Kúgun kvenna samkvæmt John Stuart Mill Arnar Sverrisson skrifar 17. desember 2019 09:00 Menn hafa löngum velt vöngum yfir þeirri staðreynd, að konur, sem aldrei dýfðu hendi í kalt vatn, hafi risið upp á nítjándu öldinni og krafist frelsunar kvenna. Í iðnbyltingunni, sem einkum gætti í Evrópu og Norður-Ameríku, skaraði millistéttin miskunnarlaust eld að eigin köku og fitnaði eins og púki á fjósbita. Eiginkonur og dætur iðnjöfra og velstæðra kaupmanna af karlkyni bættust nú í hóp iðjulausra húsfreyja úr gömlu yfirstéttunum. Sumar þeirra menntuðust fyrir tilstilli maka, bræðra, frænda og karlkyns velunnara. Góðu heilli fjölgaði kvensnillingum á sviði mennta, fræða og lista. En konur voru ekki sjálfstæðar gagnvart lögum. Brytu þær lög, var eiginkarlinn ábyrgur. Kvenfrelsarar svokallaðrar fyrstu bylgju kvenfrelsunar (um þessar mundir gætir þeirrar fjórðu) komu úr fyrrnefndri stétt. Að áliðinni nítjándu öldinni kom út bók um efnið, sem skipti líklega sköpum.Enski heimspekingurinn, John Stuart Mill (1806-1873), sem játaði þakkarskuld við ástmey sína og síðar eiginkonu, kvenfrelsarann og heimspekinginn, Harriet Taylor Mill (1807-1858), gaf árið 1869 út bókina, Kúgun kvenna (On the Subjection of Women), tuttugu og einu ári, eftir að frelsisyfirlýsing kvenna, samin í Seneca Falls í Bandaríkjum Norður-Ameríku, var samin. Bókin var fljótlega þýdd á fjölmargar tungur. Íslensk þýðing Sigurðar Jónassonar (1863-1887) á danskri þýðingu Georg Brandes (1842-1927) var gefin út árið 1900 á kostnað „hins íslenzka kvennfélags.“ Íslenskir kvenfrelsarar hafa bókina í hávegum: „Með réttu er John Stuart Mill kallaður kvenréttindamaður og má jafnvel skipa honum á bekk með öndvegis femínistum.“ (Auður Styrkársdóttir)Kvenfrelsarar víða um veröld taka undir orð Auðar. „Kúgun kvenna er fyrsta bókin eftir þekktan hugsuð þar sem færð eru rök fyrir jafnrétti kynjanna – og þar er þetta gert af öllum þeim sannfæringarkrafti sem Mill hafði til að bera. Af þessari ástæðu er hún, eins og vænta má, enn í miklum metum hjá femínistum hvarvetna.“ (Bryan Magee)John Stuart Mill segir m.a.: „[F]rá bernsku mannkynsins hefur konan talið sig ofurselda sem ambátt manninum [karlinum] sem þótti vænt um að eiga yfir henni að segja og honum gat hún eigi veitt mótþróa sökum þess að hún var kraftaminni.“ ... „Og þar sem mönnum [körlum] einu sinni hafa boðist þessi kostakjör til þess að ná völdum yfir konum og hafa áhrif á þær, hafa þeir af nokkurs konar ósjálfráðri eigingirnishvöt notað tækifærið, sem þeim þótti einkar hentugt, til þess að halda þeim í kúgun með því að leiða þeim fyrir sjónir að það sem menn gengjust mest fyrir hjá konum væri veikleiki þeirra, sjálfsafneitun og það að þær legðu sinn eigin vilja í mannsins hendur.“ Hinar kúgúðu konur eru þó sundurgerðarlegar, tekur hann fram. Þær sundurgreinast fyrst í konur, sem eru starfssamar og þrekmiklar, og þær, sem það eru ekki. Því næst kemur flokkurinn “uppstökkar og einþykkar konur.” Þær eru líklegar til að beita valdi sínu með varhugaverðum hætti. Þær gerast harðstjórar og kúgarar karla. Aðalvopn þeirra er “rifrildið” eða “húskrossvaldboð mislyndisins.” En því beita ekki “blíðlyndar konur” annars vegar og “sómakærar konur” hins vegar. Þær síðastnefndu beita “bænastaðnum.” Fyrir bænastaðinn samlagast karlar, sem ekki eru of einþykkir, konum sínum, gera óskir þeirra að sínum. „Yfirmennirnir [eiginkarlarnir] láta leiðast fyrir bænastað þeirra og án þess þeir viti af verða tilfinningar og tilhneigingar kvennanna að tilfinningum og tilhneigingum þeirra sjálfra.”Höfundur heldur áfram: „Með öllu þessu nær konan geysimiklu valdi yfir manninum [karlinum] og hefur áhrif á framferði hans, jafnvel þar sem þessi áhrif eru eigi góð þar sem þau eru eigi aðeins óhyggileg heldur verða jafnvel til þess að greiða götu einhverju sem er siðferðilega illt. Þar mundi maðurinn breyta betur ef hann færi eftir eigin hvötum. En hvorki í heimilislífinu né í ríkinu er unnt að bæta upp frelsismissi með valdi.“Valda hinnar kúguðu konu gætir óbeint utanstokks, segir John Stuart Mill: „Þannig getur hún notið þeirrar gleði að hafa áhrif á hann [eiginkarlinn] og glepja fyrir honum þegar hann fæst við málefni sem hún aldrei hefur aflað þekkingar á eða þar sem hún lætur algerlega stjórnast af hleypidómum eða af einhverjum persónulegum hvötum. Meðan þannig er ástatt hafa því þeir sem fúsastir hafa verið til þess að hlýða ráðum eiginkvenna sinna oftsinnis breytt verr vegna þess, einkum þegar svo hefur borið undir að áhrif konunnar hafa orðið ráðandi í þeim málum sem eigi hafa snert fjölskylduna.”Hin kúgaða kona hefur jafnframt bein áhrif á stjórnmál, að dómi heimspekingsins: „[K]onur hafa ætíð haft mikil áhrif á ásigkomulag opinberrar skoðunar eða hafa að minnsta kosti haft það frá fyrstu sagnatímum. ... Nú sem stendur eru hin siðlegu áhrif kvenna eigi síður veruleg en þau sjást eigi framar eins glögglega.“ Spekingurinn hefur áhyggjur af kvennaráðum: „[A]fleiðingin er reyndar sú að áhrif konunnar eru allt annað en happasæl fyrir almennar dyggðir.“Þrátt fyrir óheppileg áhrif, finnur karlinn hjá sér öfluga hvöt til að sameinast konunni og vernda hana: „Annað atriði þar sem áhrif af skoðun kvenna hafa verið ljós er að þær hafa verið hin öflugasta hvöt fyrir þá eiginleika hjá karlmönnunum, sem konurnar sjálfar samkvæmt uppeldi sínu hafa eigi til að bera, og þeim því var nauðsynlegt að finna hjá verndurum sínum.“Kvenhyggja í fari karla skýtur snemma rótum, því þrátt fyrir kúgunareðli sitt hafa karlar frábærlega góða eiginleika fyrir tilstuðlan mæðra í uppeldinu og kvenna yfirleitt, eins og fórnarlund, háttprýði og hugprýði. Körlum er það í blóð borið að sækjast eftir hylli kvenna. Snjallastir eru þeir, er hafa sannað sig meðal kynbræðra sinna. Konur óska m.a. verndar þeirra. Þær umbuna verndurum sínum með eftirlæti.Sjálfsfórn og riddaramennska á skiljanlega rætur í þörf karla fyrir aðdáun kvenna: „Hugprýði og hermannlegar dyggðir yfir höfuð hafa á öllum tímum stórum verið að þakka löngun þeirri sem karlmenn hafa til þess að vera dáðir af konum og þessi frameggjun nær langtum lengra en til þess flokks af frábærum eignleikum þar sem fremsta skilyrði til þess að njóta aðdáunar og hylli kvenna hefur ávallt verið það að njóta mikillar virðingar meðal karlmanna.”Vegna hinna „siðlegu áhrifa sem konur þannig höfðu á karlmenn spratt upp riddarastefnan og var aðaleinkenni hennar að sameina æðstu fyrirmynd hermannlegra eiginleika hinum fjarskyldustu dyggðum, kurteisi, veglyndi og sjálfsafneitun gagnvart öllum óherskáum og varnalausum flokkum, loks sérstök undirgefni og lotning fyrir konum því að þær voru öðrum varnarlausum flokkum ólíkar að því leyti að þær höfðu vald til af frjálsum vilja að umbuna þeim mönnum mikillega sem lögðu sig fram um að ná hylli þeirra í stað þess að þvinga þær til undirgefni með ofbeldi.“ Karlriddarinn lifir enn góðu lífi meðal vor og mótar afstöðu karla gagnvart konum með afgerandi hætti. Þeir öfgafyllstu eru ýmist kallaðir „hvítir riddarar“ eða „heiðurskonur.“Hjónabandið var konunni helsi eða hnapphelda kúgunar. Húsbóndinn var ábyrgur fyrir eiginkonu og öðru heimilisfólki gagnvart lögum og bar skylda til að sjá þeim farborða, mennta, leiðbeina og aga eða tukta til, þegar svo bar undir, sbr. hina íslensku húsagatilskipun (Anordning om Hustugt paa Island) Kristjáns sjötta konungs vors, lýðum gjörð kunnug 1746. John Stuart Mill segir: „Hjónabandið er hin eina verulega ánauð er lög vor viðurkenna. Eftir lögunum er eigi framar neinn þræll til nema húsfreyjan á hverju heimili.“Hamingjusamlega hafa flestir húsbændur þó sjálfsstjórn til að bera. „Því fer betur að tilfinningar og hagnaður margra manna býður þeim að bæla niður hvatir þær og tilhneigingar sem leiða til harðstjórnar, að minnsta kosti oftast að draga úr þeim, og af öllum þessum tilfinningum er band það sem tengir saman mann [karl] og konu hið öflugasta og má ekkert við það jafnast.“Þó er það svo, að sjaldan veldur einn, þá tveir deila. John Stuart Mill gerir sér fullkomlega grein fyrir þessum ævaforna sannleiki: „Í raun og veru sjáum vér aldrei í nokkru sambandi að allt valdið sé öðru megin, nema þar sem sambandið hefur fullkomlega misheppnast og þar sem best mundi vera fyrir báða málsparta að losast við byrði sína.“En fleiri nafntogaðir samtímakarlar voru einnig andsnúnir hjónabandinu fyrir þær sakir, að það væri kúgunartæki, beitt gegn konum. M.a. skrifuðu fjórir þekktustu rithöfunda Noregs ávarp til kvenna og Stórþings um breytingar á hjónabandsráðgjöfinni. Þeir, Björnstjerne Björnsson (1832-1910) , Henrik Ibsen (1828-1906) , Jonas Lie (1833-1908) og Alexander Kielland (1849-1906), rituðu: “Hún [konan] verður að skilja og finna, að hún stofni til hjónabands á jafnréttisgrundvelli, hafi sama lagarétt og karlmaðurinn. Slíkt er siðferðilega gott báðum aðiljum og sambúðin mun verða auðveldari, bera vott gagnkvæmri virðingu.” (Henrik Ibsen skrifaði sem kunnugt er, ódauðlegt leikrit um andlega eymd hinnar velstæðu millistéttarkonu, Nóru.)En það er engu líkara, en John Stuart Mill eigi í vandræðum með kvenkúgunarskilning sinn á hjónabandinu: „Sambúð, sem engan þroska né upphvatning veitir, kemur í stað þess sem hann [eiginkarlinn] annars hefði verið neyddur til að leita; samvistar við jafningja sína í hæfileikum og félaga sína í eftirleitun hins æðra. Vér sjáum því, sem og almennt er viðurkennt, að ungir menn [kalar] sem virst hafa mjög vænlegir hættu að taka framförum undir eins og þeir voru kvæntir. Þegar þeir tóku eigi framförum hlaut þeim að sjálfssögðu að hnigna. Ef konan knýr eigi mann sinn áfram, þá hamlar hún ávallt viðleitni hans.“Kúgunartæki karlanna, hjónabandið, getur jafnvel snúist upp í andhverfu sína fyrir ofbeldiskarlinn, segir heimspekingurinn. “Ég veit að þótt konan geti eigi veitt mótstöðu getur hún þó goldið líku líkt. Hún hefur sín megin vald til þess að gera mann [eiginkarl] sinn mjög ófarsælan í lífinu og hún getur neytt þessa valds til þess að koma fram vilja sínum í mörgum atriðum þar sem hann ætti að vera ráðandi en auk þess oft þar sem hann ætti eigi að vera það.”Ætli hjónabandið sé, þrátt fyrir allt ekki algalið. Alla vega lætur höfundur svo í veðri vaka. „Ég er boðinn og búinn til þess að kannast við [...] að hjá mörgum hjónum, meira að segja að líkindum hjá meirihluta hjóna af hærri stigum, ríki andi réttláts jafnaðarlögmáls þótt lögin séu eins og þau eru nú.“ Heimspekingurinn túlkar kvenverndarlöggjöfina þó einhliða, þ.e. að karlar hafi hag af því að axla lagalega ábyrgð á fjölskyldunni, að eiginkonu meðtalinni.(Hvernig ætli umræddur spekingur hefði fjallað um hina rammskökku ábyrgð eiginkarla bíræfinna kvensjóræningja grannþjóðanna, sem ekki var unnt að sækja til saka, þar eð þær voru giftar konur, og því ekki taldar sjálfs sín ráðandi í lagalegum skilningi. T.d. hefðarkonan, Christina Anna Skytte frá Dudenhof (1643-1677), sem herjaði á Eystrasalti eða landar hennar, Ingela Olofsdottir Gatenhielm (1692-1729) og Johanna Hård (1789 – 1851). Líklega hefur John Stuart Mill ekki þekkt til fyrrgreindra kvenofurskörunga.)Hann segir um lög og hlunnindi: „Í æðri stéttum á Englandi er konum veitt ... hlunnindi með sérstökum samningum er sveigja lögin og þar konum er leyft að ráða sjálfar yfir vissri fjárupphæð er kallast „nálapeningar.“ Þar sem föður tilfinningarnar hjá karlmönnum eru almennt máttugri en tilfinningin fyrir eigin kyni, þá tekur faðirinn almennt dótturina fram yfir tengdason sinn [...].“Ætli ójafnréttið felist þá í skorti á kosningarétti, sem langflestir karla og konur höfðu ekki? John Stuart Mill segir: „[H]versu útbreidd sem einhver venja er, þá er þó þess vegna engin ástæða til að vera hlynntur fyrirkomulagi þar sem konunni hvað mannleg og pólitísk réttindi snertir er skipað skör lægra en manninum [karlinum].“ En konur virðast ekki allar vansælar með hlutskipti sitt. Það verður að leiða þeim kúgunina fyrir sjónir: “Hvernig ætti kona sem fædd er við hin núverandi kjör kvenna og er ánægð með þau að geta metið gildi þess að vera eigi háður öðrum en sjálfum sér.“Hvernig svo sem menn vilja túlka jafnréttisskekkju í lögum á umræddu tímaskeiði og eiginlegt vald kynjanna, geta vonandi flestir tekið undir eftirfarandi orð hins mikla spekings: „En hin sanna dyggð mannanna [fólks] er hæfileikinn til þess að geta lifað saman sem jafningjar þannig að hver einstakur krefjist eigi annars fyrir sjálfan sig en þess sem hann veitir öðrum af frjálsum vilja.“Höfundur er ellilífeyrisþegi. Ónafngreindar þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Tengdar fréttir Óður til feðra Það eru væntanlega fáir, sem velkjast í vafa um mikilvægi góðrar móður fyrir þroska barnsins. 25. nóvember 2019 09:15 Leggur hið þögla kyn árar í bát? Áratugum saman hafa drengir og karlar átt á brattann að sækja í mannlífinu. 2. desember 2019 11:00 Listin að leggja karl að velli - leiðarvísir Í fyrra kom út kver í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA) með nafninu: "How to Destroy a Man Now“ (DAMN). 11. nóvember 2019 09:59 Kvenveldisávarpið Valerie Jean Solanas (1936-1988), var norður-amerískur, sálfræðimenntaður rithöfundur. 9. desember 2019 08:00 Alþjóðlegur baráttudagur karla Fyrir heilli öld síðan og ári betur var 23. febrúar tileinkaður hetjunum föðurlandsins. 18. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Menn hafa löngum velt vöngum yfir þeirri staðreynd, að konur, sem aldrei dýfðu hendi í kalt vatn, hafi risið upp á nítjándu öldinni og krafist frelsunar kvenna. Í iðnbyltingunni, sem einkum gætti í Evrópu og Norður-Ameríku, skaraði millistéttin miskunnarlaust eld að eigin köku og fitnaði eins og púki á fjósbita. Eiginkonur og dætur iðnjöfra og velstæðra kaupmanna af karlkyni bættust nú í hóp iðjulausra húsfreyja úr gömlu yfirstéttunum. Sumar þeirra menntuðust fyrir tilstilli maka, bræðra, frænda og karlkyns velunnara. Góðu heilli fjölgaði kvensnillingum á sviði mennta, fræða og lista. En konur voru ekki sjálfstæðar gagnvart lögum. Brytu þær lög, var eiginkarlinn ábyrgur. Kvenfrelsarar svokallaðrar fyrstu bylgju kvenfrelsunar (um þessar mundir gætir þeirrar fjórðu) komu úr fyrrnefndri stétt. Að áliðinni nítjándu öldinni kom út bók um efnið, sem skipti líklega sköpum.Enski heimspekingurinn, John Stuart Mill (1806-1873), sem játaði þakkarskuld við ástmey sína og síðar eiginkonu, kvenfrelsarann og heimspekinginn, Harriet Taylor Mill (1807-1858), gaf árið 1869 út bókina, Kúgun kvenna (On the Subjection of Women), tuttugu og einu ári, eftir að frelsisyfirlýsing kvenna, samin í Seneca Falls í Bandaríkjum Norður-Ameríku, var samin. Bókin var fljótlega þýdd á fjölmargar tungur. Íslensk þýðing Sigurðar Jónassonar (1863-1887) á danskri þýðingu Georg Brandes (1842-1927) var gefin út árið 1900 á kostnað „hins íslenzka kvennfélags.“ Íslenskir kvenfrelsarar hafa bókina í hávegum: „Með réttu er John Stuart Mill kallaður kvenréttindamaður og má jafnvel skipa honum á bekk með öndvegis femínistum.“ (Auður Styrkársdóttir)Kvenfrelsarar víða um veröld taka undir orð Auðar. „Kúgun kvenna er fyrsta bókin eftir þekktan hugsuð þar sem færð eru rök fyrir jafnrétti kynjanna – og þar er þetta gert af öllum þeim sannfæringarkrafti sem Mill hafði til að bera. Af þessari ástæðu er hún, eins og vænta má, enn í miklum metum hjá femínistum hvarvetna.“ (Bryan Magee)John Stuart Mill segir m.a.: „[F]rá bernsku mannkynsins hefur konan talið sig ofurselda sem ambátt manninum [karlinum] sem þótti vænt um að eiga yfir henni að segja og honum gat hún eigi veitt mótþróa sökum þess að hún var kraftaminni.“ ... „Og þar sem mönnum [körlum] einu sinni hafa boðist þessi kostakjör til þess að ná völdum yfir konum og hafa áhrif á þær, hafa þeir af nokkurs konar ósjálfráðri eigingirnishvöt notað tækifærið, sem þeim þótti einkar hentugt, til þess að halda þeim í kúgun með því að leiða þeim fyrir sjónir að það sem menn gengjust mest fyrir hjá konum væri veikleiki þeirra, sjálfsafneitun og það að þær legðu sinn eigin vilja í mannsins hendur.“ Hinar kúgúðu konur eru þó sundurgerðarlegar, tekur hann fram. Þær sundurgreinast fyrst í konur, sem eru starfssamar og þrekmiklar, og þær, sem það eru ekki. Því næst kemur flokkurinn “uppstökkar og einþykkar konur.” Þær eru líklegar til að beita valdi sínu með varhugaverðum hætti. Þær gerast harðstjórar og kúgarar karla. Aðalvopn þeirra er “rifrildið” eða “húskrossvaldboð mislyndisins.” En því beita ekki “blíðlyndar konur” annars vegar og “sómakærar konur” hins vegar. Þær síðastnefndu beita “bænastaðnum.” Fyrir bænastaðinn samlagast karlar, sem ekki eru of einþykkir, konum sínum, gera óskir þeirra að sínum. „Yfirmennirnir [eiginkarlarnir] láta leiðast fyrir bænastað þeirra og án þess þeir viti af verða tilfinningar og tilhneigingar kvennanna að tilfinningum og tilhneigingum þeirra sjálfra.”Höfundur heldur áfram: „Með öllu þessu nær konan geysimiklu valdi yfir manninum [karlinum] og hefur áhrif á framferði hans, jafnvel þar sem þessi áhrif eru eigi góð þar sem þau eru eigi aðeins óhyggileg heldur verða jafnvel til þess að greiða götu einhverju sem er siðferðilega illt. Þar mundi maðurinn breyta betur ef hann færi eftir eigin hvötum. En hvorki í heimilislífinu né í ríkinu er unnt að bæta upp frelsismissi með valdi.“Valda hinnar kúguðu konu gætir óbeint utanstokks, segir John Stuart Mill: „Þannig getur hún notið þeirrar gleði að hafa áhrif á hann [eiginkarlinn] og glepja fyrir honum þegar hann fæst við málefni sem hún aldrei hefur aflað þekkingar á eða þar sem hún lætur algerlega stjórnast af hleypidómum eða af einhverjum persónulegum hvötum. Meðan þannig er ástatt hafa því þeir sem fúsastir hafa verið til þess að hlýða ráðum eiginkvenna sinna oftsinnis breytt verr vegna þess, einkum þegar svo hefur borið undir að áhrif konunnar hafa orðið ráðandi í þeim málum sem eigi hafa snert fjölskylduna.”Hin kúgaða kona hefur jafnframt bein áhrif á stjórnmál, að dómi heimspekingsins: „[K]onur hafa ætíð haft mikil áhrif á ásigkomulag opinberrar skoðunar eða hafa að minnsta kosti haft það frá fyrstu sagnatímum. ... Nú sem stendur eru hin siðlegu áhrif kvenna eigi síður veruleg en þau sjást eigi framar eins glögglega.“ Spekingurinn hefur áhyggjur af kvennaráðum: „[A]fleiðingin er reyndar sú að áhrif konunnar eru allt annað en happasæl fyrir almennar dyggðir.“Þrátt fyrir óheppileg áhrif, finnur karlinn hjá sér öfluga hvöt til að sameinast konunni og vernda hana: „Annað atriði þar sem áhrif af skoðun kvenna hafa verið ljós er að þær hafa verið hin öflugasta hvöt fyrir þá eiginleika hjá karlmönnunum, sem konurnar sjálfar samkvæmt uppeldi sínu hafa eigi til að bera, og þeim því var nauðsynlegt að finna hjá verndurum sínum.“Kvenhyggja í fari karla skýtur snemma rótum, því þrátt fyrir kúgunareðli sitt hafa karlar frábærlega góða eiginleika fyrir tilstuðlan mæðra í uppeldinu og kvenna yfirleitt, eins og fórnarlund, háttprýði og hugprýði. Körlum er það í blóð borið að sækjast eftir hylli kvenna. Snjallastir eru þeir, er hafa sannað sig meðal kynbræðra sinna. Konur óska m.a. verndar þeirra. Þær umbuna verndurum sínum með eftirlæti.Sjálfsfórn og riddaramennska á skiljanlega rætur í þörf karla fyrir aðdáun kvenna: „Hugprýði og hermannlegar dyggðir yfir höfuð hafa á öllum tímum stórum verið að þakka löngun þeirri sem karlmenn hafa til þess að vera dáðir af konum og þessi frameggjun nær langtum lengra en til þess flokks af frábærum eignleikum þar sem fremsta skilyrði til þess að njóta aðdáunar og hylli kvenna hefur ávallt verið það að njóta mikillar virðingar meðal karlmanna.”Vegna hinna „siðlegu áhrifa sem konur þannig höfðu á karlmenn spratt upp riddarastefnan og var aðaleinkenni hennar að sameina æðstu fyrirmynd hermannlegra eiginleika hinum fjarskyldustu dyggðum, kurteisi, veglyndi og sjálfsafneitun gagnvart öllum óherskáum og varnalausum flokkum, loks sérstök undirgefni og lotning fyrir konum því að þær voru öðrum varnarlausum flokkum ólíkar að því leyti að þær höfðu vald til af frjálsum vilja að umbuna þeim mönnum mikillega sem lögðu sig fram um að ná hylli þeirra í stað þess að þvinga þær til undirgefni með ofbeldi.“ Karlriddarinn lifir enn góðu lífi meðal vor og mótar afstöðu karla gagnvart konum með afgerandi hætti. Þeir öfgafyllstu eru ýmist kallaðir „hvítir riddarar“ eða „heiðurskonur.“Hjónabandið var konunni helsi eða hnapphelda kúgunar. Húsbóndinn var ábyrgur fyrir eiginkonu og öðru heimilisfólki gagnvart lögum og bar skylda til að sjá þeim farborða, mennta, leiðbeina og aga eða tukta til, þegar svo bar undir, sbr. hina íslensku húsagatilskipun (Anordning om Hustugt paa Island) Kristjáns sjötta konungs vors, lýðum gjörð kunnug 1746. John Stuart Mill segir: „Hjónabandið er hin eina verulega ánauð er lög vor viðurkenna. Eftir lögunum er eigi framar neinn þræll til nema húsfreyjan á hverju heimili.“Hamingjusamlega hafa flestir húsbændur þó sjálfsstjórn til að bera. „Því fer betur að tilfinningar og hagnaður margra manna býður þeim að bæla niður hvatir þær og tilhneigingar sem leiða til harðstjórnar, að minnsta kosti oftast að draga úr þeim, og af öllum þessum tilfinningum er band það sem tengir saman mann [karl] og konu hið öflugasta og má ekkert við það jafnast.“Þó er það svo, að sjaldan veldur einn, þá tveir deila. John Stuart Mill gerir sér fullkomlega grein fyrir þessum ævaforna sannleiki: „Í raun og veru sjáum vér aldrei í nokkru sambandi að allt valdið sé öðru megin, nema þar sem sambandið hefur fullkomlega misheppnast og þar sem best mundi vera fyrir báða málsparta að losast við byrði sína.“En fleiri nafntogaðir samtímakarlar voru einnig andsnúnir hjónabandinu fyrir þær sakir, að það væri kúgunartæki, beitt gegn konum. M.a. skrifuðu fjórir þekktustu rithöfunda Noregs ávarp til kvenna og Stórþings um breytingar á hjónabandsráðgjöfinni. Þeir, Björnstjerne Björnsson (1832-1910) , Henrik Ibsen (1828-1906) , Jonas Lie (1833-1908) og Alexander Kielland (1849-1906), rituðu: “Hún [konan] verður að skilja og finna, að hún stofni til hjónabands á jafnréttisgrundvelli, hafi sama lagarétt og karlmaðurinn. Slíkt er siðferðilega gott báðum aðiljum og sambúðin mun verða auðveldari, bera vott gagnkvæmri virðingu.” (Henrik Ibsen skrifaði sem kunnugt er, ódauðlegt leikrit um andlega eymd hinnar velstæðu millistéttarkonu, Nóru.)En það er engu líkara, en John Stuart Mill eigi í vandræðum með kvenkúgunarskilning sinn á hjónabandinu: „Sambúð, sem engan þroska né upphvatning veitir, kemur í stað þess sem hann [eiginkarlinn] annars hefði verið neyddur til að leita; samvistar við jafningja sína í hæfileikum og félaga sína í eftirleitun hins æðra. Vér sjáum því, sem og almennt er viðurkennt, að ungir menn [kalar] sem virst hafa mjög vænlegir hættu að taka framförum undir eins og þeir voru kvæntir. Þegar þeir tóku eigi framförum hlaut þeim að sjálfssögðu að hnigna. Ef konan knýr eigi mann sinn áfram, þá hamlar hún ávallt viðleitni hans.“Kúgunartæki karlanna, hjónabandið, getur jafnvel snúist upp í andhverfu sína fyrir ofbeldiskarlinn, segir heimspekingurinn. “Ég veit að þótt konan geti eigi veitt mótstöðu getur hún þó goldið líku líkt. Hún hefur sín megin vald til þess að gera mann [eiginkarl] sinn mjög ófarsælan í lífinu og hún getur neytt þessa valds til þess að koma fram vilja sínum í mörgum atriðum þar sem hann ætti að vera ráðandi en auk þess oft þar sem hann ætti eigi að vera það.”Ætli hjónabandið sé, þrátt fyrir allt ekki algalið. Alla vega lætur höfundur svo í veðri vaka. „Ég er boðinn og búinn til þess að kannast við [...] að hjá mörgum hjónum, meira að segja að líkindum hjá meirihluta hjóna af hærri stigum, ríki andi réttláts jafnaðarlögmáls þótt lögin séu eins og þau eru nú.“ Heimspekingurinn túlkar kvenverndarlöggjöfina þó einhliða, þ.e. að karlar hafi hag af því að axla lagalega ábyrgð á fjölskyldunni, að eiginkonu meðtalinni.(Hvernig ætli umræddur spekingur hefði fjallað um hina rammskökku ábyrgð eiginkarla bíræfinna kvensjóræningja grannþjóðanna, sem ekki var unnt að sækja til saka, þar eð þær voru giftar konur, og því ekki taldar sjálfs sín ráðandi í lagalegum skilningi. T.d. hefðarkonan, Christina Anna Skytte frá Dudenhof (1643-1677), sem herjaði á Eystrasalti eða landar hennar, Ingela Olofsdottir Gatenhielm (1692-1729) og Johanna Hård (1789 – 1851). Líklega hefur John Stuart Mill ekki þekkt til fyrrgreindra kvenofurskörunga.)Hann segir um lög og hlunnindi: „Í æðri stéttum á Englandi er konum veitt ... hlunnindi með sérstökum samningum er sveigja lögin og þar konum er leyft að ráða sjálfar yfir vissri fjárupphæð er kallast „nálapeningar.“ Þar sem föður tilfinningarnar hjá karlmönnum eru almennt máttugri en tilfinningin fyrir eigin kyni, þá tekur faðirinn almennt dótturina fram yfir tengdason sinn [...].“Ætli ójafnréttið felist þá í skorti á kosningarétti, sem langflestir karla og konur höfðu ekki? John Stuart Mill segir: „[H]versu útbreidd sem einhver venja er, þá er þó þess vegna engin ástæða til að vera hlynntur fyrirkomulagi þar sem konunni hvað mannleg og pólitísk réttindi snertir er skipað skör lægra en manninum [karlinum].“ En konur virðast ekki allar vansælar með hlutskipti sitt. Það verður að leiða þeim kúgunina fyrir sjónir: “Hvernig ætti kona sem fædd er við hin núverandi kjör kvenna og er ánægð með þau að geta metið gildi þess að vera eigi háður öðrum en sjálfum sér.“Hvernig svo sem menn vilja túlka jafnréttisskekkju í lögum á umræddu tímaskeiði og eiginlegt vald kynjanna, geta vonandi flestir tekið undir eftirfarandi orð hins mikla spekings: „En hin sanna dyggð mannanna [fólks] er hæfileikinn til þess að geta lifað saman sem jafningjar þannig að hver einstakur krefjist eigi annars fyrir sjálfan sig en þess sem hann veitir öðrum af frjálsum vilja.“Höfundur er ellilífeyrisþegi. Ónafngreindar þýðingar eru hans.
Óður til feðra Það eru væntanlega fáir, sem velkjast í vafa um mikilvægi góðrar móður fyrir þroska barnsins. 25. nóvember 2019 09:15
Leggur hið þögla kyn árar í bát? Áratugum saman hafa drengir og karlar átt á brattann að sækja í mannlífinu. 2. desember 2019 11:00
Listin að leggja karl að velli - leiðarvísir Í fyrra kom út kver í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA) með nafninu: "How to Destroy a Man Now“ (DAMN). 11. nóvember 2019 09:59
Kvenveldisávarpið Valerie Jean Solanas (1936-1988), var norður-amerískur, sálfræðimenntaður rithöfundur. 9. desember 2019 08:00
Alþjóðlegur baráttudagur karla Fyrir heilli öld síðan og ári betur var 23. febrúar tileinkaður hetjunum föðurlandsins. 18. nóvember 2019 09:30
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar