Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fjölnir 95-88 | Stjörnumenn mörðu Fjölnismenn í háspennuleik Árni Jóhannsson skrifar 19. desember 2019 21:15 vísir/daníel Stjörnumenn tóku á móti Fjölni í Ásgarði fyrr í kvöld í leik sem var hluti af 11. umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. Það er hægt að fyrirgefa mönnum fyrir að hafa haldið fyrir leik að Stjarnan myndi eiga náðugt kvöld en annað kom heldur betur á daginn. Fjölnismenn náðu heldur betur að hitna í fyrsta leikhluta en sjö af fyrst átta þriggja stiga skotum þeirra rötuðu heim í fyrsta leikluta og áður en menn vissu af var leikhlutinn liðinn og Fjölnir búnir að skora 40 stig á tíu mínútum. Heimamenn voru gjörsamlega slegnir í rot en skoruðu þó 21 stig, sem oft á tíðum þykir eðlilegt stigaskor í einum leikhluta. Fjölnir náði að hemja Stjörnumenn nóg í öðrum leikhluta þannig að þeir fóru með forskot inn í hálfleik 48-56 en heimamenn hótuðu því vel að ná í skottið á gestunum og komast yfir. Stjörnumenn náðu góðum sprett en Fjölnir svaraði með sínum eigin sprett þannig að verkefnið var ærið fyrir heimamenn í seinni hálfleik. Í upphafi þriðja leikhluta gengu heimamenn gjörsamlega af göflunum. Þeir náðu 18-3 sprett og vöknuðu gestirnir upp við vondan draum sjö stigum undir 66-59. Eftir það skiptust liðin á að taka litla spretti þannig að úr varð hörkuleikur. Munurinn var eitt stig þegar fjórði leikhluti hófst og munurinn var einnig eitt stig þegar um ein og hálf mínúta lifði af leiknum. Þar skinu gæði Stjörnunnar í gegn en þeir skoruðu sex síðustu stig leiksins og höfðu sigur 95-88. Fjölnismenn geta gengið með höfuðið hátt frá þessum leik inn í jólafríið og eins og Falur þjálfari þeirra fullyrti í viðtali við blaðamann þá ætla þeir að verða betri. Afhverju vann Stjarnan? Leikmenn Stjörnunnar sýndu það að vilji þeirra til að vera bestir er til staðar. Þeir létu það ekki á sig fá þó að þeir hafi lent í mikilli brekku í byrjun þá klifu þeir hana og fóru yfir hæðina sem þurfti. Það er náttúrlega mikil reynsla í liði Stjörnunnar og þegar því er blandað saman við almenn gæði þá er liðið alltaf í möguleika á sigri þó að á móti blási.Bestu menn vallarins? Hjá gestunum voru það erlendu leikmennirnir sem drógu vagninn. Jere Vucica skoraði 25 stig, Victor Moses skoraði 24 stig og Srdan Stojanovic skoraði 25. Þeir fengu mikla hjálp frá Tómasi Heiðari og Róberti Sig. sem gerðu vel í að keyra inn í teig og finna sína menn við körfuna eða fyrir utan þriggja stiga línuna. Hjá Stjörnunni skoraði Nick Tomsick 31 stig fyrir sína menn en Hlynur og Ægir skoruðu sín hvor 18 stigin. Þar að auki þá náði Hlynur í 21 frákast sem sýnir rosalegan vilja til að gera vel fyrir lið sitt en þessi frammistaða skilaði honum 40 framlagspunktum. Tölfræði sem vakti athygli? Fjölnismenn voru sjóðandi heitir í fyrsta leikhluta eins og áður hefur komið fram. Sjö af fyrstu átta þriggja stiga skotunum rötuðu heim en ekki nema þrjú af næstu 24. Það er náttúrlega ekki hægt að reiða sig á að halda úti yfir 90% þriggja stiga hittni í heilan leik en þarna er ein ástæðan fyrir því að Fjölnismenn náðu ekki að klára leikinn.Hvað næst? Það er komið jólafrí. Leikmenn fá tækifæri til að hvílast og ná heilsu ef eitthvað amar að en þjálfarar eru væntanlega vaknir og sofnir yfir því hvernig hægt er að halda góðu gengi áfram eða bæta gengi liðsins. Við óskum þeim allavega gleðilegra jóla og farsældar á næsta ári.Nick Tomsick: Fundum leiðina til að vinna leikinnStigahæsti leikmaður Stjörnunnar var mjög ánægður með úrslitin í leiknum á móti Fjölni en minnstu mátti muna að lið hans tapaði leiknum. Hann sagði að liðið hafi áttað sig á því að það væri mikilvægt að koma betur út í seinni hálfleikinn heldur en þann fyrri. „Við gerðum nokkra hluti varnarlega öðruvísi eins og t.d. þegar þeir voru að skrína okkur og fórum að taka skotin fljótar í sókninni hjá okkur. Þeir voru mjög ákafir í að verjast okkur í fyrri háfleik þegar við vorum að seinka skotunum. Svo fórum við bara að spila eins og við vissum að við gætum og fundum leiðina til að vinna leikinn“. Nick var spurður að því hvort eitthvað vanmat hafi gert vart við sig hjá hans mönnum í byrjun leiks en Fjölnir var 19 stigum yfir eftir fyrsta fjórðung. „Þeir hafa staðið sig vel í öðrum leikjum en hafa ekki fundið leiðina að sigrinum í lok leikja. Þeir eru betri en staða þeirra í deildinni sýnir og við ætluðum að vera búnir undir erfiðan leik. Þeir byrjuðu bara mjög vel“. Nick fann sig vel í seinni hálfleik en hvað var það sem hann breytti hjá sjálfum sér. „Ég þurfti bara að halda áfram að vera aggressívur. Ég hef átt mis góða leiki undanfarið og við vorum allir mjög hægir í fyrri hálfleik og þurftum allir að stíga upp sem lið“. Um jólafríið hjá Stjörnunni þá hélt Nick að það yrði nýtt í að ná upp góðu formi fyrir seinni helminginn. „Við þurfum að ná heilsu og það eru nokkrir sem hlakka mikið til að fá smá pásu. Svo þurfum við bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera. Þetta er langt tímabil en við erum tilbúnir í þetta“.Falur: Við ætlum að verða betriÞjálfari Fjölnis var, þrátt fyrir tap, mjög ánægður með leik sinna manna og var á því að hægt væri að byggja ofan á frammistöðuna til að verða betra körfuboltalið og ná í fleiri sigurleiki. „Heilt yfir er ég mjög sáttur við þennan leik og strákarnir stóðu sig mjög vel á móti mjög góðu Stjörnu liði. Við hittum náttúrlega rosalega vel í fyrsta leikhluta og eins og körfubolti er, leikur áhlaupa, þá vissi ég alveg að það myndi ekki duga allan leikinn en heilt yfir er ég sáttur við leikinn. Auðvitað er samt fullt af hlutum sem við getum gert betur“. Í komandi hléi þá ætla Fjölnismenn að verða betri ef marka má Fal. „Fókusinn er að halda áfram. Það er mikill munur á því hvernig við spilum núna í desember frá því í byrjun tímabils. Við ætlum bara að halda áfram og ná í sigra. Við höfum verið að spila betri helming deildarinnar núna síðustu leiki og flestir leikirnir eru svona eins og í kvöld. Það er á síðustu mínútunum að þá sigla liðin sigrunum heim og við náum ekki að stoppa það. Við einbeitum okkur að því að koma sterkari og betri eftir áramót“. Þegar Falur var spurður að því hvort einhverjar mannabreytingar yrðu var svarið einfalt: „Við ætlum að verða betri“, þar sem áherslan var lögð á árið við „ Dominos-deild karla
Stjörnumenn tóku á móti Fjölni í Ásgarði fyrr í kvöld í leik sem var hluti af 11. umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. Það er hægt að fyrirgefa mönnum fyrir að hafa haldið fyrir leik að Stjarnan myndi eiga náðugt kvöld en annað kom heldur betur á daginn. Fjölnismenn náðu heldur betur að hitna í fyrsta leikhluta en sjö af fyrst átta þriggja stiga skotum þeirra rötuðu heim í fyrsta leikluta og áður en menn vissu af var leikhlutinn liðinn og Fjölnir búnir að skora 40 stig á tíu mínútum. Heimamenn voru gjörsamlega slegnir í rot en skoruðu þó 21 stig, sem oft á tíðum þykir eðlilegt stigaskor í einum leikhluta. Fjölnir náði að hemja Stjörnumenn nóg í öðrum leikhluta þannig að þeir fóru með forskot inn í hálfleik 48-56 en heimamenn hótuðu því vel að ná í skottið á gestunum og komast yfir. Stjörnumenn náðu góðum sprett en Fjölnir svaraði með sínum eigin sprett þannig að verkefnið var ærið fyrir heimamenn í seinni hálfleik. Í upphafi þriðja leikhluta gengu heimamenn gjörsamlega af göflunum. Þeir náðu 18-3 sprett og vöknuðu gestirnir upp við vondan draum sjö stigum undir 66-59. Eftir það skiptust liðin á að taka litla spretti þannig að úr varð hörkuleikur. Munurinn var eitt stig þegar fjórði leikhluti hófst og munurinn var einnig eitt stig þegar um ein og hálf mínúta lifði af leiknum. Þar skinu gæði Stjörnunnar í gegn en þeir skoruðu sex síðustu stig leiksins og höfðu sigur 95-88. Fjölnismenn geta gengið með höfuðið hátt frá þessum leik inn í jólafríið og eins og Falur þjálfari þeirra fullyrti í viðtali við blaðamann þá ætla þeir að verða betri. Afhverju vann Stjarnan? Leikmenn Stjörnunnar sýndu það að vilji þeirra til að vera bestir er til staðar. Þeir létu það ekki á sig fá þó að þeir hafi lent í mikilli brekku í byrjun þá klifu þeir hana og fóru yfir hæðina sem þurfti. Það er náttúrlega mikil reynsla í liði Stjörnunnar og þegar því er blandað saman við almenn gæði þá er liðið alltaf í möguleika á sigri þó að á móti blási.Bestu menn vallarins? Hjá gestunum voru það erlendu leikmennirnir sem drógu vagninn. Jere Vucica skoraði 25 stig, Victor Moses skoraði 24 stig og Srdan Stojanovic skoraði 25. Þeir fengu mikla hjálp frá Tómasi Heiðari og Róberti Sig. sem gerðu vel í að keyra inn í teig og finna sína menn við körfuna eða fyrir utan þriggja stiga línuna. Hjá Stjörnunni skoraði Nick Tomsick 31 stig fyrir sína menn en Hlynur og Ægir skoruðu sín hvor 18 stigin. Þar að auki þá náði Hlynur í 21 frákast sem sýnir rosalegan vilja til að gera vel fyrir lið sitt en þessi frammistaða skilaði honum 40 framlagspunktum. Tölfræði sem vakti athygli? Fjölnismenn voru sjóðandi heitir í fyrsta leikhluta eins og áður hefur komið fram. Sjö af fyrstu átta þriggja stiga skotunum rötuðu heim en ekki nema þrjú af næstu 24. Það er náttúrlega ekki hægt að reiða sig á að halda úti yfir 90% þriggja stiga hittni í heilan leik en þarna er ein ástæðan fyrir því að Fjölnismenn náðu ekki að klára leikinn.Hvað næst? Það er komið jólafrí. Leikmenn fá tækifæri til að hvílast og ná heilsu ef eitthvað amar að en þjálfarar eru væntanlega vaknir og sofnir yfir því hvernig hægt er að halda góðu gengi áfram eða bæta gengi liðsins. Við óskum þeim allavega gleðilegra jóla og farsældar á næsta ári.Nick Tomsick: Fundum leiðina til að vinna leikinnStigahæsti leikmaður Stjörnunnar var mjög ánægður með úrslitin í leiknum á móti Fjölni en minnstu mátti muna að lið hans tapaði leiknum. Hann sagði að liðið hafi áttað sig á því að það væri mikilvægt að koma betur út í seinni hálfleikinn heldur en þann fyrri. „Við gerðum nokkra hluti varnarlega öðruvísi eins og t.d. þegar þeir voru að skrína okkur og fórum að taka skotin fljótar í sókninni hjá okkur. Þeir voru mjög ákafir í að verjast okkur í fyrri háfleik þegar við vorum að seinka skotunum. Svo fórum við bara að spila eins og við vissum að við gætum og fundum leiðina til að vinna leikinn“. Nick var spurður að því hvort eitthvað vanmat hafi gert vart við sig hjá hans mönnum í byrjun leiks en Fjölnir var 19 stigum yfir eftir fyrsta fjórðung. „Þeir hafa staðið sig vel í öðrum leikjum en hafa ekki fundið leiðina að sigrinum í lok leikja. Þeir eru betri en staða þeirra í deildinni sýnir og við ætluðum að vera búnir undir erfiðan leik. Þeir byrjuðu bara mjög vel“. Nick fann sig vel í seinni hálfleik en hvað var það sem hann breytti hjá sjálfum sér. „Ég þurfti bara að halda áfram að vera aggressívur. Ég hef átt mis góða leiki undanfarið og við vorum allir mjög hægir í fyrri hálfleik og þurftum allir að stíga upp sem lið“. Um jólafríið hjá Stjörnunni þá hélt Nick að það yrði nýtt í að ná upp góðu formi fyrir seinni helminginn. „Við þurfum að ná heilsu og það eru nokkrir sem hlakka mikið til að fá smá pásu. Svo þurfum við bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera. Þetta er langt tímabil en við erum tilbúnir í þetta“.Falur: Við ætlum að verða betriÞjálfari Fjölnis var, þrátt fyrir tap, mjög ánægður með leik sinna manna og var á því að hægt væri að byggja ofan á frammistöðuna til að verða betra körfuboltalið og ná í fleiri sigurleiki. „Heilt yfir er ég mjög sáttur við þennan leik og strákarnir stóðu sig mjög vel á móti mjög góðu Stjörnu liði. Við hittum náttúrlega rosalega vel í fyrsta leikhluta og eins og körfubolti er, leikur áhlaupa, þá vissi ég alveg að það myndi ekki duga allan leikinn en heilt yfir er ég sáttur við leikinn. Auðvitað er samt fullt af hlutum sem við getum gert betur“. Í komandi hléi þá ætla Fjölnismenn að verða betri ef marka má Fal. „Fókusinn er að halda áfram. Það er mikill munur á því hvernig við spilum núna í desember frá því í byrjun tímabils. Við ætlum bara að halda áfram og ná í sigra. Við höfum verið að spila betri helming deildarinnar núna síðustu leiki og flestir leikirnir eru svona eins og í kvöld. Það er á síðustu mínútunum að þá sigla liðin sigrunum heim og við náum ekki að stoppa það. Við einbeitum okkur að því að koma sterkari og betri eftir áramót“. Þegar Falur var spurður að því hvort einhverjar mannabreytingar yrðu var svarið einfalt: „Við ætlum að verða betri“, þar sem áherslan var lögð á árið við „
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti