Fjármálaráðherra fær mig til að hugsa upphátt Sandra B. Franks skrifar 17. desember 2019 07:00 Er fólk ekki almennt meðvitað um að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu ræðst af samfélagsgerðinni en ekki hagstæðri aldursamsetningu þjóðarinnar í samanburði við OECD ríkin. Ætli fjármálaráðherra telji að minna framlag til heilbrigðismála leiði sjálfkrafa til þess að eftirspurn eftir þjónustu á Landspítalanum minnki? Að fólk leyfi sér ekki að slasast eða verða veikt umfram heimildir fjárlaga? Það þarf auðvitað skilgreina hvaða heilbrigðisþjónustu á að veita og kostnaðargreina hana. Framlag ríkisins þarf að vera í samræmi við niðurstöðuna. Það þarf að taka tillit til sérstöðu samfélagsins og mannfjöldaspá, annað er ábyrgðarlaus fjármálastjórnun. Vaxandi umfang á starfsemi Landspítalans síðustu ár er vegna fjölmargra samverkandi þátta. Ekki bara vegna þess að menn hafa ekki gefið sér tíma til að kostnaðarmeta kjarasamninga. Menn hljóta að sjá að hér á landi hefur orðið vaxandi fjöldi ferðamanna sem því miður hefur þurft í einhverjum tilvikum að þiggja þjónustu spítalans, og það stendur ekki utan á fólki hvort það sé með gildar sjúkratryggingar. Umsýslan og þjónustan í kringum þennan hóp hlýtur að vera nokkur ársverk, og ég velti því fyrir mér hvort gefist hafi tími til að kostnaðarmeta hana? Eins hefur hækkandi lífaldur fólks sitt að segja. Fjármálaráðherra veit að þjóðin er að eldast. Eldri borgarar koma á Landspítalann með fjölþætt og flókin vandamál og fá þjónustu, og svo komast þeir ekki út af spítalanum því það er ekkert sem tekur við. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt þegar hópur eldra fólks liggur inn á hátæknisjúkrahúsi, en hefur hins vegar þörf fyrir ódýrari úrræðum eins og félagslegum stuðningi og hjúkrunarþjónustu. Er búið að kostnaðarmeta fráflæðisvandann? Svo vitum við hvernig húsakynni Landspítalans eru. Ætli fjármálaráðherra sé meðvitaður um óhagræðið sem hlýst af lélegu húsnæði þar sem heilbrigðisstarfsfólkinu er ætlað að veita hverjum og einum heilbrigðisþjónustu? Skortur á einangrunarrýmum og velferðartæknilausnum gera störfin ekki auðveldari fyrir. Ætli afleiðingar af óviðunandi vinnuaðstöðu starfsmanna hafi verið kannaðar og kostnaðarmetnar? Það sætir furðu að fjármálaráðherra réttlæti ákvörðun um lægri framlög til heilbrigðismála og harkalegan niðurskurð á Landspítalanum með því að benda á samanburðarrannsókn OECD ríkjanna.Vissulega hefur framlag til heilbrigðismála aukist á síðustu árum, sem er eðlileg framvinda eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir sem grípa þurfti til í kjölfar efnahagshrunsins. Vandi Landspítalans á undanförnum árum hefur verið margvíslegur og þá ekki síst vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, og þá einkum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Við sem til þekkjum vitum að aðhaldsaðgerðir á Landspítala eykur álag á starfsfólk og bætir því ekki þann vanda. Markvissara væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum nauðsynlegu fagstéttum.Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna lausir, þar með talið sjúkraliða og annarra sem starfa á Landspítalanum. Það er því fáránlegt innlegg inn í kjaraviðræðurnar, og alls ekki til þess að greiða fyrir um gerð kjarasamninga, að boða þennan niðurskurð og auka þannig enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Tengdar fréttir Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. 11. desember 2019 11:00 Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Formaður Sjúkraliðafélags Íslands skrifar um hvernig megi auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu. 20. nóvember 2019 16:30 Ólíðandi kynjamisrétti Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. 12. nóvember 2019 12:30 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Er fólk ekki almennt meðvitað um að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu ræðst af samfélagsgerðinni en ekki hagstæðri aldursamsetningu þjóðarinnar í samanburði við OECD ríkin. Ætli fjármálaráðherra telji að minna framlag til heilbrigðismála leiði sjálfkrafa til þess að eftirspurn eftir þjónustu á Landspítalanum minnki? Að fólk leyfi sér ekki að slasast eða verða veikt umfram heimildir fjárlaga? Það þarf auðvitað skilgreina hvaða heilbrigðisþjónustu á að veita og kostnaðargreina hana. Framlag ríkisins þarf að vera í samræmi við niðurstöðuna. Það þarf að taka tillit til sérstöðu samfélagsins og mannfjöldaspá, annað er ábyrgðarlaus fjármálastjórnun. Vaxandi umfang á starfsemi Landspítalans síðustu ár er vegna fjölmargra samverkandi þátta. Ekki bara vegna þess að menn hafa ekki gefið sér tíma til að kostnaðarmeta kjarasamninga. Menn hljóta að sjá að hér á landi hefur orðið vaxandi fjöldi ferðamanna sem því miður hefur þurft í einhverjum tilvikum að þiggja þjónustu spítalans, og það stendur ekki utan á fólki hvort það sé með gildar sjúkratryggingar. Umsýslan og þjónustan í kringum þennan hóp hlýtur að vera nokkur ársverk, og ég velti því fyrir mér hvort gefist hafi tími til að kostnaðarmeta hana? Eins hefur hækkandi lífaldur fólks sitt að segja. Fjármálaráðherra veit að þjóðin er að eldast. Eldri borgarar koma á Landspítalann með fjölþætt og flókin vandamál og fá þjónustu, og svo komast þeir ekki út af spítalanum því það er ekkert sem tekur við. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt þegar hópur eldra fólks liggur inn á hátæknisjúkrahúsi, en hefur hins vegar þörf fyrir ódýrari úrræðum eins og félagslegum stuðningi og hjúkrunarþjónustu. Er búið að kostnaðarmeta fráflæðisvandann? Svo vitum við hvernig húsakynni Landspítalans eru. Ætli fjármálaráðherra sé meðvitaður um óhagræðið sem hlýst af lélegu húsnæði þar sem heilbrigðisstarfsfólkinu er ætlað að veita hverjum og einum heilbrigðisþjónustu? Skortur á einangrunarrýmum og velferðartæknilausnum gera störfin ekki auðveldari fyrir. Ætli afleiðingar af óviðunandi vinnuaðstöðu starfsmanna hafi verið kannaðar og kostnaðarmetnar? Það sætir furðu að fjármálaráðherra réttlæti ákvörðun um lægri framlög til heilbrigðismála og harkalegan niðurskurð á Landspítalanum með því að benda á samanburðarrannsókn OECD ríkjanna.Vissulega hefur framlag til heilbrigðismála aukist á síðustu árum, sem er eðlileg framvinda eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir sem grípa þurfti til í kjölfar efnahagshrunsins. Vandi Landspítalans á undanförnum árum hefur verið margvíslegur og þá ekki síst vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, og þá einkum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Við sem til þekkjum vitum að aðhaldsaðgerðir á Landspítala eykur álag á starfsfólk og bætir því ekki þann vanda. Markvissara væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum nauðsynlegu fagstéttum.Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna lausir, þar með talið sjúkraliða og annarra sem starfa á Landspítalanum. Það er því fáránlegt innlegg inn í kjaraviðræðurnar, og alls ekki til þess að greiða fyrir um gerð kjarasamninga, að boða þennan niðurskurð og auka þannig enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. 11. desember 2019 11:00
Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Formaður Sjúkraliðafélags Íslands skrifar um hvernig megi auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu. 20. nóvember 2019 16:30
Ólíðandi kynjamisrétti Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. 12. nóvember 2019 12:30
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun