Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 12:12 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. Lilja Alfreðsdóttir mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og stóðu umræður yfir til rúmlega tvö í nótt. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Nokkuð hefur verið deilt um málið innan stjórnarflokkanna en Sjálfstæðismenn hafa til að mynda lýst efasemdum um frumvarpið.Sjá einnig: Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn„Þetta eru ákveðin tímamót að frumvarpið sé komið fram og nú er það komið í þinglega meðferð. Þannig að ég er auðvitað ánægð með það að við séum að standa við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Spurð hvort hún sé bjartsýn um framgang málsins í framhaldinu í ljósi þess sem á undan hefur gengið svarar Lilja á þá leið að auðvitað geti mál tekið breytingum í þinglegri meðferð. „Eins og ég segi þá eru þetta ákveðin tímamót því að það kom fram í ræðum flestra þingmanna, og þetta voru umræður sem tóku ákveðinn tíma, að það er viðurkenning á því að rekstur einkarekinna fjölmiðla á Íslandi sé erfiður,“ segir Lilja. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Nær allir þeir þingmenn sem tóku til máls í gærkvöldi kváðust einmitt sammála um mikilvægi þess að efla frjálsa fjölmiðla og að markmið frumvarpsins væri af hinu góða. Ekki voru þó allir sammála um hvaða leið væri best að fara. „Megin gallinn eða vandinn við þetta mál allt saman er hins vegar það sem ekki er að finna í frumvarpinu og ekki er lagt fram samhliða því. Það er nefnilega þegar allt kemur til alls, að þá er fullkomlega órökrétt og jafnvel fánýtt að ræða um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla í þessu samhengi án þess að fjallað samhliða um stöðu Ríkisútvarpsins,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í umræðum um málið á Alþingi í gær. Páll er jafnframt fyrrverandi útvarpsstjóri og formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem fær málið til umfjöllunar. Sér RÚV ekki sem fíl í stofu Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kom Ríkisútvarpinu aftur á móti til varnar. „Kemur það mér alltaf jafnmikið á óvart, þegar umræða um stuðning við einkarekna fjölmiðla ber á góma og eins og þessi umræða hér ber með sér, að stærstur hluti hennar fer í það sem einhverjir hér nefna einhvern fíl í stofu. Ég hef aldrei segja fíl í stofu og lít ekki á Ríkisútvarpið sem fíl í stofu,“ sagði Kolbeinn. Málið gengur nú til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem það verður tekið til umfjöllunar. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að þingið fari í jólafrí að loknum þingfundum í dag en tveir þingfundir hafa verið boðaðir. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun þegar hafa meðal annars verið samþykktar skýrslubeiðnir um dánaraðstoð og um aðdraganda og afleiðingar óveðursins í síðustu viku. Þess má geta að á seinni þingfundi dagsins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins og viðbrögð stjórnvalda. Nú stendur yfir þriðja umræða um hin ýmsu mál og að umræðum loknum fara fram atkvæðagreiðslur. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira
Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. Lilja Alfreðsdóttir mælti fyrir frumvarpinu rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og stóðu umræður yfir til rúmlega tvö í nótt. Frumvarpið felur meðal annars í sér ákvæði um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla en 400 milljónir hafa verið eyrnamerktar í fjárlögum næsta árs til stuðnings við fjölmiðla. Nokkuð hefur verið deilt um málið innan stjórnarflokkanna en Sjálfstæðismenn hafa til að mynda lýst efasemdum um frumvarpið.Sjá einnig: Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn„Þetta eru ákveðin tímamót að frumvarpið sé komið fram og nú er það komið í þinglega meðferð. Þannig að ég er auðvitað ánægð með það að við séum að standa við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Spurð hvort hún sé bjartsýn um framgang málsins í framhaldinu í ljósi þess sem á undan hefur gengið svarar Lilja á þá leið að auðvitað geti mál tekið breytingum í þinglegri meðferð. „Eins og ég segi þá eru þetta ákveðin tímamót því að það kom fram í ræðum flestra þingmanna, og þetta voru umræður sem tóku ákveðinn tíma, að það er viðurkenning á því að rekstur einkarekinna fjölmiðla á Íslandi sé erfiður,“ segir Lilja. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Nær allir þeir þingmenn sem tóku til máls í gærkvöldi kváðust einmitt sammála um mikilvægi þess að efla frjálsa fjölmiðla og að markmið frumvarpsins væri af hinu góða. Ekki voru þó allir sammála um hvaða leið væri best að fara. „Megin gallinn eða vandinn við þetta mál allt saman er hins vegar það sem ekki er að finna í frumvarpinu og ekki er lagt fram samhliða því. Það er nefnilega þegar allt kemur til alls, að þá er fullkomlega órökrétt og jafnvel fánýtt að ræða um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla í þessu samhengi án þess að fjallað samhliða um stöðu Ríkisútvarpsins,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í umræðum um málið á Alþingi í gær. Páll er jafnframt fyrrverandi útvarpsstjóri og formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem fær málið til umfjöllunar. Sér RÚV ekki sem fíl í stofu Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kom Ríkisútvarpinu aftur á móti til varnar. „Kemur það mér alltaf jafnmikið á óvart, þegar umræða um stuðning við einkarekna fjölmiðla ber á góma og eins og þessi umræða hér ber með sér, að stærstur hluti hennar fer í það sem einhverjir hér nefna einhvern fíl í stofu. Ég hef aldrei segja fíl í stofu og lít ekki á Ríkisútvarpið sem fíl í stofu,“ sagði Kolbeinn. Málið gengur nú til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem það verður tekið til umfjöllunar. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að þingið fari í jólafrí að loknum þingfundum í dag en tveir þingfundir hafa verið boðaðir. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun þegar hafa meðal annars verið samþykktar skýrslubeiðnir um dánaraðstoð og um aðdraganda og afleiðingar óveðursins í síðustu viku. Þess má geta að á seinni þingfundi dagsins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins og viðbrögð stjórnvalda. Nú stendur yfir þriðja umræða um hin ýmsu mál og að umræðum loknum fara fram atkvæðagreiðslur.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira