Erlendar fréttir ársins 2019: Rænd æska, hamfarir, flugbann, eldsvoðar úti um allt og hryðjuverk í beinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. desember 2019 10:00 Allt það helsta úr erlendum fréttum ársins 2019 Vísir/Getty Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Náttúran lét á sér kræla sem aldrei fyrr, loftslagsmál voru í brennidepli og miklir eldar geisuðu, hvort sem er í náttúrunni eða í sögufrægum byggingum. Vísir hefur hér tekið saman nokkur af mest áberandi fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. Athygli er vakin á því að þessi yfirferð er langt frá því að vera tæmandi. Þá er einnig bent á því að hér er lítið sem ekkert fjallað um fréttir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en honum verða gerð skil í sérstöku uppgjöri síðar. Einnig er bent á að inn á milli má nálgast ýmsar fréttaskýringar sem blaðamenn Vísis unnu á árinu um erlend fréttamál. Neðst í fréttinni má svo sjá hvaða tíu erlendu fréttir voru mest lesnar á Vísi á árinu 2019. Flugbann sem ekki sér fyrir endann á Vandræði Boeing í tengslum við hinar glænýju Boeing MAX 737 hófust reyndar á síðasta ári, þegar þota Lion Air hrapaði í Indónesíu. Spurningar um MAX 737 vöknuðu strax eftir slysið, enda fátítt að glænýjar þotur sem notaðar eru í almennu farþegaflugi hrapi.Þegar önnur samskonar þota hrapaði nokkrum mánuðum síðar,þann 10. mars síðastliðinn, fóru allar viðvörunarbjöllur af stað. Örfáum dögum eftir slysið höfðu flugmálayfirvöld um allan heim sett flugbann á vélarnar, þangað til að fullvissa væri fyrir því að flugvélarnar væru algjörlega öruggar.Sjá einnig: Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskylduFlugbannið hefur haft víðtæk áhrif, þar á meðal á Íslandi þar semIcelandair hafði tekið nokkrar MAX-vélar í notkun.Vinna við uppfærslu vélanna stendur enn yfir, og hefur hún tekið lengri tíma en reiknað var með. Raunar hefur Boeing tilkynnt að það muni hætta að framleiða vélarnar frá og með janúar næstkomandi,þangað til búið er að ganga um skugga um að vélarnar séu öruggar.En hvað gerðist?Böndin hafa beinst aðsjálfstýringarhugbúnaði vélanna. Vísbendingar hafa fundist um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu.737 Max-vélarnar eru búnar tveimur svokölluðum afstöðuskynjurum. Sjálfstýringin reiðir sig hins vegar aðeins á gögn frá öðrum þeirra um afstöðu vélarinnar. Svo virðist sem að misræmi hafi verið í mælingum skynjaranna í tilfelli vélanna tveggja sem fórust. Boeing hefur verið harðlega gagnrýnt vegna málsins, þar af meðal af þeim sem áttu aðstandendur sem fórust í slysunum tveimur. Þannig hefur Paul Njoroge, sem missti eiginkonu sína, tengdamóður og þrjú börn, sagt að hann fái martraðir þar sem hann sér börnin fyrir sér ríghalda grátandi í móður sína, á meðan flugvélin hrapar. Enn sér ekki fyrir endann á flugbanninu en Icelandair gerir ekki ráð fyrir að nota MAX-vélar sínar aftur fyrr en í maí á næsta ári. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku“ Hin sextán ára og sænska Greta Thunberg hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum, en hún hófst með skólaverkfalli hennar í Stokkhólmi síðla sumars á síðasta ári.Með aðgerðunum - Fridays for Future - vildi hún þrýsta á stjórnvöld að grípa til harðari aðgerða þegar kemur að því að draga úr útblæstri koltvísýrings. Þegar leið á baráttu Thunberg bættust ungmenni, alls staðar að úr heiminum, við og hófu svokölluð skólaverkföll.Sjá einnig: Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerðaThunberg og barátta hennar hafa vakið mikla athygli, svo mikla að hún var valin manneskja ársins af Time-tímaritinu. Thunberg ferðaðist vítt og breitt um heiminn til að berjast fyrir hertum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Það var hins vegar vandkvæðum háð þar sem hún vill ekki fljúga vegna mengunar. Þannig fór hún með seglbát til New York til að mæta á leiðtogafund um loftslagsmál.Ræða Thunberg á loftslagsfundinum vakti mikla athygli þar sem hún sakaði leiðtoga heims um að ræna hana æskunni. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar,“ sagði Thunberg.Þá vakti myndband þar sem sjá má augnablikið þegar Thunberg rak augun í Donald Trump í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York talsverða athygli.Á myndunum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá.Sjá einnig: Tíu ár frá alræmdum þjófnaði á tölvupóstum loftslagsvísindamannaForsetinn bandaríski virtist hins vegar gefa lítið fyrir málflutning hennar og tísti myndbandi af ræðu hennar og texta í að því er virðist kaldhæðnislegum tón: „Hún virðist mjög hamingjusöm ung stúlka sem hlakkar til bjartrar og yndislegrar framtíðar. Gaman að sjá!“ sagði forsetinn á Twitter.Thunberg fékk svo far til baka til Evrópu með YouTube-stjörnum á tvíbytnu (e. catamaran) yfir Atlantshafið. Mætti hún á Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna á Spáni, sem kallast COP25, sem lauk fyrir örfáum dögum. Thunberg hefur væntanlega verið vonsvikin yfir niðurstöðum ráðstefnunnar.Ráðstefnan einkenndist af deilum og aðgerðarleysi þar sem stærri ríki standa í vegi þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ráðstefnunni lauk með málamyndasamkomulagi um að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, samanborið við Parísarsamkomulagið frá 2015. Svo virðist sem að enginn komi sáttur frá ráðstefnunni en einn höfunda Parísarsamkomulagsins sagði þetta þó vera bestu mögulegu niðurstöðuna. Viðmiðin ná engu að síður ekki þeim lágmörkum sem vísindamenn segja nauðsynleg. Lungu jarðarinnar brenna Árið 2019 var ekkert sérstaklega gott fyrir Amasón-regnskóginn, sem stundum er nefndur lungu jarðarinnar. Stærsti regnskógur jarðar er gríðarlega mikilvægur vegna súrefnismyndunar og koltvísýrings upptöku, missti 729 ferkílómetra skóglendis á 31 daga tímabili í sumar, sem nemur tveimur fótboltavöllum á hverri einustu mínútu vegna skógruðnings, samkvæmt upplýsingum af gervihnattarmyndum.Þá leiddu gervihnattamyndir, sem geimvísindastofnun Brasilíu (Inpe) birti, í ljós að eldum í regnskóginum í Brasilíu hefur fjölgað um 85 prósent á þessu ári. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum. Lýsti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, því yfir að skógareldarnir í Amazon-regnskóginum séu ógn sem snerti alla heimsbyggðina. Þar sem skógurinn framleiddi um fimmtung alls súrefnis á jörðinni væri óásættanlegt að eldarnir geisuðu.Margir gagnrýndu ríkisstjórn Jair Bolsonaro harðlega fyrir úrræðaleysihennar vegna eldanna. Vilja þeir meina að Bolsonaro hafi hvatt skógarhöggsmenn og bændur til dáða til að rýma land fyrir nautgripi.Þá hafa brasilísk stjórnvöld lagt af náttúruverndarsvæði á stærð við Danmörku í Amasóm-frumskóginum og gefið námavinnslufyrirtækjum heimild til að leita að gulli og öðrum málmum þar.Bolsanaro lét sér reyndar fátt um finnast um skógareldana og sakaði meðal annars bandaríska leikarann og umhverfisverndarsinnannLeonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum.Skógareldar hafa ekki bara geisað í Amasón í ár. Þann 17. desember upplifðu Ástralir heitasta dag sögunnar í landinu. Meðalhiti mældist 40,9 gráður. Þá er þetta ástralska vor það versta sem sést hefur þegar litið er til þess hversu mikil hætta er á skógareldum en undanfarinn einn og hálfan mánuð eða svo hafa gríðarmiklir skógareldar geisað í landinu. Slökkviliðsmenn náðu myndbandi af eldtungunum gleypa í sig há trén og vakti myndbandið ótta í hjörtum fólks. Auk þess birti CNN myndband af því þegar skýstrókur gekk yfir gróðureldana og eldurinn lék um strókinn. Hryðjuverk í beinni Þann 15. mars lét Brenton Tarrant, ástralskur maður, til skarar skríða gegn trúariðkendum í tveimur moskum í Cristchurch í Nýja-Sjálandi. Alls lést 51 í árásinni. Lét Tarrant byssukúlunum rigna yfir þá sem voru staddir í moskunni. Árásin var einstaklega fólskuleg en Tarrant streymdi henni meðal annars í beinni útsendingu á Facebook.Svo virðist sem að andúð hans gagnvart minnihlutahópum í hinum vestræna heimi hafi verið ástæða árásinnar en í 74 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu Tarrant sagði hann að hvergi sé að finna skjól lengur, ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Þetta viti hann vegna þess að hann hafi verið í þessum löndum.Tarrant kom til Íslands árið 2017 og dvaldi hér í tíu daga.Árásin vakti mikinn óhug en viðbrögð yfirvalda og almennings í Nýja-Sjálandi vöktu hins vegar aðdáun. Gripið var til tafarlausa aðgerða til þess að banna hálfsjálvirk skotvopn.Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur.Sjá einnig:Drekinn að ná í stélið á erninumSem hluti af löggjöfinni var íbúum Nýja-Sjálands gefinn kostur á að skila skotvopnum og vopnum í skiptum fyrir fjármuni. Meira en 10 þúsund byssum, vopnum og aukahlutum var skilað í skiptum fyrir fjármuni fyrstu vikuaðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. 409 skotárásir í Bandaríkjunum Í Bandaríkjunum virðist ekkert lát á skotárásum sem eru daglegt brauð þar í landi. 22 létust þegar ungur karlmaður gekk inn í Wal-Mart búð í El Paso í Texas þann 3. ágúst.Margir voru staddir í versluninni að versla skólaföng þegar skotárásin hófst. Er talið að viðskiptavinir verslunarinnar hafi verið á milli eitt til þrjú þúsund þegar Crusius hóf skothríðina og um það bil hundrað starfsmenn voru við störf.Aðeins þrettán tímum síðar létust níu og 17 særðust þegar árásarmaður lét til skarar skríða í Dayton í Ohio-ríki. Árásarmaðurinn lést auk þess sem að systir hans var á meðal þeirra látnu. Alls hafa verið framdar 409 skotárásir í Bandaríkjunum á árinu þegar þetta er skrifað. 441 hefur látist og 1.466 slasast. Samstilltar árásir á Sri Lanka Hryllileg tíðindi bárust frá Sri Lanka á páskadag þar sem mannskæðar árásir voru gerðar á kirkjur, hótel og fleiri byggingar. Þrjár kirkjur í Negombo, Batticaloa og Kochchikade voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á ódæðismönnum á páskadag. Sprengingar áttu sér einnig stað í Shangri-La, Kingsbury og Cinnamon Grand hótelunum í höfuðborg landsins.Allar sprengingarnar voru framkvæmdar af sjálfsvígsprengjuárásarmönnum en ISIS lýsti yfir ábyrgð á ódæðinu. Alls létust 259.Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt. Skögultönn og hugrekki stöðvuðu hryðjuverkamann í London Starfsmaður veislusalar þar sem hnífaárás var framin í London þann 29. nóvember var hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Árásarmaðurinn Usman Khan stakk tvo til bana og hefði líklega drepið fleiri ekki hefði verið fyrir mann að nafni Lukasz og fleiri veislugesti sem tókst að yfirbuga árásarmanninn með aðstoð lögreglu. Khan var skotinn til bana er hann þóttist ætla að sprengja gervisprengju sem hann hafði um sig miðjan. Notre Dame brann Heimurinn stóð á öndinni þegar fregnir bárust af því að Notre Dame dómkirkjan stæði í ljósum logum þann 15. apríl en fyrsta frétt Vísis af málinu er fimmta mest lesna erlenda frétt ársins.Notre Dame kirkjan er eitt helsta kennileiti Parísarborgar og var hún reist á árunum 1163 til 1345. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og stendur á Ile de la Cité, annarri af tveimur eyjum Signu, í fjórða hverfi Parísar. Byrjað var að byggja Notre Dame árið 1160 og var verkinu að mestu lokið árið 1260.Sjá einnig: Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðannEnn er ekki vitað hvað orsakaði eldinn en búið er að útiloka íkveikju. Viðgerðir stóðu yfir á kirkjunni og verið er að rannsaka hvort að eldurinn hafi kviknað út frá þeirri vinnu. Talið er líklegt að einhvers konar skammhlaup hafi orðið.Talið er að slökkviliðsmenn hafi unnið þrekvirki við það að bjarga því sem bjargað varð. Sögurfrægir turnar kirkjunnar eru taldir nothæfir eftir brunann, miklu listaverkasafni var einnig bjargað auk þess sem að gríðarstór og þekktur steindur gluggi virðist hafa sloppið.Viðgerðir hafa staðið yfir í vetur en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því að þeim yrði lokið innan fimm ára. Til þessa hefur 37 milljónum evra verið varið í verkefnið og er áformað að heildarkostnaðurinn verði 85 milljónir evra. Hamfarir víða um heim Hamfarir geta verið af náttúrunnar völdum eða af mannavöldum. Þann 25. janúar brast stífla við járngrýtisnámu í Minas Gerais-fylki í suðausturhluta Brasilíu. Í yfirlitsskoti yfir námusvæðið má sjá þegar stíflan brestur og aurinn flæðir á ógnarhraða yfir námusvæðið. Myndbandið má sjá hér að neðan.Sjá einnig: Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Á meðal þess sem grófst undir eitraðri leðjunni var mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Þá fór skrifstofubygging námunnar einnig í kaf. Staðfest er að 256 létust í slysinu, fjórtán er enn saknað. Þá er talið að hátt í 1.300 hafi látist þegar fellibylurinn Idai gekk á land í Mosambík, Simbabe og Malaví í mars á þessu áriFellibylurinn gekk á land í hafnarborginni Beira í Mósambík með vindhviðum sem námu allt að 177 kílómetrum á klukkustund, eða um 50 metrum á sekúndu. Borgin var nánast rústir einar eftir Idai.Loftmyndir af svæðinu sýndu að um 50 kílómetra landlengja hafi farið undir vatn eftir að áin Buzi flæddi yfir bakka sína í kjölfar óveðursins.Átján manns létust þegar eldfjallið á Hvítu-eyju undan ströndum Nýja-Sjálands fór allt í einu að gjósa í desember en þá var hópur ferðamanna staddur á eyjunni, sem var vinsæll áningarstaður skemmtiferðaskipa.Nöfn sautján einstaklinga hafa verið birt en ein manneskja sem lét lífið á eyjunni hefur enn ekki verið nafngreind.Tveggja hinna látnu er síðan enn saknað, en talið er að þau séu einhverstaðar á eyjunni eða í grennd við hana. 47 voru á eynni þegar hamfarirnar hófust og um tuttugu manns eru enn á gjörgæslu með alvarleg brunasár um allan líkamann. Brexit, Boris og frestirnir sem komu og fóru 2019 átti að vera árið sem Bretland færi formlega úr Evrópusambandinu. 23. mars, nánar tiltekið.23. mars leið hins vegar án þess að Bretland færi úr ESB. Theresa May, sem hætti sem forsætisráðherr Bretlands í sumar vegna málsins, en þingmenn tóku afar illa í allar tillögur hennar um það hvernig Bretland gæti yfirgefið ESB. Aftur var Brexit frestað, nú til 31. október.Tugir ráðherra höfði sagt af sér vegna ósættis við stefnu May og þingið samþykki engan af útgöngusamningum hennar við ESB þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Að lokum sagði hún af sér og Boris Johnson tók við af henni.Johnson hét því að halda í samþykktan útgöngudag, 31. október, hvað sem öðru líður. Hann vildi ekki fresta útgöngu líkt og May-stjórnin gerði eftir að þingið hafnaði samningnum sem hún náði við Evrópusambandið. Útgöngu var áður frestað vegna þess að hvorki þing né ríkisstjórn vildu ganga út án samnings. Ekkert varð þó af samningunum, nýr útgöngufrestur var veittur, til 31. janúar næstkomandi.Ekkert gekk hins vegar hjá Johnson að landa Brexit og aftur leið fresturinn án þess að Bretland hafði yfirgefið ESB. Johnson hafði að vísu landað nýjum samningi við ESB en þingið sagði nei.Samningurinn var að mörgu leyti sá sami og May kom heim með frá Brussel. Í átti Norður-Írland að vereaaðskilið tollasvæði frá Bretlandi, þó að orðalagið hafi gefið annað til kynna. Norður-Írland fengi í raun sérstöðu, með annan fótinn inni í Evrópusambandinu og annað skattakerfi en í Bretlandi.Boðað var til kosninga eftir stormasaman þingvetur. Kosningarnar voru haldnar þann 12. desember og þar fór Íhaldsflokkur Johnson með stórsigur eftir að hafa lagt áherslu á að „klára Brexit“. Flokkurinn fer nú með öruggan meirihluta á þinginu og er það forgangsmál að landa útgöngunni, á tilsettum tíma í þetta skiptiðÞetta mátti glögglega heyra þegar Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á breska þinginu þann 19. desember. Stjórnin ætlar að einbeita sér að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.„Fyrsta forgangsatriði ríkisstjórnar minnar er að stýra Bretlandi út úr Evrópusambandinu þann 31. janúar,“ sagði hún.Brexit er því hvergi nærri lokið, þremur árum eftir að Bretar greiddu atkvæði með útgöngu. Talandi um Bretland Um fátt var verið meira rætt í breskum fjölmiðlum (að Brexit frátöldu) en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var í nóvember.Í viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað 17 ára bandarískri stúlku, Virginiu Giuffre, á árunum 2001 og 2002.Álitsgjafar virðast sammála um að prinsinn hafi komið illa út úr viðtalinu og hefur því verið líkt við bílslys og stórslys.Sjá einnig: Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Epstein var meðal annars sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum.Epstein var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum en mál hans vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að hann átti háttsetta á vini á borð við Andrés prins og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Epstein, sem svipti sig lífi í fangaklefa í New York í ágúst, á að hafa komið prinsinum í kynni við Giuffre sem sakað hefur hann um nauðgun þegar hún var 17 ára.Sjá einnig:Bougainville - Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvemberViðtalsins var beðið með mikilli eftirvæntingu en í því neitaði prinsinn því staðfastlega að hann hefði brotið gegn Giuffre.Kvaðst prinsinn ekki muna eftir því að hafa einhvern tímann hitt hana. Í því samhengi gat hann ekki útskýrt hvernig á því stæði að myndhefði náðst af þeim saman á sínum tíma sem farið hefur víða í fjölmiðlum.Að lokum fór það svo að Andrési hefur verið kippt úr öllum störfum fyrir bresku konungsfjölskylduna. Barist fyrir mannréttindum í Hong Kong Gríðarlega mikil mótmæli hafa átt sér stað í Hong Kong í að verða hálft ár.Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á íbúum Hong Kong til kínverskra stjórnvalda. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að frumvarpið var lagt til hliðar hafa mótmælin beinst að því að verja frelsi og lýðræði í Hong Kong.Sjá einnig:Tveir forsetarÞannig hafa íbúar Hong Kong lamað daglegt líf í borginni og til átaka hefur komið á milli lögreglu og mótmælanda.Umsátursástand skapaðist til að mynda á háskólalóð í Hong Kong þar sem lögregla umkringdi mótmælendur sem höfðu byrgt sig inni í Fjöltækniháskólanum í borginni.Kínversk stjórnvöld styðja enn Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong en ekki sér enn fyrir endann á mótmælunum. Tugir þúsunda söfnuðust saman þann 8. desember til að taka þátt í kröfugöngu sem yfirvöld í Kína gáfu leyfi fyrir að yrði haldin. Vape-faraldur gekk yfir Bandaríkin Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í á annað þúsund rafreykingamanna undanfarið og dregið nokkra til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn.Helstu einkenni svipa til veikinda í öndunarfærum en sjúklingar hafa kvartað undan andarteppu, þreytu, verkjum í brjóstholi, niðurgangi og uppköstum.Nokkur ríki hafa bannað vökva með bragðefnum fyrir rafrettur vegna faraldursins. Ríkisstjórn Donalds Trump tilkynnti í september að hún íhugaði alríkisbann við bragðbættum rafrettum.Sjá einnig: Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrirRannsókn heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunm hefur einna helst beinst að rafrettuvökvum sem innihalda THC. Efnið er oft kallað virka efnið í kannabis sem veldur vímuáhrifum.Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. Hergenreder lýsir því að lungu hans hafi verið í svipuðu ástandi og „lungu sjötugs manns“ þegar hann var lagður inn á sjúkrahús. Tyrkir réðust til atlögu gegn sýrlensku Kúrdum Tyrkir gerðu í ár þriðju innrás þeirra í Sýrland en allar hafa þær beinst að sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins gegn Íslamska ríkinu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir markmið Tyrkja vera að koma upp öryggissvæði við landamæri ríkjanna og að koma eigi fyrir einhverjum af milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi fyrir á þessu svæði.Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök sem styðji Verkamannaflokk Kúrda (PKK) í Tyrklandi. PKK hefur háð áratugalanga og blóðuga uppreisn í Tyrklandi.Í aðdraganda innrásarinnar hörfuðu hersveitir Bandaríkjanna af svæðinu, að skipan Donald Trump, forseta. Það gerði Trump eftir að hann ræddi við Erdogan í síma og kom ákvörðun hans forsvarsmönnum herafla Bandaríkjanna verulega á óvart.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastSama dag og innrásin hófst sendi Trump þó umdeilt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“Innrásin hefur leitt til mikilla deilna á milli Tyrklands annars vegar og Bandaríkjanna og NATO hins vegar. Þá hafa uppreisnarhópar sem Tyrkir styðja verið sakaðir um ýmis ódæði gegn sýrlenskum Kúrdum á svæðinu.Samið var um vopnahlé í október en þrátt fyrir það hafa bardagar geisað af og til á milli sveita sem Tyrkir styðja og sýrlenskra Kúrda. „Abu Bakr al-Baghdadi er látinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var afar ánægður með sig þann 27. október þegar hann tilkynnti heiminum að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafð látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands. „Abu Bakr al-Baghdadi er látinn,“ sagði Trump á blaðamannafundi þar sem hann tilkynnti andlát hryðjuverkaleiðtogans. Trump sagði Baghdadi hafa sprengt sjálfan sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Sagði Trump að Baghdadi hafi sprengt sjálfan sig í loft upp ásamt þremur börnum.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Baghdadi hafði verið lengi í felum en hann hafði stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010, líkt og ítarlega var fjallað um hér. Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Geimfréttir ársins Blað var brotið í sögu stjarnvísinda á árinu þegar alþjóðlegur hópur vísindamanna tilkynnti að honum hefði tekist að taka fyrstu ljósmyndina af svartholi í fjarlægri vetrarbraut. Vísindamennirnir notuðu átta útvarpssjónauka víðsvegar á jörðinni sem virkuðu eins og einn risavaxinn sjónauki til að fanga svartholið sem er á við milljarða sóla á mynd.Myndefnið var risasvarthol í miðju Messier 87, risasporvöluvetrarbrautar í Meyjarþyrpingunni. Svartholið er í 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni og er 6,5 milljörðum sinnum massameira en sólin okkar.Það sem sést á myndinni er skuggi sem svartholið varpar á gasskífu sem umlykur það. Slíkur skuggi hefur aldrei náðst á mynd áður.Kínverjar brutu blað í geimsögunni þegar þeir lentu Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins þann 3. janúar, en það var í fyrsta sinn sem slíkt tekst. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni og vélmenni um borð tók til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu.Myndir af yfirborði tunglsins bárust fljótt til jarðar frá Chang'e 4. Vegna þess að fjarhlið tunglsins snýr alltaf frá jörðinni fara samskipti við geimfarið fram í gegnum sérstakt fjarskiptagervitungl á braut um tunglið. This will be the year remembered as when scientists captured the first-ever image of a black hole. It is among the choices for the best science photos of 2019. #Nature2019https://t.co/mAALExpfPE— Nature (@nature) December 17, 2019 Tíu mest lesnu erlendu fréttir Vísis á árinu Hér að neðan má nálgast þær tíu erlendu fréttir sem voru mest lesnar á Vísi á árinu sem er að líða Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Hneig hniður á tískupallinum og lést Örlagarík ljósmynd úr flugstjórnarklefanum Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Notre Dame dómkirkjan brennur Lést eftir fall í hakkavél Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Miklir höfuðáverkar á líki Julen Uppgötvuðu æxli í tæka tíð vegna hitamyndavélar á safni Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Fréttir ársins 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Náttúran lét á sér kræla sem aldrei fyrr, loftslagsmál voru í brennidepli og miklir eldar geisuðu, hvort sem er í náttúrunni eða í sögufrægum byggingum. Vísir hefur hér tekið saman nokkur af mest áberandi fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. Athygli er vakin á því að þessi yfirferð er langt frá því að vera tæmandi. Þá er einnig bent á því að hér er lítið sem ekkert fjallað um fréttir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en honum verða gerð skil í sérstöku uppgjöri síðar. Einnig er bent á að inn á milli má nálgast ýmsar fréttaskýringar sem blaðamenn Vísis unnu á árinu um erlend fréttamál. Neðst í fréttinni má svo sjá hvaða tíu erlendu fréttir voru mest lesnar á Vísi á árinu 2019. Flugbann sem ekki sér fyrir endann á Vandræði Boeing í tengslum við hinar glænýju Boeing MAX 737 hófust reyndar á síðasta ári, þegar þota Lion Air hrapaði í Indónesíu. Spurningar um MAX 737 vöknuðu strax eftir slysið, enda fátítt að glænýjar þotur sem notaðar eru í almennu farþegaflugi hrapi.Þegar önnur samskonar þota hrapaði nokkrum mánuðum síðar,þann 10. mars síðastliðinn, fóru allar viðvörunarbjöllur af stað. Örfáum dögum eftir slysið höfðu flugmálayfirvöld um allan heim sett flugbann á vélarnar, þangað til að fullvissa væri fyrir því að flugvélarnar væru algjörlega öruggar.Sjá einnig: Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskylduFlugbannið hefur haft víðtæk áhrif, þar á meðal á Íslandi þar semIcelandair hafði tekið nokkrar MAX-vélar í notkun.Vinna við uppfærslu vélanna stendur enn yfir, og hefur hún tekið lengri tíma en reiknað var með. Raunar hefur Boeing tilkynnt að það muni hætta að framleiða vélarnar frá og með janúar næstkomandi,þangað til búið er að ganga um skugga um að vélarnar séu öruggar.En hvað gerðist?Böndin hafa beinst aðsjálfstýringarhugbúnaði vélanna. Vísbendingar hafa fundist um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu.737 Max-vélarnar eru búnar tveimur svokölluðum afstöðuskynjurum. Sjálfstýringin reiðir sig hins vegar aðeins á gögn frá öðrum þeirra um afstöðu vélarinnar. Svo virðist sem að misræmi hafi verið í mælingum skynjaranna í tilfelli vélanna tveggja sem fórust. Boeing hefur verið harðlega gagnrýnt vegna málsins, þar af meðal af þeim sem áttu aðstandendur sem fórust í slysunum tveimur. Þannig hefur Paul Njoroge, sem missti eiginkonu sína, tengdamóður og þrjú börn, sagt að hann fái martraðir þar sem hann sér börnin fyrir sér ríghalda grátandi í móður sína, á meðan flugvélin hrapar. Enn sér ekki fyrir endann á flugbanninu en Icelandair gerir ekki ráð fyrir að nota MAX-vélar sínar aftur fyrr en í maí á næsta ári. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku“ Hin sextán ára og sænska Greta Thunberg hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum, en hún hófst með skólaverkfalli hennar í Stokkhólmi síðla sumars á síðasta ári.Með aðgerðunum - Fridays for Future - vildi hún þrýsta á stjórnvöld að grípa til harðari aðgerða þegar kemur að því að draga úr útblæstri koltvísýrings. Þegar leið á baráttu Thunberg bættust ungmenni, alls staðar að úr heiminum, við og hófu svokölluð skólaverkföll.Sjá einnig: Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerðaThunberg og barátta hennar hafa vakið mikla athygli, svo mikla að hún var valin manneskja ársins af Time-tímaritinu. Thunberg ferðaðist vítt og breitt um heiminn til að berjast fyrir hertum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Það var hins vegar vandkvæðum háð þar sem hún vill ekki fljúga vegna mengunar. Þannig fór hún með seglbát til New York til að mæta á leiðtogafund um loftslagsmál.Ræða Thunberg á loftslagsfundinum vakti mikla athygli þar sem hún sakaði leiðtoga heims um að ræna hana æskunni. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar,“ sagði Thunberg.Þá vakti myndband þar sem sjá má augnablikið þegar Thunberg rak augun í Donald Trump í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York talsverða athygli.Á myndunum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá.Sjá einnig: Tíu ár frá alræmdum þjófnaði á tölvupóstum loftslagsvísindamannaForsetinn bandaríski virtist hins vegar gefa lítið fyrir málflutning hennar og tísti myndbandi af ræðu hennar og texta í að því er virðist kaldhæðnislegum tón: „Hún virðist mjög hamingjusöm ung stúlka sem hlakkar til bjartrar og yndislegrar framtíðar. Gaman að sjá!“ sagði forsetinn á Twitter.Thunberg fékk svo far til baka til Evrópu með YouTube-stjörnum á tvíbytnu (e. catamaran) yfir Atlantshafið. Mætti hún á Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna á Spáni, sem kallast COP25, sem lauk fyrir örfáum dögum. Thunberg hefur væntanlega verið vonsvikin yfir niðurstöðum ráðstefnunnar.Ráðstefnan einkenndist af deilum og aðgerðarleysi þar sem stærri ríki standa í vegi þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ráðstefnunni lauk með málamyndasamkomulagi um að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, samanborið við Parísarsamkomulagið frá 2015. Svo virðist sem að enginn komi sáttur frá ráðstefnunni en einn höfunda Parísarsamkomulagsins sagði þetta þó vera bestu mögulegu niðurstöðuna. Viðmiðin ná engu að síður ekki þeim lágmörkum sem vísindamenn segja nauðsynleg. Lungu jarðarinnar brenna Árið 2019 var ekkert sérstaklega gott fyrir Amasón-regnskóginn, sem stundum er nefndur lungu jarðarinnar. Stærsti regnskógur jarðar er gríðarlega mikilvægur vegna súrefnismyndunar og koltvísýrings upptöku, missti 729 ferkílómetra skóglendis á 31 daga tímabili í sumar, sem nemur tveimur fótboltavöllum á hverri einustu mínútu vegna skógruðnings, samkvæmt upplýsingum af gervihnattarmyndum.Þá leiddu gervihnattamyndir, sem geimvísindastofnun Brasilíu (Inpe) birti, í ljós að eldum í regnskóginum í Brasilíu hefur fjölgað um 85 prósent á þessu ári. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum. Lýsti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, því yfir að skógareldarnir í Amazon-regnskóginum séu ógn sem snerti alla heimsbyggðina. Þar sem skógurinn framleiddi um fimmtung alls súrefnis á jörðinni væri óásættanlegt að eldarnir geisuðu.Margir gagnrýndu ríkisstjórn Jair Bolsonaro harðlega fyrir úrræðaleysihennar vegna eldanna. Vilja þeir meina að Bolsonaro hafi hvatt skógarhöggsmenn og bændur til dáða til að rýma land fyrir nautgripi.Þá hafa brasilísk stjórnvöld lagt af náttúruverndarsvæði á stærð við Danmörku í Amasóm-frumskóginum og gefið námavinnslufyrirtækjum heimild til að leita að gulli og öðrum málmum þar.Bolsanaro lét sér reyndar fátt um finnast um skógareldana og sakaði meðal annars bandaríska leikarann og umhverfisverndarsinnannLeonardo DiCaprio um að fjármagna íkveikjur í Amazon regnskóginum.Skógareldar hafa ekki bara geisað í Amasón í ár. Þann 17. desember upplifðu Ástralir heitasta dag sögunnar í landinu. Meðalhiti mældist 40,9 gráður. Þá er þetta ástralska vor það versta sem sést hefur þegar litið er til þess hversu mikil hætta er á skógareldum en undanfarinn einn og hálfan mánuð eða svo hafa gríðarmiklir skógareldar geisað í landinu. Slökkviliðsmenn náðu myndbandi af eldtungunum gleypa í sig há trén og vakti myndbandið ótta í hjörtum fólks. Auk þess birti CNN myndband af því þegar skýstrókur gekk yfir gróðureldana og eldurinn lék um strókinn. Hryðjuverk í beinni Þann 15. mars lét Brenton Tarrant, ástralskur maður, til skarar skríða gegn trúariðkendum í tveimur moskum í Cristchurch í Nýja-Sjálandi. Alls lést 51 í árásinni. Lét Tarrant byssukúlunum rigna yfir þá sem voru staddir í moskunni. Árásin var einstaklega fólskuleg en Tarrant streymdi henni meðal annars í beinni útsendingu á Facebook.Svo virðist sem að andúð hans gagnvart minnihlutahópum í hinum vestræna heimi hafi verið ástæða árásinnar en í 74 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu Tarrant sagði hann að hvergi sé að finna skjól lengur, ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Þetta viti hann vegna þess að hann hafi verið í þessum löndum.Tarrant kom til Íslands árið 2017 og dvaldi hér í tíu daga.Árásin vakti mikinn óhug en viðbrögð yfirvalda og almennings í Nýja-Sjálandi vöktu hins vegar aðdáun. Gripið var til tafarlausa aðgerða til þess að banna hálfsjálvirk skotvopn.Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur.Sjá einnig:Drekinn að ná í stélið á erninumSem hluti af löggjöfinni var íbúum Nýja-Sjálands gefinn kostur á að skila skotvopnum og vopnum í skiptum fyrir fjármuni. Meira en 10 þúsund byssum, vopnum og aukahlutum var skilað í skiptum fyrir fjármuni fyrstu vikuaðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. 409 skotárásir í Bandaríkjunum Í Bandaríkjunum virðist ekkert lát á skotárásum sem eru daglegt brauð þar í landi. 22 létust þegar ungur karlmaður gekk inn í Wal-Mart búð í El Paso í Texas þann 3. ágúst.Margir voru staddir í versluninni að versla skólaföng þegar skotárásin hófst. Er talið að viðskiptavinir verslunarinnar hafi verið á milli eitt til þrjú þúsund þegar Crusius hóf skothríðina og um það bil hundrað starfsmenn voru við störf.Aðeins þrettán tímum síðar létust níu og 17 særðust þegar árásarmaður lét til skarar skríða í Dayton í Ohio-ríki. Árásarmaðurinn lést auk þess sem að systir hans var á meðal þeirra látnu. Alls hafa verið framdar 409 skotárásir í Bandaríkjunum á árinu þegar þetta er skrifað. 441 hefur látist og 1.466 slasast. Samstilltar árásir á Sri Lanka Hryllileg tíðindi bárust frá Sri Lanka á páskadag þar sem mannskæðar árásir voru gerðar á kirkjur, hótel og fleiri byggingar. Þrjár kirkjur í Negombo, Batticaloa og Kochchikade voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á ódæðismönnum á páskadag. Sprengingar áttu sér einnig stað í Shangri-La, Kingsbury og Cinnamon Grand hótelunum í höfuðborg landsins.Allar sprengingarnar voru framkvæmdar af sjálfsvígsprengjuárásarmönnum en ISIS lýsti yfir ábyrgð á ódæðinu. Alls létust 259.Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt. Skögultönn og hugrekki stöðvuðu hryðjuverkamann í London Starfsmaður veislusalar þar sem hnífaárás var framin í London þann 29. nóvember var hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Árásarmaðurinn Usman Khan stakk tvo til bana og hefði líklega drepið fleiri ekki hefði verið fyrir mann að nafni Lukasz og fleiri veislugesti sem tókst að yfirbuga árásarmanninn með aðstoð lögreglu. Khan var skotinn til bana er hann þóttist ætla að sprengja gervisprengju sem hann hafði um sig miðjan. Notre Dame brann Heimurinn stóð á öndinni þegar fregnir bárust af því að Notre Dame dómkirkjan stæði í ljósum logum þann 15. apríl en fyrsta frétt Vísis af málinu er fimmta mest lesna erlenda frétt ársins.Notre Dame kirkjan er eitt helsta kennileiti Parísarborgar og var hún reist á árunum 1163 til 1345. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og stendur á Ile de la Cité, annarri af tveimur eyjum Signu, í fjórða hverfi Parísar. Byrjað var að byggja Notre Dame árið 1160 og var verkinu að mestu lokið árið 1260.Sjá einnig: Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðannEnn er ekki vitað hvað orsakaði eldinn en búið er að útiloka íkveikju. Viðgerðir stóðu yfir á kirkjunni og verið er að rannsaka hvort að eldurinn hafi kviknað út frá þeirri vinnu. Talið er líklegt að einhvers konar skammhlaup hafi orðið.Talið er að slökkviliðsmenn hafi unnið þrekvirki við það að bjarga því sem bjargað varð. Sögurfrægir turnar kirkjunnar eru taldir nothæfir eftir brunann, miklu listaverkasafni var einnig bjargað auk þess sem að gríðarstór og þekktur steindur gluggi virðist hafa sloppið.Viðgerðir hafa staðið yfir í vetur en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því að þeim yrði lokið innan fimm ára. Til þessa hefur 37 milljónum evra verið varið í verkefnið og er áformað að heildarkostnaðurinn verði 85 milljónir evra. Hamfarir víða um heim Hamfarir geta verið af náttúrunnar völdum eða af mannavöldum. Þann 25. janúar brast stífla við járngrýtisnámu í Minas Gerais-fylki í suðausturhluta Brasilíu. Í yfirlitsskoti yfir námusvæðið má sjá þegar stíflan brestur og aurinn flæðir á ógnarhraða yfir námusvæðið. Myndbandið má sjá hér að neðan.Sjá einnig: Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Á meðal þess sem grófst undir eitraðri leðjunni var mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Þá fór skrifstofubygging námunnar einnig í kaf. Staðfest er að 256 létust í slysinu, fjórtán er enn saknað. Þá er talið að hátt í 1.300 hafi látist þegar fellibylurinn Idai gekk á land í Mosambík, Simbabe og Malaví í mars á þessu áriFellibylurinn gekk á land í hafnarborginni Beira í Mósambík með vindhviðum sem námu allt að 177 kílómetrum á klukkustund, eða um 50 metrum á sekúndu. Borgin var nánast rústir einar eftir Idai.Loftmyndir af svæðinu sýndu að um 50 kílómetra landlengja hafi farið undir vatn eftir að áin Buzi flæddi yfir bakka sína í kjölfar óveðursins.Átján manns létust þegar eldfjallið á Hvítu-eyju undan ströndum Nýja-Sjálands fór allt í einu að gjósa í desember en þá var hópur ferðamanna staddur á eyjunni, sem var vinsæll áningarstaður skemmtiferðaskipa.Nöfn sautján einstaklinga hafa verið birt en ein manneskja sem lét lífið á eyjunni hefur enn ekki verið nafngreind.Tveggja hinna látnu er síðan enn saknað, en talið er að þau séu einhverstaðar á eyjunni eða í grennd við hana. 47 voru á eynni þegar hamfarirnar hófust og um tuttugu manns eru enn á gjörgæslu með alvarleg brunasár um allan líkamann. Brexit, Boris og frestirnir sem komu og fóru 2019 átti að vera árið sem Bretland færi formlega úr Evrópusambandinu. 23. mars, nánar tiltekið.23. mars leið hins vegar án þess að Bretland færi úr ESB. Theresa May, sem hætti sem forsætisráðherr Bretlands í sumar vegna málsins, en þingmenn tóku afar illa í allar tillögur hennar um það hvernig Bretland gæti yfirgefið ESB. Aftur var Brexit frestað, nú til 31. október.Tugir ráðherra höfði sagt af sér vegna ósættis við stefnu May og þingið samþykki engan af útgöngusamningum hennar við ESB þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Að lokum sagði hún af sér og Boris Johnson tók við af henni.Johnson hét því að halda í samþykktan útgöngudag, 31. október, hvað sem öðru líður. Hann vildi ekki fresta útgöngu líkt og May-stjórnin gerði eftir að þingið hafnaði samningnum sem hún náði við Evrópusambandið. Útgöngu var áður frestað vegna þess að hvorki þing né ríkisstjórn vildu ganga út án samnings. Ekkert varð þó af samningunum, nýr útgöngufrestur var veittur, til 31. janúar næstkomandi.Ekkert gekk hins vegar hjá Johnson að landa Brexit og aftur leið fresturinn án þess að Bretland hafði yfirgefið ESB. Johnson hafði að vísu landað nýjum samningi við ESB en þingið sagði nei.Samningurinn var að mörgu leyti sá sami og May kom heim með frá Brussel. Í átti Norður-Írland að vereaaðskilið tollasvæði frá Bretlandi, þó að orðalagið hafi gefið annað til kynna. Norður-Írland fengi í raun sérstöðu, með annan fótinn inni í Evrópusambandinu og annað skattakerfi en í Bretlandi.Boðað var til kosninga eftir stormasaman þingvetur. Kosningarnar voru haldnar þann 12. desember og þar fór Íhaldsflokkur Johnson með stórsigur eftir að hafa lagt áherslu á að „klára Brexit“. Flokkurinn fer nú með öruggan meirihluta á þinginu og er það forgangsmál að landa útgöngunni, á tilsettum tíma í þetta skiptiðÞetta mátti glögglega heyra þegar Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á breska þinginu þann 19. desember. Stjórnin ætlar að einbeita sér að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.„Fyrsta forgangsatriði ríkisstjórnar minnar er að stýra Bretlandi út úr Evrópusambandinu þann 31. janúar,“ sagði hún.Brexit er því hvergi nærri lokið, þremur árum eftir að Bretar greiddu atkvæði með útgöngu. Talandi um Bretland Um fátt var verið meira rætt í breskum fjölmiðlum (að Brexit frátöldu) en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var í nóvember.Í viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað 17 ára bandarískri stúlku, Virginiu Giuffre, á árunum 2001 og 2002.Álitsgjafar virðast sammála um að prinsinn hafi komið illa út úr viðtalinu og hefur því verið líkt við bílslys og stórslys.Sjá einnig: Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Epstein var meðal annars sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum.Epstein var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum en mál hans vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að hann átti háttsetta á vini á borð við Andrés prins og Donald Trump Bandaríkjaforseta. Epstein, sem svipti sig lífi í fangaklefa í New York í ágúst, á að hafa komið prinsinum í kynni við Giuffre sem sakað hefur hann um nauðgun þegar hún var 17 ára.Sjá einnig:Bougainville - Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvemberViðtalsins var beðið með mikilli eftirvæntingu en í því neitaði prinsinn því staðfastlega að hann hefði brotið gegn Giuffre.Kvaðst prinsinn ekki muna eftir því að hafa einhvern tímann hitt hana. Í því samhengi gat hann ekki útskýrt hvernig á því stæði að myndhefði náðst af þeim saman á sínum tíma sem farið hefur víða í fjölmiðlum.Að lokum fór það svo að Andrési hefur verið kippt úr öllum störfum fyrir bresku konungsfjölskylduna. Barist fyrir mannréttindum í Hong Kong Gríðarlega mikil mótmæli hafa átt sér stað í Hong Kong í að verða hálft ár.Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á íbúum Hong Kong til kínverskra stjórnvalda. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að frumvarpið var lagt til hliðar hafa mótmælin beinst að því að verja frelsi og lýðræði í Hong Kong.Sjá einnig:Tveir forsetarÞannig hafa íbúar Hong Kong lamað daglegt líf í borginni og til átaka hefur komið á milli lögreglu og mótmælanda.Umsátursástand skapaðist til að mynda á háskólalóð í Hong Kong þar sem lögregla umkringdi mótmælendur sem höfðu byrgt sig inni í Fjöltækniháskólanum í borginni.Kínversk stjórnvöld styðja enn Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong en ekki sér enn fyrir endann á mótmælunum. Tugir þúsunda söfnuðust saman þann 8. desember til að taka þátt í kröfugöngu sem yfirvöld í Kína gáfu leyfi fyrir að yrði haldin. Vape-faraldur gekk yfir Bandaríkin Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í á annað þúsund rafreykingamanna undanfarið og dregið nokkra til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn.Helstu einkenni svipa til veikinda í öndunarfærum en sjúklingar hafa kvartað undan andarteppu, þreytu, verkjum í brjóstholi, niðurgangi og uppköstum.Nokkur ríki hafa bannað vökva með bragðefnum fyrir rafrettur vegna faraldursins. Ríkisstjórn Donalds Trump tilkynnti í september að hún íhugaði alríkisbann við bragðbættum rafrettum.Sjá einnig: Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrirRannsókn heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunm hefur einna helst beinst að rafrettuvökvum sem innihalda THC. Efnið er oft kallað virka efnið í kannabis sem veldur vímuáhrifum.Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. Hergenreder lýsir því að lungu hans hafi verið í svipuðu ástandi og „lungu sjötugs manns“ þegar hann var lagður inn á sjúkrahús. Tyrkir réðust til atlögu gegn sýrlensku Kúrdum Tyrkir gerðu í ár þriðju innrás þeirra í Sýrland en allar hafa þær beinst að sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins gegn Íslamska ríkinu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir markmið Tyrkja vera að koma upp öryggissvæði við landamæri ríkjanna og að koma eigi fyrir einhverjum af milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi fyrir á þessu svæði.Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök sem styðji Verkamannaflokk Kúrda (PKK) í Tyrklandi. PKK hefur háð áratugalanga og blóðuga uppreisn í Tyrklandi.Í aðdraganda innrásarinnar hörfuðu hersveitir Bandaríkjanna af svæðinu, að skipan Donald Trump, forseta. Það gerði Trump eftir að hann ræddi við Erdogan í síma og kom ákvörðun hans forsvarsmönnum herafla Bandaríkjanna verulega á óvart.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastSama dag og innrásin hófst sendi Trump þó umdeilt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“Innrásin hefur leitt til mikilla deilna á milli Tyrklands annars vegar og Bandaríkjanna og NATO hins vegar. Þá hafa uppreisnarhópar sem Tyrkir styðja verið sakaðir um ýmis ódæði gegn sýrlenskum Kúrdum á svæðinu.Samið var um vopnahlé í október en þrátt fyrir það hafa bardagar geisað af og til á milli sveita sem Tyrkir styðja og sýrlenskra Kúrda. „Abu Bakr al-Baghdadi er látinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var afar ánægður með sig þann 27. október þegar hann tilkynnti heiminum að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafð látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands. „Abu Bakr al-Baghdadi er látinn,“ sagði Trump á blaðamannafundi þar sem hann tilkynnti andlát hryðjuverkaleiðtogans. Trump sagði Baghdadi hafa sprengt sjálfan sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Sagði Trump að Baghdadi hafi sprengt sjálfan sig í loft upp ásamt þremur börnum.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Baghdadi hafði verið lengi í felum en hann hafði stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010, líkt og ítarlega var fjallað um hér. Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Geimfréttir ársins Blað var brotið í sögu stjarnvísinda á árinu þegar alþjóðlegur hópur vísindamanna tilkynnti að honum hefði tekist að taka fyrstu ljósmyndina af svartholi í fjarlægri vetrarbraut. Vísindamennirnir notuðu átta útvarpssjónauka víðsvegar á jörðinni sem virkuðu eins og einn risavaxinn sjónauki til að fanga svartholið sem er á við milljarða sóla á mynd.Myndefnið var risasvarthol í miðju Messier 87, risasporvöluvetrarbrautar í Meyjarþyrpingunni. Svartholið er í 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni og er 6,5 milljörðum sinnum massameira en sólin okkar.Það sem sést á myndinni er skuggi sem svartholið varpar á gasskífu sem umlykur það. Slíkur skuggi hefur aldrei náðst á mynd áður.Kínverjar brutu blað í geimsögunni þegar þeir lentu Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins þann 3. janúar, en það var í fyrsta sinn sem slíkt tekst. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni og vélmenni um borð tók til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu.Myndir af yfirborði tunglsins bárust fljótt til jarðar frá Chang'e 4. Vegna þess að fjarhlið tunglsins snýr alltaf frá jörðinni fara samskipti við geimfarið fram í gegnum sérstakt fjarskiptagervitungl á braut um tunglið. This will be the year remembered as when scientists captured the first-ever image of a black hole. It is among the choices for the best science photos of 2019. #Nature2019https://t.co/mAALExpfPE— Nature (@nature) December 17, 2019 Tíu mest lesnu erlendu fréttir Vísis á árinu Hér að neðan má nálgast þær tíu erlendu fréttir sem voru mest lesnar á Vísi á árinu sem er að líða Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Hneig hniður á tískupallinum og lést Örlagarík ljósmynd úr flugstjórnarklefanum Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Notre Dame dómkirkjan brennur Lést eftir fall í hakkavél Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Miklir höfuðáverkar á líki Julen Uppgötvuðu æxli í tæka tíð vegna hitamyndavélar á safni Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“
Fréttir ársins 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira