Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2019 06:23 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð vera skortur á sanngirni. Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar, sem leidd er af Demókrötum, hefur haft meint embættisbrot Trump til rannsóknar. Hin meintu brot snúa að samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Að því er fram kemur á vef Guardian undirbýr nefndin nú að ljúka þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að því að finna út allar staðreyndir málsins. Í kjölfarið skoðar nefndin hvort Bandaríkjaforseti verði mögulega ákærður fyrir embættisbrot vegna samskipta hans við Úkraínuforseta. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við tökum þátt í skýrslutöku á meðan það er ekki búið að nafngreina öll vitni og á meðan það liggur ekki ljóst fyrir hvort dómsmálanefndin muni gæta sanngirni gagnvart forsetanum í komandi vitnaleiðslum,“ segir í bréfi sem Pat Cipollone, ráðgjafi í Hvíta húsinu, sendi formanni nefndarinnar. Hann vísaði jafnframt í skort á sanngirni hingað til í ferlinu gagnvart Trump en útilokaði ekki að forsetinn gæfi skýrslu í málinu síðar meir, ef hnökrarnir sem forsetinn og menn hans telja að séu til staðar, verða lagaðir. Trump hefur verið mjög gagnrýninn á málareksturinn í fulltrúadeildinni og talað um nornaveiðar. Þá hefur hann alfarið neitað því að hafa brotið af sér í starfi. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð vera skortur á sanngirni. Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar, sem leidd er af Demókrötum, hefur haft meint embættisbrot Trump til rannsóknar. Hin meintu brot snúa að samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Að því er fram kemur á vef Guardian undirbýr nefndin nú að ljúka þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að því að finna út allar staðreyndir málsins. Í kjölfarið skoðar nefndin hvort Bandaríkjaforseti verði mögulega ákærður fyrir embættisbrot vegna samskipta hans við Úkraínuforseta. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við tökum þátt í skýrslutöku á meðan það er ekki búið að nafngreina öll vitni og á meðan það liggur ekki ljóst fyrir hvort dómsmálanefndin muni gæta sanngirni gagnvart forsetanum í komandi vitnaleiðslum,“ segir í bréfi sem Pat Cipollone, ráðgjafi í Hvíta húsinu, sendi formanni nefndarinnar. Hann vísaði jafnframt í skort á sanngirni hingað til í ferlinu gagnvart Trump en útilokaði ekki að forsetinn gæfi skýrslu í málinu síðar meir, ef hnökrarnir sem forsetinn og menn hans telja að séu til staðar, verða lagaðir. Trump hefur verið mjög gagnrýninn á málareksturinn í fulltrúadeildinni og talað um nornaveiðar. Þá hefur hann alfarið neitað því að hafa brotið af sér í starfi.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira