rósu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Dýr Hafnarfjörður Jól Vegan Tengdar fréttir Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00 Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. 14. desember 2019 14:02 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir deilur um hestvagnaferðir í jólaþorpi Hafnarfjarðar, sem komu upp um helgina, byggðar á ákveðnum misskilningi. Bænum hafi borið skylda til að taka athugasemdirnar til umfjöllunar og takmörkun á ferðunum á laugardag hafi verið til málamiðlunar. Ferðirnar hafa síðan verið, og verða áfram, með hefðbundnu sniði nú á aðventunni – en fjarlægari framtíð er þó óskrifað blað. Svívirðingar, hatur og hótanir Hestakonan Bettina Wunsch hefur boðið upp á hestvagnaferðir í jólaþorpinu um árabil. Um helgina var greint frá því að takmarkanir hefðu verið sett á ferðir Bettinu í þorpinu vegna athugasemda frá Vegan-búðinni. Vegan-búðin stendur við Strandgötu í Hafnarfirði, hvar hestarnir fara um með vagnana. Miklar deilur spruttu í kjölfarið upp um málið, einkum inni á Facebook-hópnum Vegan Íslandi. Þá sendu aðstandendur Vegan-búðarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ákvörðunin um takmarkanir á hestvagnaferðunum væri alfarið bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Verslunin gekkst þó vissulega við því að hafa komið á framfæri athugasemdum vegna hestanna, eftir „fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum“. „Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu Vegan-búðarinnar. Rétt er að nefna að áætlun hestvagnanna var aðeins breytt á laugardag og hún stytt frá því sem áður hafði verið. Ferðirnar voru aftur farnar samkvæmt hefðbundinni áætlun í gær, sunnudag, og verða áfram með sama hætti út aðventuna. Sættu ólík sjónarmið á laugardaginn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði ræddi málið frá sjónarhóli bæjaryfirvalda í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að það hafi verið skylda bæjarins að bregðast við athugasemdum Vegan-búðarinnar. „Við fengum fyrir nokkrum dögum, bæjaryfirvöld, mjög alvarlegar athugasemdir vegna þessa máls, um starfsemi í kringum þessa hestvagna og að veganistar gerðu alvarlegar athugasemdir við að bærinn væri að leyfa þetta í kringum jólaþorpið. Okkar skylda, miðað við eðli málsins og miðað við hversu alvarlegar athugasemdirnar voru, þá ber okkur auðvitað skylda til að ræða við hlutaðeigandi og fara yfir málin." Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir Málið hafi svo verið rætt síðasta föstudag – og fjaðrafokið í kjölfarið hafi komið nokkuð á óvart. „Og það varð úr, til að sætta ólík sjónarmið, að daginn eftir myndi vagninn aka í skemmri tíma en verið hafði. […] Þetta varð einhver umræða á samfélagsmiðlum sem kom held ég öllum dálítið á óvart miðað við samtölin sem áttu sér stað síðdegis á föstudeginum.“ Öll leyfi á hreinu Þá er málið aftur á dagskrá í bæjarráði næsta fimmtudag, þar sem það verður tekið fyrir. „Ég held þetta sé nú allt dálítill stormur í vatnsglasi og líka á einverjum misskilningi byggt,“ sagði Rósa.En í hverju fólust athugasemdirnar?„Það er verið að gera athugasemdir við það að það sé verið að nota dýrin í þessum tilgangi og aðbúnað á staðnum. En ég vek athygli á því að viðkomandi aðili sem á þessa hesta og stendur fyrir þessu er með öll tilskilin leyfi til að vera þarna í jólaþorpinu og það er það sem við þurfum að horfa á. Það eru alls konar tilfinningar og alls konar skoðanir í gangi um ýmis mál í samfélaginu öllu en við sem bæjaryfirvöld þurfum að horfa til þess að þarna eru öll leyfi á hreinu og við treystum viðkomandi aðila sem er að gera þetta fimmta árið í röð til að hugsa vel um dýrin sín og geta metið það sjálf hvað er dýrunum fyrir bestu og það hefur verið mjög mikil ánægja með þetta í gegnum árin,“ sagði Rósa. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.Mynd/Lalli Kalli Framtíðin óskrifað blað Innt eftir því hvort til standi að endurskoða fyrirkomulagið með hestana, og jafnvel hætta alveg með þá, sagði Rósa að framtíðin væri óráðin. „Þetta er fimmta árið í röð sem við erum með þetta, bærinn. Og eins og ég segi erum við alltaf að skoða nýjungar og breytingar í jólaþorpinu og það er tekin ákvörðun á hverju ári fyrir sig hvað er boðið upp á, hvaða skemmtiatriði. Það er alltaf verið að bæta og betra jólaþorpið, það hefur aldrei verið fallegra en í ár og ákaflega góð stemning og mjög vel sótt,“ sagði Rósa. „Framtíðin mun skera úr um það. Núna eru aðstæður þannig að hestarnir eru á grænum bletti þarna við Strandgötuna þar sem þeir eru hafðir á milli ferðanna. Það er blettur sem verður byggt á í framtíðinni þannig að framtíðin er óskrifað blað.“Viðtalið við Rósu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Dýr Hafnarfjörður Jól Vegan Tengdar fréttir Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00 Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. 14. desember 2019 14:02 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani. 26. nóvember 2019 12:00
Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. 14. desember 2019 14:02